Skoda Enyaq iV - rafjepplingur fyrir fjölskyldur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. september 2021 07:00 Skoda Enyaq og vindmyllur. Skoda Enyaq iV er fimm manna rafjepplingur sem er ætlað að virka fyrir fjölskyldufólk og vera umhverfisvænn á meðan. Bíllinn er smekklega hannaður og vel samsettur, auk þess sem hann er rúmgóður. Útlit Bíllinn er smíðaður á sama grunni og Volkswagen ID.4 og Audi Q4 e-tron. Að mati blaðamanns er Enyaq fallegri en ID.4, þó ID.4 sé ögn þéttari bíll. Hann er snyrtilegur og hefur sver sig í ættina. Margir rafbílar eru hannaðir til að vera útlitslega talsvert ólíkir brunahreyfilsbílum, af því er virðist bara af því bara. Enyaq er ekki einn af þeim bílum, sem er vel. Aksturseiginleikar Bíllinn er góður í akstri og með öflugt upptak., eins og rafbíla er von og vísa. Það má eiginlega segja að sé þemað í Skoda Enyaq, það kemur ekkert á óvart. Nema beygjuradíusinn, hann er eiginlega alveg fáránlega suttur. Stuttur beygjuradíus helgast af því að bíllinn er rafbíll og sá sem ekið var í reynsluakstrinum var 60 útgáfan, minni rafhlaðan og afturhjóladrifinn. Það er því raunar enginn drifbúnaður að framan og því er hægt að leggja afar vel á bíllinn. Innra rými Enyaq er að hluta úr endurunnum efnum. Notagildi og innra rými Reynsluakstursbíllinn var af ódýrustu gerð en hann var þó ágætlega búinn, hiti í sætum, 230V tengi og margt fleira. Það er gott að sitja í bílnum, honum var ekið þónokkuð í einni beit í reynsluakstrinum og alls ekki yfir neinu að kvarta þar. Skottið er nokkuð gott og sérstaklega miðað við aðra bíla í þessum flokki. Það helgast af því að afturrúðan er ekki látin halla lítið. Skottið á Enyaq. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er frá 412 km í 60 bílnum og upp í 534 km í afturhjóladrifnum 80 bíl. Ekkert við reynsluaksturinn gaf tilefni til efasemda um þessar tölur. Enyaq er um sjö og hálfa klukkustund að hlaða sig í góðri heimahleðslustöð. Minni rafhlaðan getur tekið 7,2 kW inn á sig en stærri 11 kW. Þeir eru báðir 38 mínútur upp í 80% í hraðhleðslustöð, þá getur bílinn tekið inn á sig 100 kW og 125 kW með stóru rafhlöðunni. Skoda Enyaq í hleðslu. Verð og samantekt Bíllinn kostar frá 5.790.000kr. í þeirri útgáfu sem var reynsluekið. Dýrasta útgáfan er á 8.290.000kr. Ódýrasta fjórhjóladrifs útgáfan er á 6.790.000kr. Enyaq er góður fjölskyldubíll og var góður ferðabíll. Það er gaman að sjá að rafjepplingar eru að verða raunverulegur kostur fyrir fjölskyldufólk. Enyaq er klárt dæmi um það. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent
Útlit Bíllinn er smíðaður á sama grunni og Volkswagen ID.4 og Audi Q4 e-tron. Að mati blaðamanns er Enyaq fallegri en ID.4, þó ID.4 sé ögn þéttari bíll. Hann er snyrtilegur og hefur sver sig í ættina. Margir rafbílar eru hannaðir til að vera útlitslega talsvert ólíkir brunahreyfilsbílum, af því er virðist bara af því bara. Enyaq er ekki einn af þeim bílum, sem er vel. Aksturseiginleikar Bíllinn er góður í akstri og með öflugt upptak., eins og rafbíla er von og vísa. Það má eiginlega segja að sé þemað í Skoda Enyaq, það kemur ekkert á óvart. Nema beygjuradíusinn, hann er eiginlega alveg fáránlega suttur. Stuttur beygjuradíus helgast af því að bíllinn er rafbíll og sá sem ekið var í reynsluakstrinum var 60 útgáfan, minni rafhlaðan og afturhjóladrifinn. Það er því raunar enginn drifbúnaður að framan og því er hægt að leggja afar vel á bíllinn. Innra rými Enyaq er að hluta úr endurunnum efnum. Notagildi og innra rými Reynsluakstursbíllinn var af ódýrustu gerð en hann var þó ágætlega búinn, hiti í sætum, 230V tengi og margt fleira. Það er gott að sitja í bílnum, honum var ekið þónokkuð í einni beit í reynsluakstrinum og alls ekki yfir neinu að kvarta þar. Skottið er nokkuð gott og sérstaklega miðað við aðra bíla í þessum flokki. Það helgast af því að afturrúðan er ekki látin halla lítið. Skottið á Enyaq. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er frá 412 km í 60 bílnum og upp í 534 km í afturhjóladrifnum 80 bíl. Ekkert við reynsluaksturinn gaf tilefni til efasemda um þessar tölur. Enyaq er um sjö og hálfa klukkustund að hlaða sig í góðri heimahleðslustöð. Minni rafhlaðan getur tekið 7,2 kW inn á sig en stærri 11 kW. Þeir eru báðir 38 mínútur upp í 80% í hraðhleðslustöð, þá getur bílinn tekið inn á sig 100 kW og 125 kW með stóru rafhlöðunni. Skoda Enyaq í hleðslu. Verð og samantekt Bíllinn kostar frá 5.790.000kr. í þeirri útgáfu sem var reynsluekið. Dýrasta útgáfan er á 8.290.000kr. Ódýrasta fjórhjóladrifs útgáfan er á 6.790.000kr. Enyaq er góður fjölskyldubíll og var góður ferðabíll. Það er gaman að sjá að rafjepplingar eru að verða raunverulegur kostur fyrir fjölskyldufólk. Enyaq er klárt dæmi um það.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent