Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Snorri Rafn Hallsson skrifar 29. ágúst 2021 12:16 Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. Heilt á litið voru viðureigninar gríðarlega spennandi og léta margir leikmenn, nýir og gamlir, ljós sitt skína. Dusty hafði betur gegn Rafmos og XY, sem unnið hafði Þór, og mætir því sigurvegurum kvöldsins í kvöld næstu helgi í úrslitaleik Stórmeistaramótsins. 8 liða úrslit Rafmos - Dusty Fyrsta viðureign kvöldsins var á milli deildarmeistara Dusty og nýliðanna Rafmos. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur hér á landi hefur Dusty ekki átt sérlega góðu gengi að fagna á erlendri grund í sumar. Stjörnuleikmaðurinn StebbiC0C0 sagði nýlega skilið við liðið en í hans stað er kominn Miðgarðsormur, sem áður lék með KR, en baráttan í síðasta tímabili Vodafonedeildarinnar stóð einmitt á milli þeirra liða. Þó lið Rafmos sé nýtt af nálinni er einnig að finna hæfileikaríka liðsmenn í hópnum og ber þar helst að nefna Detinate sem lítið hefur sést frá því að hann lék með Hafinu á hátindi þess liðs auk Hundza sem einnig lek fyrir Hafið. Detinate er þeim hæfileika gæddur að lífga upp á þau lið sem hann spilar fyrir og því var mikil eftirvænting eftir því að sjá hvort Rafmos gæti staðið uppi á hárinu á meisturum Dusty. Fyrsta kortið sem liðin tókust á í var Train, valið af Rafmos sem hóf leikinn í sókn (Terrorists). Dusty náði fjögurra lotu forskoti strax í upphafi þar sem EddezeNNN gjörsamlega stráfelldi leikmenn Rafmos í annari lotu og náði fjórum fellum. Dusty byrjuðu því að krafti en Rafmos nældi sér í þrjár lotur í röð og virtist því vera að koma sér inn í leikinn. Detinate fór fyrir flokknum er Herodez átti einnig glæsilegar fléttur sem komu Dusty í opna skjöldu. Þó fór fljótlega að halla undan fæti. Trekk í trekk náði Miðgarðsormur að fella tvo leikmenn í upphafi lotanna og gerða það Rafmos gríðarlega erfitt fyrir að skapa sér tækifæri. Síðustu sjö lotur fyrri hálfleiks féllu allar Dusty í vil en leikmenn liðsins voru bæði skipulagðir og vel staðsettir út leikinn. Staða í hálfleik: Rafmos 3 - 12 Dusty Ekki batnaði staðan fyrir Rafmos í síðari hálfleik. Í sextándu lotu náði Miðgarðsormur enn og aftur að fella tvo andstæðinga strax í upphafi en liðsfélagar hans héldu sig hæga og léku á Rafmos með því að láta þá bíða en flæða svo inn á sprengjusvæðið með miklum látum. ThorsteinnF lét einnig til sín taka á vappanum en Train kortið hentar mjög hans leikstíl og býður upp á löng færi sem hann lét ekki renna úr greipum sér. Nítjánda, og síðasta lotan hófst með miklum átökum, sprengjan fór eldsnöggt niður hjá Dusty og þrátt fyrir góða tilraun Detinate til að hlaupa fram hjá tveimur andstæðingum og aftengja sprengjuna kom allt fyrir ekki. Hann var felldur og sprengjan sprakk. Lokastaða: Rafmos 3 - 16 Dusty Næsti leikur fór fram í Inferno. Dusty hafði valið kortið og áður en viðureignin hófst var talið að Dusty myndi fara létt með Rafmos í Inferno, enda leikmenn liðsins vel kunnir kortinu. Skuggi1337, leikmaður Rafmos var fljótur að gera út af við ThorsteinF í upphafi fyrstu lotu og Hundzi felldi Miðgarðsorm skömmu síðar. Rafmos var því í góðri stöðu í vörninni, felldu LeFluff sem hélt á sprengjunni og Hundzi gerði útaf við EddezeNNN til að koma Rafmos yfir í fyrsta sinn. Í næstu umferð voru Rafmos þó eilítið klaufalegir og misstu tvo menn á kæruleysislegan hátt. Dusty náði að koma sprengjunni fyrir og þrátt fyrir að Detinate tækist að fella alla andstæðinganna gafst honum ekki tími til að aftengja sprengjuna. Þetta klúður átti eftir að kosta Rafmos því þrátt fyrir að komast í stöðuna 4-2 tókst þeim aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum. Það örlaði á óvissu í leikstíl þeirra og ekki laust við leikmenn liðsins væru ekki alltaf með á hreinu hvert planið var. Leikmenn Dusty, sem eru gríðarlega vel tengdir sem lið, voru fljótir að komast upp á lagið með að lesa í leikinn og sjá fyrir aðgerðum Rafmos. Dusty komust því á fína siglingu á meðan Rafmos glímdi við blankheit. Þó náði Rafmos nokkrum stórfínum lotum og sýndu með því að þeir eiga svo sannarlega heima í stórmeistaramótinu þó þeir hafi verið óheppnir að lenda á móti jafn sterku liði og Dusty strax í fyrsta leik. Staða í hálfleik: Rafmos 6 - 9 Dusty Í upphafi síðari hálfleiks leit staðan ágætlega út fyrir Rafmos, Mrbobo felldi bæði Lefluff og Miðgarðsorm og Rafmos kom sprengjunni niður. Bæði lið misstu marga leikmenn en með þéttri vörn tókst EddezeNNN að fella Hundza í einum á móti einum og tryggja Dusty lotuna. Næstu umferðir féllu einnig Dusty í vil. Rafmos reyndi að teygja á vörninni en leikskipulag þeirra far bæði einsleitt og fyrirsjáanlegt en það gerði Dusty auðvelt að sjá fyrir þeim. Eftir því sem leið á leikinn urðu Dusty mun agaðri en það tók broddinn úr öllum að gerðum Rafmos, það var eins og þeir væru hræddir við að leita að tækifærum og setja þrýsting á Dusty sem gjörsamlega gerði út af við þá í tuttugustu og annarri lotu til að tryggja sér sigurinn. Lokastaða: Rafmos 6 - 16 Dusty Dusty vann viðureignina 2-0 og komst sér með því í undanúrslit mótsins. Það er ljóst að þrátt fyrir mikla hæfileika og góða leikmenn er ærið verkefni fyrir höndum Rafmos að slípa leik sinn og spila sig saman sem lið. Dusty þekkja hvor annan gríðarlega vel og á því auðvelt með að lesa leikinn og koma sér í gang þegar á reynir. Hápunkta leiksins má sjá hér: Þór - XY Í annari viðureign kvöldsins mættust lið Þórs og XY, en fyrir fram var talið að hér mættust gríðarlega jöfn lið og spennandi leikur í vændum. Nýlega hafa miklar breytingar orðið á liði XY en sá leikmannahópur sem lék í Vodafonedeildinni í vor keppir núna undir fána VALLEA. Í þeirra stað er komin uppistaðan úr liði Tindastóls: j0n, keliTURBO, TripleG og HOZ1D3R en í stað Criis er miNideGreez! mættur til leiks á vappann. Criis færði sig hins vegar yfir til Þórs en lék ekki með þeim í gærkvöldi, en í hans stað var StebbiC0C0 fenginn að láni. Í fyrsta leik liðanna var keppt í Dust2 að valið Þórs sem byrjaði leikinn í sókn (Terrorist). Þórsarar byrjuðu af krafti í fyrstu skammbyssulotu kvöldsins, þeir sóttu einfalt og skilvirknislega á sprengjusvæði B þar sem Pandaz hljóp inn með byssuna á lofti og felldi tvo andstæðinga alls óhræddur. Í næstu lotu skiptust liðin á leikmönnum en Þór missti sprengjuna á slæmum stað og XY kláraði dæmið auðveldlega. Mikill hraði var í leiknum strax frá upphafi en það skilaði sér ekki fyrir Þór. miNiDegreez sá auðveldlega við þeim með vappanum og var einstaklega árásargjarn og hreyfanlegur sem gerði Þórsurum erfitt fyrir. XY komust því í stöðuna 9-2 og útlitið slæmt fyrir Þórsara. Sú undarlega ákvörðun var tekin að láta bæði ADHD og StebbaC0C0 spila með vappa í sókninni. Það hafði lítið upp á sig þar til Þórsarar fundu veikleika í liði XY á lengjunni þar sem keliTURBO var jafnan einn til að taka á móti þeim. Þór tókst þannig að snúa leiknum við og vinna síðustu fjórar loturnar þrátt fyrir slæman efnahag. Staða í hálfleik: Þór 6 - 9 XY Leikmenn Þórs voru komnir á bragðið og aukið skipulag færðist í leikinn og þeir hittu betur skotum sínum. Þór tókst að jafna og upp hófst gríðarlega spennandi síðari hálfleikur. Rean átti glæsilega takta þar sem hljóp í gegnum reyksprengju til að ná tveimur fellum á grandalausum leikmönnum XY. Þór komst yfir þar sem tveggja vappa leikurinn virkar alla jafna betur í vörn þar sem hægt er að tryggja skotlínur betur, en ekki var allt blóð runnið úr æðum XY sem náði að tengja saman nokkrar lotur í röð til að hafa betur í kortinu. Lokastaða: Þór 13 - 16 XY Næst var leikið í Overpass, nokkurs konar heimavelli XY en Þórsarar létu það ekki fæla sig frá því að vinna þriðju skammbyssulotuna í röð. Svar XY kom þó strax í næstu lotu þar sem miNideGreez! felldi fjóra leikmenn Þórs einn síns liðs og jafnaði leikinn. Þórsarar voru þó grimmir og samhentir í upphafi leiks og komu sér í stöðuna 5-3 þar sem pandaz sinnti vel því hlutverki að aftengja sprengjur XY. Þórsmönnum tókst ekki að sækja þær fellur sem þeir þurftu til að halda fjárhag XY í skefjum lengi og lentu því í vandræðum sjálfir. miNideGreez! fór á kostum og var kominn með nítján fellur eftir einungis ellefu lotur. XY sigldi loks fram úr Þór með því að sækja hratt og skipulega og undir lok hálfleiks var leikurinn algjörlega á þeirra valdi. Staða í hálfleik: Þór 6 - 9 XY Liðin fóru bæði ágætlega af stað í síðari hálfleik þar sem Rean var stöðugur og skilaði sínu fyrir Þór. Hápunktur viðureignarinnar kom þó í tuttugustu lotu þar sem miNideGreez! felldi alla leikmenn Þórs einn síns liðs og það með Deiglu að vopni, á síðustu stundu tókst honum að koma í veg fyrir að sprengjan kæmist niður og fyrsti ás stórmeistaramótsins því staðreynd. StebbiC0C0 lék þó svipaðan leik í næstu lotu fyrir Þór og felldi þrjá með sama vopni til að klóra aðeins í bakkann. XY gerði sér hins vegar lítið fyrir og vann síðustu fjórar loturnar til að tryggja sér sigurinn. Hápunkta leiksins má sjá hér: Lokastaða: Þór 9 - 16 XY XY vann viðureignina 2-0 og það er ekki nóg með að miNideGreez! hafi átt fyrsta á mótsins heldur einnig fyrstu 30 bombuna en hann náði 31 fellu í þessum frábæra leik. Það er ljóst að hann er glæsileg viðbót í þennan leikmannahóp og leysir hlutverk sitt gríðarlega vel. Leikur XY markaðist af sterkri liðsheild þar sem leikmenn fá tækifæri til að nýta styrkleika sína í frábærum uppsetningum. Hjá Þór var hins vegar vart við ákveðið andleysi þar sem þeim gekk illa að hysja upp um sig buxurnar þegar halla fór undan fæti. Að leika með tvo vappa var dýrt og borgaði sig ekki á endanum. XY komst því í undanúrslit eftir hörkuviðureign og það verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Undanúrslit Dusty - XY XY höfðu staðið sig frábærlega vel í fyrri leik kvöldsins og áttu möguleika á að gera XY erfitt fyrir. Það sem mest reið á var að þeir næðu að halda uppi þeirri stemningu sem kom þeim í gegnum viðureignina við Þór, ef þeir ætluðu sér sigur gegn margföldum meisturum Dusty. Fyrsta kort leiksins var Overpass og hóf XY leikinn í sókn. Leikurinn fór af stað með krafti þar sem sprengjum rigndi um kortið, leikmenn flæddu í gegnum fimmuna og sprengjan fór niður. Miðgarðsormur var einn eftir gegn þremur leikmönnum XY og tókst að fella þá alla. Þó munaði einungis hársbreidd á að hann næði að aftengja sprengjuna og XY vann fyrstu lotu. Dusty létu það ekki á sig fá og tóku næstu sex loturnar með sannfærandi hætti, þeir héldu sér á lífi og dreifðust fellurnar nokkuð jafnt á leikmenn liðsins. Þrátt fyrir að XY væru á heimavelli var kortið algjörlega á valdi Dusty sem beitti reiksprengjum og molotov-kokteilum til að takmarka athafnasvæði XY og fella þá trekk í trekk. Leikmenn XY reyndu hvað þeir gátu til að finna veikleika í vörn Dusty sem var eins og vel smurð vél. Hvar sem glufur opnuðust voru Dusty mættir til að taka á móti XY og EddezeNNN hélt uppi þéttum vegg í tenginu svo XY átti varla séns. Staða í hálfleik: Dusty 13 - 2 XY Eftir árangurslausan leik í fyrri hálfleik var á brattan að sækja fyrir XY. Fyrstu fjórar loturnar féllu þeim í vil þar sem góð búst komu XY langt. Það dugði þó ekki til því verkefnið var einfaldlega of stórt. Dusty breytti lítillega um leikskipulag sem skilaði þeim sigri í heldur ójöfnum fyrsta leik. Lokastaða Dusty 16 - 7 XY Síðari leikurinn var í Overpass þar sem Dusty nýtti sér miðjuna vel til að sækja í fyrri hálfleik. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, en eins og venjan er þá hrökk Dusty í gang þegar þeir áttuðu sig á leik XY og sigldu hægt og rólega fram úr þeim. Dusty vann 7 lotur í röð og munaði þar mestu um að leikmenn héldu sig saman til að ná fellum snemma og falla ekki í einvígum. XY gekk hreinlega inn í þær línur sem Dusty tók og það var alltaf einhver til að svara árásum. Staða í hálfleik Dusty 10 - 5 XY XY tók örlítið við sér í síðari hálfleik og juku hraðann. miNideGreez! fékk tækifæri til að láta ljós sitt skína og tókst XY að nýta ýmsan búnað vel til að skapa sér sóknarfæri. XY náði sex lotum í síðari hálfleik en aftur var brekkan of brött. Í lokaumferðinni sótti XY hratt en það féll allt um sjálft sig þegar Dusty stráfelldi þá hvern af öðrum. Lokastaða Dusty 16 - 11 XY Hápunkta leiksins má sjá hér: Dusty fór ósigrað í gegnum keppnisdaginn og tryggði sér með því sæti í úrslitaleik Stórmeistaramótsins sem fram fer laugardaginn 4. September. Í kvöld ræðst svo hverjir gera tilkall til þess að hrifsa titilinn úr höndum Dusty en fylgjast má með leikjum dagsins á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. Heilt á litið voru viðureigninar gríðarlega spennandi og léta margir leikmenn, nýir og gamlir, ljós sitt skína. Dusty hafði betur gegn Rafmos og XY, sem unnið hafði Þór, og mætir því sigurvegurum kvöldsins í kvöld næstu helgi í úrslitaleik Stórmeistaramótsins. 8 liða úrslit Rafmos - Dusty Fyrsta viðureign kvöldsins var á milli deildarmeistara Dusty og nýliðanna Rafmos. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur hér á landi hefur Dusty ekki átt sérlega góðu gengi að fagna á erlendri grund í sumar. Stjörnuleikmaðurinn StebbiC0C0 sagði nýlega skilið við liðið en í hans stað er kominn Miðgarðsormur, sem áður lék með KR, en baráttan í síðasta tímabili Vodafonedeildarinnar stóð einmitt á milli þeirra liða. Þó lið Rafmos sé nýtt af nálinni er einnig að finna hæfileikaríka liðsmenn í hópnum og ber þar helst að nefna Detinate sem lítið hefur sést frá því að hann lék með Hafinu á hátindi þess liðs auk Hundza sem einnig lek fyrir Hafið. Detinate er þeim hæfileika gæddur að lífga upp á þau lið sem hann spilar fyrir og því var mikil eftirvænting eftir því að sjá hvort Rafmos gæti staðið uppi á hárinu á meisturum Dusty. Fyrsta kortið sem liðin tókust á í var Train, valið af Rafmos sem hóf leikinn í sókn (Terrorists). Dusty náði fjögurra lotu forskoti strax í upphafi þar sem EddezeNNN gjörsamlega stráfelldi leikmenn Rafmos í annari lotu og náði fjórum fellum. Dusty byrjuðu því að krafti en Rafmos nældi sér í þrjár lotur í röð og virtist því vera að koma sér inn í leikinn. Detinate fór fyrir flokknum er Herodez átti einnig glæsilegar fléttur sem komu Dusty í opna skjöldu. Þó fór fljótlega að halla undan fæti. Trekk í trekk náði Miðgarðsormur að fella tvo leikmenn í upphafi lotanna og gerða það Rafmos gríðarlega erfitt fyrir að skapa sér tækifæri. Síðustu sjö lotur fyrri hálfleiks féllu allar Dusty í vil en leikmenn liðsins voru bæði skipulagðir og vel staðsettir út leikinn. Staða í hálfleik: Rafmos 3 - 12 Dusty Ekki batnaði staðan fyrir Rafmos í síðari hálfleik. Í sextándu lotu náði Miðgarðsormur enn og aftur að fella tvo andstæðinga strax í upphafi en liðsfélagar hans héldu sig hæga og léku á Rafmos með því að láta þá bíða en flæða svo inn á sprengjusvæðið með miklum látum. ThorsteinnF lét einnig til sín taka á vappanum en Train kortið hentar mjög hans leikstíl og býður upp á löng færi sem hann lét ekki renna úr greipum sér. Nítjánda, og síðasta lotan hófst með miklum átökum, sprengjan fór eldsnöggt niður hjá Dusty og þrátt fyrir góða tilraun Detinate til að hlaupa fram hjá tveimur andstæðingum og aftengja sprengjuna kom allt fyrir ekki. Hann var felldur og sprengjan sprakk. Lokastaða: Rafmos 3 - 16 Dusty Næsti leikur fór fram í Inferno. Dusty hafði valið kortið og áður en viðureignin hófst var talið að Dusty myndi fara létt með Rafmos í Inferno, enda leikmenn liðsins vel kunnir kortinu. Skuggi1337, leikmaður Rafmos var fljótur að gera út af við ThorsteinF í upphafi fyrstu lotu og Hundzi felldi Miðgarðsorm skömmu síðar. Rafmos var því í góðri stöðu í vörninni, felldu LeFluff sem hélt á sprengjunni og Hundzi gerði útaf við EddezeNNN til að koma Rafmos yfir í fyrsta sinn. Í næstu umferð voru Rafmos þó eilítið klaufalegir og misstu tvo menn á kæruleysislegan hátt. Dusty náði að koma sprengjunni fyrir og þrátt fyrir að Detinate tækist að fella alla andstæðinganna gafst honum ekki tími til að aftengja sprengjuna. Þetta klúður átti eftir að kosta Rafmos því þrátt fyrir að komast í stöðuna 4-2 tókst þeim aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum. Það örlaði á óvissu í leikstíl þeirra og ekki laust við leikmenn liðsins væru ekki alltaf með á hreinu hvert planið var. Leikmenn Dusty, sem eru gríðarlega vel tengdir sem lið, voru fljótir að komast upp á lagið með að lesa í leikinn og sjá fyrir aðgerðum Rafmos. Dusty komust því á fína siglingu á meðan Rafmos glímdi við blankheit. Þó náði Rafmos nokkrum stórfínum lotum og sýndu með því að þeir eiga svo sannarlega heima í stórmeistaramótinu þó þeir hafi verið óheppnir að lenda á móti jafn sterku liði og Dusty strax í fyrsta leik. Staða í hálfleik: Rafmos 6 - 9 Dusty Í upphafi síðari hálfleiks leit staðan ágætlega út fyrir Rafmos, Mrbobo felldi bæði Lefluff og Miðgarðsorm og Rafmos kom sprengjunni niður. Bæði lið misstu marga leikmenn en með þéttri vörn tókst EddezeNNN að fella Hundza í einum á móti einum og tryggja Dusty lotuna. Næstu umferðir féllu einnig Dusty í vil. Rafmos reyndi að teygja á vörninni en leikskipulag þeirra far bæði einsleitt og fyrirsjáanlegt en það gerði Dusty auðvelt að sjá fyrir þeim. Eftir því sem leið á leikinn urðu Dusty mun agaðri en það tók broddinn úr öllum að gerðum Rafmos, það var eins og þeir væru hræddir við að leita að tækifærum og setja þrýsting á Dusty sem gjörsamlega gerði út af við þá í tuttugustu og annarri lotu til að tryggja sér sigurinn. Lokastaða: Rafmos 6 - 16 Dusty Dusty vann viðureignina 2-0 og komst sér með því í undanúrslit mótsins. Það er ljóst að þrátt fyrir mikla hæfileika og góða leikmenn er ærið verkefni fyrir höndum Rafmos að slípa leik sinn og spila sig saman sem lið. Dusty þekkja hvor annan gríðarlega vel og á því auðvelt með að lesa leikinn og koma sér í gang þegar á reynir. Hápunkta leiksins má sjá hér: Þór - XY Í annari viðureign kvöldsins mættust lið Þórs og XY, en fyrir fram var talið að hér mættust gríðarlega jöfn lið og spennandi leikur í vændum. Nýlega hafa miklar breytingar orðið á liði XY en sá leikmannahópur sem lék í Vodafonedeildinni í vor keppir núna undir fána VALLEA. Í þeirra stað er komin uppistaðan úr liði Tindastóls: j0n, keliTURBO, TripleG og HOZ1D3R en í stað Criis er miNideGreez! mættur til leiks á vappann. Criis færði sig hins vegar yfir til Þórs en lék ekki með þeim í gærkvöldi, en í hans stað var StebbiC0C0 fenginn að láni. Í fyrsta leik liðanna var keppt í Dust2 að valið Þórs sem byrjaði leikinn í sókn (Terrorist). Þórsarar byrjuðu af krafti í fyrstu skammbyssulotu kvöldsins, þeir sóttu einfalt og skilvirknislega á sprengjusvæði B þar sem Pandaz hljóp inn með byssuna á lofti og felldi tvo andstæðinga alls óhræddur. Í næstu lotu skiptust liðin á leikmönnum en Þór missti sprengjuna á slæmum stað og XY kláraði dæmið auðveldlega. Mikill hraði var í leiknum strax frá upphafi en það skilaði sér ekki fyrir Þór. miNiDegreez sá auðveldlega við þeim með vappanum og var einstaklega árásargjarn og hreyfanlegur sem gerði Þórsurum erfitt fyrir. XY komust því í stöðuna 9-2 og útlitið slæmt fyrir Þórsara. Sú undarlega ákvörðun var tekin að láta bæði ADHD og StebbaC0C0 spila með vappa í sókninni. Það hafði lítið upp á sig þar til Þórsarar fundu veikleika í liði XY á lengjunni þar sem keliTURBO var jafnan einn til að taka á móti þeim. Þór tókst þannig að snúa leiknum við og vinna síðustu fjórar loturnar þrátt fyrir slæman efnahag. Staða í hálfleik: Þór 6 - 9 XY Leikmenn Þórs voru komnir á bragðið og aukið skipulag færðist í leikinn og þeir hittu betur skotum sínum. Þór tókst að jafna og upp hófst gríðarlega spennandi síðari hálfleikur. Rean átti glæsilega takta þar sem hljóp í gegnum reyksprengju til að ná tveimur fellum á grandalausum leikmönnum XY. Þór komst yfir þar sem tveggja vappa leikurinn virkar alla jafna betur í vörn þar sem hægt er að tryggja skotlínur betur, en ekki var allt blóð runnið úr æðum XY sem náði að tengja saman nokkrar lotur í röð til að hafa betur í kortinu. Lokastaða: Þór 13 - 16 XY Næst var leikið í Overpass, nokkurs konar heimavelli XY en Þórsarar létu það ekki fæla sig frá því að vinna þriðju skammbyssulotuna í röð. Svar XY kom þó strax í næstu lotu þar sem miNideGreez! felldi fjóra leikmenn Þórs einn síns liðs og jafnaði leikinn. Þórsarar voru þó grimmir og samhentir í upphafi leiks og komu sér í stöðuna 5-3 þar sem pandaz sinnti vel því hlutverki að aftengja sprengjur XY. Þórsmönnum tókst ekki að sækja þær fellur sem þeir þurftu til að halda fjárhag XY í skefjum lengi og lentu því í vandræðum sjálfir. miNideGreez! fór á kostum og var kominn með nítján fellur eftir einungis ellefu lotur. XY sigldi loks fram úr Þór með því að sækja hratt og skipulega og undir lok hálfleiks var leikurinn algjörlega á þeirra valdi. Staða í hálfleik: Þór 6 - 9 XY Liðin fóru bæði ágætlega af stað í síðari hálfleik þar sem Rean var stöðugur og skilaði sínu fyrir Þór. Hápunktur viðureignarinnar kom þó í tuttugustu lotu þar sem miNideGreez! felldi alla leikmenn Þórs einn síns liðs og það með Deiglu að vopni, á síðustu stundu tókst honum að koma í veg fyrir að sprengjan kæmist niður og fyrsti ás stórmeistaramótsins því staðreynd. StebbiC0C0 lék þó svipaðan leik í næstu lotu fyrir Þór og felldi þrjá með sama vopni til að klóra aðeins í bakkann. XY gerði sér hins vegar lítið fyrir og vann síðustu fjórar loturnar til að tryggja sér sigurinn. Hápunkta leiksins má sjá hér: Lokastaða: Þór 9 - 16 XY XY vann viðureignina 2-0 og það er ekki nóg með að miNideGreez! hafi átt fyrsta á mótsins heldur einnig fyrstu 30 bombuna en hann náði 31 fellu í þessum frábæra leik. Það er ljóst að hann er glæsileg viðbót í þennan leikmannahóp og leysir hlutverk sitt gríðarlega vel. Leikur XY markaðist af sterkri liðsheild þar sem leikmenn fá tækifæri til að nýta styrkleika sína í frábærum uppsetningum. Hjá Þór var hins vegar vart við ákveðið andleysi þar sem þeim gekk illa að hysja upp um sig buxurnar þegar halla fór undan fæti. Að leika með tvo vappa var dýrt og borgaði sig ekki á endanum. XY komst því í undanúrslit eftir hörkuviðureign og það verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Undanúrslit Dusty - XY XY höfðu staðið sig frábærlega vel í fyrri leik kvöldsins og áttu möguleika á að gera XY erfitt fyrir. Það sem mest reið á var að þeir næðu að halda uppi þeirri stemningu sem kom þeim í gegnum viðureignina við Þór, ef þeir ætluðu sér sigur gegn margföldum meisturum Dusty. Fyrsta kort leiksins var Overpass og hóf XY leikinn í sókn. Leikurinn fór af stað með krafti þar sem sprengjum rigndi um kortið, leikmenn flæddu í gegnum fimmuna og sprengjan fór niður. Miðgarðsormur var einn eftir gegn þremur leikmönnum XY og tókst að fella þá alla. Þó munaði einungis hársbreidd á að hann næði að aftengja sprengjuna og XY vann fyrstu lotu. Dusty létu það ekki á sig fá og tóku næstu sex loturnar með sannfærandi hætti, þeir héldu sér á lífi og dreifðust fellurnar nokkuð jafnt á leikmenn liðsins. Þrátt fyrir að XY væru á heimavelli var kortið algjörlega á valdi Dusty sem beitti reiksprengjum og molotov-kokteilum til að takmarka athafnasvæði XY og fella þá trekk í trekk. Leikmenn XY reyndu hvað þeir gátu til að finna veikleika í vörn Dusty sem var eins og vel smurð vél. Hvar sem glufur opnuðust voru Dusty mættir til að taka á móti XY og EddezeNNN hélt uppi þéttum vegg í tenginu svo XY átti varla séns. Staða í hálfleik: Dusty 13 - 2 XY Eftir árangurslausan leik í fyrri hálfleik var á brattan að sækja fyrir XY. Fyrstu fjórar loturnar féllu þeim í vil þar sem góð búst komu XY langt. Það dugði þó ekki til því verkefnið var einfaldlega of stórt. Dusty breytti lítillega um leikskipulag sem skilaði þeim sigri í heldur ójöfnum fyrsta leik. Lokastaða Dusty 16 - 7 XY Síðari leikurinn var í Overpass þar sem Dusty nýtti sér miðjuna vel til að sækja í fyrri hálfleik. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, en eins og venjan er þá hrökk Dusty í gang þegar þeir áttuðu sig á leik XY og sigldu hægt og rólega fram úr þeim. Dusty vann 7 lotur í röð og munaði þar mestu um að leikmenn héldu sig saman til að ná fellum snemma og falla ekki í einvígum. XY gekk hreinlega inn í þær línur sem Dusty tók og það var alltaf einhver til að svara árásum. Staða í hálfleik Dusty 10 - 5 XY XY tók örlítið við sér í síðari hálfleik og juku hraðann. miNideGreez! fékk tækifæri til að láta ljós sitt skína og tókst XY að nýta ýmsan búnað vel til að skapa sér sóknarfæri. XY náði sex lotum í síðari hálfleik en aftur var brekkan of brött. Í lokaumferðinni sótti XY hratt en það féll allt um sjálft sig þegar Dusty stráfelldi þá hvern af öðrum. Lokastaða Dusty 16 - 11 XY Hápunkta leiksins má sjá hér: Dusty fór ósigrað í gegnum keppnisdaginn og tryggði sér með því sæti í úrslitaleik Stórmeistaramótsins sem fram fer laugardaginn 4. September. Í kvöld ræðst svo hverjir gera tilkall til þess að hrifsa titilinn úr höndum Dusty en fylgjast má með leikjum dagsins á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira