Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 13:44 Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tiilkynningakerfi verði skýrt í ofbeldismálum. Vísir/Sigurjón Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. „Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira