Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 14:24 Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili verður skorið niður vegna riðu. Vísir/Vilhelm Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“ Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“
Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira