Viðreisn atkvæða Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 1. september 2021 11:01 Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga eru víst þannig úr garði gerðar að þetta er raunverulegur möguleiki. Sum atkvæði vega þyngri en önnur. Hvers vegna er þessu ekki breytt? Oftast eru nefnd byggðarsjónarmið. Í gamla daga var það vissulega réttmæt sjónarmið, þegar fjarlægðir voru miklar og samskipti erfiðari. En það á ekki lengur við. Það er hægt að styrkja og efla byggðir landsins með öðrum og markvissari hætti. Þetta er nefnilega jafnræðismál. Eins og svo mörg önnur sem við höfum tekist á við og breytt á undanförnum áratugum. Það eru fá borgaraleg mannréttindi mikilvægari en kosningarétturinn. Þess vegna svíður það að atkvæði mitt sé minna virði en annarra, bara af því ég bý á tilteknum stað. En síðan í tæplega klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu er atkvæði tvöfalt á við mitt. Ísland er ekki stórt land né fjölmennt. Samgöngur og fjarskipti eru ágætar hér á landi. Búseta á ekki lengur að vera ráðandi þáttur í atkvæðavægi - það er úrelt fyrirkomulag. Viðreisn vill jafna atkvæðisréttinn og lögðu þingmenn flokksins fram frumvarp í því skyni á Alþingi haustið 2020. Þar sagði meðal annars: „Jafnt vægi atkvæða er ekki eingöngu mikilvægt til að styrkja lýðræðið og tryggja jafnan rétt borgaranna óháð efnahag, kyni, uppruna eða búsetu. Það er einnig liður í því að auka samkennd, skilning og réttlæti í samfélaginu. Við byggjum ekki upp réttlátt samfélag með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi.“ Það er hægt að leiðrétta þetta og það er fremur einfalt. Vonandi verður næsta Alþingi skipað nógu mörgu frjálslyndu og víðsýnu fólki sem hefur kjark og dug til að bæta þetta ójafnræði. Höfundur er í 16. sæti fyrir Viðreisn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga eru víst þannig úr garði gerðar að þetta er raunverulegur möguleiki. Sum atkvæði vega þyngri en önnur. Hvers vegna er þessu ekki breytt? Oftast eru nefnd byggðarsjónarmið. Í gamla daga var það vissulega réttmæt sjónarmið, þegar fjarlægðir voru miklar og samskipti erfiðari. En það á ekki lengur við. Það er hægt að styrkja og efla byggðir landsins með öðrum og markvissari hætti. Þetta er nefnilega jafnræðismál. Eins og svo mörg önnur sem við höfum tekist á við og breytt á undanförnum áratugum. Það eru fá borgaraleg mannréttindi mikilvægari en kosningarétturinn. Þess vegna svíður það að atkvæði mitt sé minna virði en annarra, bara af því ég bý á tilteknum stað. En síðan í tæplega klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu er atkvæði tvöfalt á við mitt. Ísland er ekki stórt land né fjölmennt. Samgöngur og fjarskipti eru ágætar hér á landi. Búseta á ekki lengur að vera ráðandi þáttur í atkvæðavægi - það er úrelt fyrirkomulag. Viðreisn vill jafna atkvæðisréttinn og lögðu þingmenn flokksins fram frumvarp í því skyni á Alþingi haustið 2020. Þar sagði meðal annars: „Jafnt vægi atkvæða er ekki eingöngu mikilvægt til að styrkja lýðræðið og tryggja jafnan rétt borgaranna óháð efnahag, kyni, uppruna eða búsetu. Það er einnig liður í því að auka samkennd, skilning og réttlæti í samfélaginu. Við byggjum ekki upp réttlátt samfélag með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi.“ Það er hægt að leiðrétta þetta og það er fremur einfalt. Vonandi verður næsta Alþingi skipað nógu mörgu frjálslyndu og víðsýnu fólki sem hefur kjark og dug til að bæta þetta ójafnræði. Höfundur er í 16. sæti fyrir Viðreisn í Kraganum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun