Vantar fjölda manns til starfa á Austurlandi vegna mikilla anna Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2021 23:41 Stefán Vignisson er framkvæmdastjóri MVA byggingaverktaka. Fyrir aftan er verið að byggja leikskóla. Arnar Halldórsson Mikil umsvif eru núna í byggingageiranum á Austurlandi og segir framkvæmdastjóri stærsta byggingafélags fjórðungsins að fjölda fólks vanti þar til starfa. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvar verið er að byggja sjöhundruð milljóna króna leikskóla í Fellabæ, úthverfi Egilsstaða. Þetta er eitt af mörgum verkum MVA byggingaverktaka. Nafnið stendur fyrir Múrverktakar Austurlands og þeir eiga að skila leikskólanum fullbúnum að ári. „Þriggja deilda leikskóla sem verður mjög góð viðbót fyrir bæjarfélagið,“ segir Stefán Vignisson, framkvæmdastjóri MVA byggingaverktaka. Frá smíði nýs leikskóla í Fellabæ.Arnar Halldórsson Þeir byrjuðu þrír í fyrirtækinu árið 2012. Það hefur síðan sameinast öðrum og bætt við starfsemi, síðast með kaupum á steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ. Starfsmannafjöldinn telur núna tugi manna. „Við erum í kringum fjörutíu í dag. Gætum verið mun fleiri. Það vantar.. ég kæmi allavega tíu að í viðbót.“ -Er svona mikið að gera á Austurlandi? „Það er rosalega mikið að gera.“ Þar segir Stefán mestu muna um fjárfestingar í sjávarútvegi. „Fiskvinnslufyrirtækin bara um alla firði eru að framkvæma. Á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði.“ Eskja á Eskifirði er meðal þeirra austfirsku sjávarútvegsfyrirtækja sem eru að byggja.Arnar Halldórsson Starfssvæðið segir hann stórt. „Það má eiginlega segja frá Hornafirði og norður á Akureyri.“ Þeir steypa einingar fyrir skógarböðin á Akureyri, á Hornafirði byggðu þeir parhús, á Kópaskeri er það fiskeldisstöð, í Berufirði brú og á Eskifirði flóðvarnir. Og hann segir margt í pípunum. „Það á eftir að verða gríðarleg uppbygging í fiskeldi hérna. Sjávarútvegurinn er náttúrlega rosalega sterkur í þessum fjórðungi. Og það er mikil þörf á innviðabyggingum í sveitarfélögunum, bæði í Múlaþingi og hérna í kring. Þannig að framtíðin er bara mjög björt,“ segir Stefán Vignisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31. ágúst 2021 20:40 Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. 7. september 2021 23:10 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. 1. desember 2014 19:45 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvar verið er að byggja sjöhundruð milljóna króna leikskóla í Fellabæ, úthverfi Egilsstaða. Þetta er eitt af mörgum verkum MVA byggingaverktaka. Nafnið stendur fyrir Múrverktakar Austurlands og þeir eiga að skila leikskólanum fullbúnum að ári. „Þriggja deilda leikskóla sem verður mjög góð viðbót fyrir bæjarfélagið,“ segir Stefán Vignisson, framkvæmdastjóri MVA byggingaverktaka. Frá smíði nýs leikskóla í Fellabæ.Arnar Halldórsson Þeir byrjuðu þrír í fyrirtækinu árið 2012. Það hefur síðan sameinast öðrum og bætt við starfsemi, síðast með kaupum á steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ. Starfsmannafjöldinn telur núna tugi manna. „Við erum í kringum fjörutíu í dag. Gætum verið mun fleiri. Það vantar.. ég kæmi allavega tíu að í viðbót.“ -Er svona mikið að gera á Austurlandi? „Það er rosalega mikið að gera.“ Þar segir Stefán mestu muna um fjárfestingar í sjávarútvegi. „Fiskvinnslufyrirtækin bara um alla firði eru að framkvæma. Á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði.“ Eskja á Eskifirði er meðal þeirra austfirsku sjávarútvegsfyrirtækja sem eru að byggja.Arnar Halldórsson Starfssvæðið segir hann stórt. „Það má eiginlega segja frá Hornafirði og norður á Akureyri.“ Þeir steypa einingar fyrir skógarböðin á Akureyri, á Hornafirði byggðu þeir parhús, á Kópaskeri er það fiskeldisstöð, í Berufirði brú og á Eskifirði flóðvarnir. Og hann segir margt í pípunum. „Það á eftir að verða gríðarleg uppbygging í fiskeldi hérna. Sjávarútvegurinn er náttúrlega rosalega sterkur í þessum fjórðungi. Og það er mikil þörf á innviðabyggingum í sveitarfélögunum, bæði í Múlaþingi og hérna í kring. Þannig að framtíðin er bara mjög björt,“ segir Stefán Vignisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31. ágúst 2021 20:40 Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. 7. september 2021 23:10 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. 1. desember 2014 19:45 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31. ágúst 2021 20:40
Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. 7. september 2021 23:10
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. 1. desember 2014 19:45
Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30