Hvernig verða orkuskiptin í sjávarútvegi? Gréta María Grétarsdóttir skrifar 9. september 2021 09:01 Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Að sama skapi verðum við að horfa til þess sem skilar áþreifanlegum árangri. Við verðum að nýta vísindi og hugvit, horfa á tölur og staðreyndir og horfa til margvíslegrar hugmynda- og aðferðafræði. Lausnin á loftslagsvandanum verður ekki einföld heldur kemur hún úr ýmsum áttum. Á Íslandi er sjávarútvegur ein þeirra greina sem, sökum stærðar, skiptir miklu máli í losun gróðurhúsalofttegunda. Vistspor sjávarútvegs er stórt ef litið er á það eitt og sér – en áður en við stígum næstu skref verðum við þó fyrst að skoða hlutina í samhengi. Sjávarútvegur er líka dæmi um það hvernig stórar atvinnugreinar geta náð eftirtektarverðum árangri í loftslagsmálum en um leið blómstrað og haldið samkeppnishæfni sinni. Kolefnisspor vegna fiskveiða við Ísland er í dag einungis tæplega helmingur þess sem það var fyrir aldarfjórðungi. Á sama tíma hefur losun koltvísýrings í hagkerfi Íslands meira en tvöfaldast. Þetta kemur til af ýmsu; hagkvæmari veiðum, endurnýjun skipaflotans með nýrri hönnun og sparneytnari vélum, betri veiðitækni og betra ástands fiskistofna. Sömuleiðis er rétt að horfa til þess að fiskur sem prótíngjafi hefur einnig í eðli sínu minna vistspor á alþjóðlega vísu en landbúnaður, þar sem hann notar hvorki dýrmætt landrými né hefðbundin aðföng landbúnaðar. Áætlað er að greinin haldi áfram að minnka losun vegna skipanotkunar næstu árin, a.m.k. til ársins 2030. Framundan eru ýmis verkefni, rafvæðing hafna, þróun léttari veiðarfæra o.fl. sem stuðla munu að enn minnkandi olíunotkun. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi skilaði af sér mjög metnaðarfullum markmiðum fyrr í sumar en meðal annars er stefnt að því að heildaráhrifum losunar vegna veiða verði alfarið útrýmt frá og með árinu 2026. Þetta er alls ekki óvinnandi markmið en það verður aðeins gert með kolefnisbindingu sem jafnar losun hjá fiskveiðiflotanum. Þetta er að nokkru leyti þegar til staðar því sjávarútvegurinn greiðir um 2 milljarða kr. á ári í kolefnisgjald til stjórnvalda. Kolefnisjöfnun og þátttaka í verkefnum sem draga úr heildarlosun geta jafnað út loftslagsáhrif greinarinnar meðan fiskveiðiflotinn brennir olíu. Þetta breytir þó ekki því að endanlegt markmið hlýtur að vera að afmá á endanum kolefnissporið eða því sem næst. Þegar kemur að veiðum er staðreyndin hins vegar sú að við vitum ekki hvernig orkuskiptin munu fara fram. Skipin sem sækja fiskinn eru knúin af olíu og tæknin til að knýja áfram skipin án nokkurs útblásturs er ekki til. Verið er að þróa ýmsar hugmyndir sem lofa margar mjög góðu en ekkert er svo langt komið að varanleg lausn sé í sjónmáli. Slík lausn mun alltaf krefjast mikilla fjárfestinga í nýrri tækni og enn frekari endurnýjunar fiskveiðiflotans. Fyrsta skrefið er því að safna saman hugviti og hugmyndum og fjárfesta í þróun sem skilar hagkvæmum og sjálfbærum veiðum. Ein forsenda þess er að svigrúmið og starfsöryggið til að fjárfesta í slíkri þróun til langs tíma sé til staðar. Brim tekur loftslagsmál mjög alvarlega, líkt og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Heilbrigði hafsins eru hagsmunir okkar líkt og samfélagsins alls. Góðar lausnir verða til þegar gott fólk kemur saman. Lausnin á losun í sjávarútvegi liggur í nýsköpun og þróun, samvinnu fólks; sérfræðinga í sjávarútvegi, í nýsköpunargeiranum og í fræðasamfélaginu. Þetta mikilvæga verkefni er alls ekki nýtt fyrir okkur. Aukin verðmætasköpun, sem er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, og batnandi ástand fiskistofna hafa síðustu áratugi verið knúin áfram af nýsköpun, þróun og verndarsjónarmiðum. Brim kallar því eftir hugmyndum, fagnar og hvetur til samvinnu um það hvernig við getum komið enn frekar að liði, haldið áfram að skapa vörur og verðmæti fyrir samfélagið en um leið varið og ræktað lífríki okkar og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Að sama skapi verðum við að horfa til þess sem skilar áþreifanlegum árangri. Við verðum að nýta vísindi og hugvit, horfa á tölur og staðreyndir og horfa til margvíslegrar hugmynda- og aðferðafræði. Lausnin á loftslagsvandanum verður ekki einföld heldur kemur hún úr ýmsum áttum. Á Íslandi er sjávarútvegur ein þeirra greina sem, sökum stærðar, skiptir miklu máli í losun gróðurhúsalofttegunda. Vistspor sjávarútvegs er stórt ef litið er á það eitt og sér – en áður en við stígum næstu skref verðum við þó fyrst að skoða hlutina í samhengi. Sjávarútvegur er líka dæmi um það hvernig stórar atvinnugreinar geta náð eftirtektarverðum árangri í loftslagsmálum en um leið blómstrað og haldið samkeppnishæfni sinni. Kolefnisspor vegna fiskveiða við Ísland er í dag einungis tæplega helmingur þess sem það var fyrir aldarfjórðungi. Á sama tíma hefur losun koltvísýrings í hagkerfi Íslands meira en tvöfaldast. Þetta kemur til af ýmsu; hagkvæmari veiðum, endurnýjun skipaflotans með nýrri hönnun og sparneytnari vélum, betri veiðitækni og betra ástands fiskistofna. Sömuleiðis er rétt að horfa til þess að fiskur sem prótíngjafi hefur einnig í eðli sínu minna vistspor á alþjóðlega vísu en landbúnaður, þar sem hann notar hvorki dýrmætt landrými né hefðbundin aðföng landbúnaðar. Áætlað er að greinin haldi áfram að minnka losun vegna skipanotkunar næstu árin, a.m.k. til ársins 2030. Framundan eru ýmis verkefni, rafvæðing hafna, þróun léttari veiðarfæra o.fl. sem stuðla munu að enn minnkandi olíunotkun. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi skilaði af sér mjög metnaðarfullum markmiðum fyrr í sumar en meðal annars er stefnt að því að heildaráhrifum losunar vegna veiða verði alfarið útrýmt frá og með árinu 2026. Þetta er alls ekki óvinnandi markmið en það verður aðeins gert með kolefnisbindingu sem jafnar losun hjá fiskveiðiflotanum. Þetta er að nokkru leyti þegar til staðar því sjávarútvegurinn greiðir um 2 milljarða kr. á ári í kolefnisgjald til stjórnvalda. Kolefnisjöfnun og þátttaka í verkefnum sem draga úr heildarlosun geta jafnað út loftslagsáhrif greinarinnar meðan fiskveiðiflotinn brennir olíu. Þetta breytir þó ekki því að endanlegt markmið hlýtur að vera að afmá á endanum kolefnissporið eða því sem næst. Þegar kemur að veiðum er staðreyndin hins vegar sú að við vitum ekki hvernig orkuskiptin munu fara fram. Skipin sem sækja fiskinn eru knúin af olíu og tæknin til að knýja áfram skipin án nokkurs útblásturs er ekki til. Verið er að þróa ýmsar hugmyndir sem lofa margar mjög góðu en ekkert er svo langt komið að varanleg lausn sé í sjónmáli. Slík lausn mun alltaf krefjast mikilla fjárfestinga í nýrri tækni og enn frekari endurnýjunar fiskveiðiflotans. Fyrsta skrefið er því að safna saman hugviti og hugmyndum og fjárfesta í þróun sem skilar hagkvæmum og sjálfbærum veiðum. Ein forsenda þess er að svigrúmið og starfsöryggið til að fjárfesta í slíkri þróun til langs tíma sé til staðar. Brim tekur loftslagsmál mjög alvarlega, líkt og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Heilbrigði hafsins eru hagsmunir okkar líkt og samfélagsins alls. Góðar lausnir verða til þegar gott fólk kemur saman. Lausnin á losun í sjávarútvegi liggur í nýsköpun og þróun, samvinnu fólks; sérfræðinga í sjávarútvegi, í nýsköpunargeiranum og í fræðasamfélaginu. Þetta mikilvæga verkefni er alls ekki nýtt fyrir okkur. Aukin verðmætasköpun, sem er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, og batnandi ástand fiskistofna hafa síðustu áratugi verið knúin áfram af nýsköpun, þróun og verndarsjónarmiðum. Brim kallar því eftir hugmyndum, fagnar og hvetur til samvinnu um það hvernig við getum komið enn frekar að liði, haldið áfram að skapa vörur og verðmæti fyrir samfélagið en um leið varið og ræktað lífríki okkar og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar