Þegar ég var lítill róttækur femínisti Una Hildardóttir skrifar 3. september 2021 07:30 Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun