Megi sólin skína! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 4. september 2021 22:00 Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun