Hvað á að gera við ónýtar rafhlöður úr rafmagnsbílum? Aðalheiður V. Jacobsen og Hafdís Jónsdóttir skrifa 8. september 2021 14:01 Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun