Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 19:46 Fólk náði eðlilega ekki að klæða sig áður en það varð að yfirgefa húsnæði Hreyfingar í morgun. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan. Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar. Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar.
Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01