Veldu þína rödd! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:31 Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun