Samfylkingin og ASÍ eiga samleið Kjartan Valgarðsson skrifar 10. september 2021 17:30 Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Kjartan Valgarðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun