Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 20:30 Jackson Crawford er doktor í norrænum fræðum. Hann býr nálægt Klettafjöllum í Colorado í Bandaríkjunum. vísir Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu. Fræðileg umræða um íslenskar og norrænar miðaldabókmenntir á sér að mestu stað innan fámenns hóps hámenntaðra manna, sem halda sig í hálfgerðum fílabeinsturni að sögn doktors í norrænum fræðum. Hann hefur ákveðið að færa þessar skemmtilegu sögur miðalda nær almenningi með kennslustundum á YouTube. Þar hefur hann náð þokkalegum vinsældum en nú fylgja nærri tvö hundruð þúsund manns rás hans. Erfitt að nálgast réttar upplýsingar Norræn goðafræði hefur komist í tísku á undanförnum árum, ekki síst ofurhetjumyndum Marvel að þakka. „En mikið af þeim upplýsingum sem er auðvelt að nálgast eru afleitar. Þær koma frá fólki sem þekkir efnið illa eða frá fólki sem aðhyllist dulræn fyrirbæri. Það geri ég alls ekki,” segir Crawford. „Ég hef áhuga á því sem fólk trúði um galdra fyrir þúsund árum en ég hef ekki áhuga á að reyna að leggja álög á fólk.“ Hann segist síður en svo vera ósáttur með túlkun Marvel á ýmsu um norræna goðafræði en vilji með YouTube rásinni skapa vettvang fyrir þá sem vilja kynnast hinum raunverulegu sögum miðalda. Þegar Njörður var hafður að hlandtrogi Kennsluefni Crawford er fjölbreytt en á rás hans má meðal annars finna fyrirlestur um blótsyrði í íslenskum miðaldatextum. Til dæmis fræg fúkyrði Loka úr Eddukvæðinu Lokasennu: „Þegi þú, Njörðr, þú vart austr heðan gísl of sendr at goðum; Hymis meyjar höfðu þik at hlandtrogi ok þér i munn migu“ Í myndbandinu reynir Crawford að útskýra þessi orð Loka fyrir enskumælandi áhorfendum sínum: „Hér segir Lokið að dætur Hymis hafi notað hann sem pissuskál og migið upp í hann." Þetta klúra dæmi er þó ekki lýsandi fyrir alla kennslu Crawfords en kennslumyndbönd hans eru þó nokkur hundruð talsins. Hrifinn af Íslandi sem er þó allt of dýrt Crawford hefur einu sinni komið til Íslands og eyddi hér talsverðum tíma, sótti meðal annars kennslustundir við Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af landinu en segir það allt of dýrt til að hann geti ferðast hingað reglulega. Hann kveðst þó ætla að safna sér fyrir að minnsta kosti einni ferð í viðbót. Áhugi hans á íslenskum miðaldatextum er sprottinn af áhuga hans á málfræði og málsögu en Crawford hóf nám sitt í fornensku sem leiddi hann síðan út í nám á fornnorrænu. Og þar kynntist hann og heillaðist af íslenskum miðaldabókmenntum. Sjálfur talar hann nokkuð góða íslensku enda kveðst hann lesa jafnmikla íslensku og ensku í starfi sínu. Það tekur hann þó dágóðan tíma að mynda setningar því honum til mikils ama eru fáir í nærumhverfi hans við Klettafjöll í Colorado sem hann getur rætt við á íslensku til að æfa talmálið. Ekki beint kúreki Crawford býr á nokkuð afskekktu svæði og tekur upp flest sín myndbönd með fallegt fjallalandslagið í Colorado í bakgrunni. Hann er oftar en ekki með kúrekahatt á meðan hann þylur upp alls kyns kenningar um íslenska miðaldatexta. En er hann kúreki? Tja, hann skilur vel að það sé eðlilegt að Íslendingar líti svo á hann en bendir á að í heimalandinu sé það heiti sérstakt starfsheiti. „Í þeim skilningi er ég alls ekki kúreki og væri aldrei kallaður það hér. En hér ganga nú bara allir um með svona hatta, það er tískan hér,“ segir hann. Handritasafn Árna Magnússonar Bandaríkin Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Fræðileg umræða um íslenskar og norrænar miðaldabókmenntir á sér að mestu stað innan fámenns hóps hámenntaðra manna, sem halda sig í hálfgerðum fílabeinsturni að sögn doktors í norrænum fræðum. Hann hefur ákveðið að færa þessar skemmtilegu sögur miðalda nær almenningi með kennslustundum á YouTube. Þar hefur hann náð þokkalegum vinsældum en nú fylgja nærri tvö hundruð þúsund manns rás hans. Erfitt að nálgast réttar upplýsingar Norræn goðafræði hefur komist í tísku á undanförnum árum, ekki síst ofurhetjumyndum Marvel að þakka. „En mikið af þeim upplýsingum sem er auðvelt að nálgast eru afleitar. Þær koma frá fólki sem þekkir efnið illa eða frá fólki sem aðhyllist dulræn fyrirbæri. Það geri ég alls ekki,” segir Crawford. „Ég hef áhuga á því sem fólk trúði um galdra fyrir þúsund árum en ég hef ekki áhuga á að reyna að leggja álög á fólk.“ Hann segist síður en svo vera ósáttur með túlkun Marvel á ýmsu um norræna goðafræði en vilji með YouTube rásinni skapa vettvang fyrir þá sem vilja kynnast hinum raunverulegu sögum miðalda. Þegar Njörður var hafður að hlandtrogi Kennsluefni Crawford er fjölbreytt en á rás hans má meðal annars finna fyrirlestur um blótsyrði í íslenskum miðaldatextum. Til dæmis fræg fúkyrði Loka úr Eddukvæðinu Lokasennu: „Þegi þú, Njörðr, þú vart austr heðan gísl of sendr at goðum; Hymis meyjar höfðu þik at hlandtrogi ok þér i munn migu“ Í myndbandinu reynir Crawford að útskýra þessi orð Loka fyrir enskumælandi áhorfendum sínum: „Hér segir Lokið að dætur Hymis hafi notað hann sem pissuskál og migið upp í hann." Þetta klúra dæmi er þó ekki lýsandi fyrir alla kennslu Crawfords en kennslumyndbönd hans eru þó nokkur hundruð talsins. Hrifinn af Íslandi sem er þó allt of dýrt Crawford hefur einu sinni komið til Íslands og eyddi hér talsverðum tíma, sótti meðal annars kennslustundir við Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af landinu en segir það allt of dýrt til að hann geti ferðast hingað reglulega. Hann kveðst þó ætla að safna sér fyrir að minnsta kosti einni ferð í viðbót. Áhugi hans á íslenskum miðaldatextum er sprottinn af áhuga hans á málfræði og málsögu en Crawford hóf nám sitt í fornensku sem leiddi hann síðan út í nám á fornnorrænu. Og þar kynntist hann og heillaðist af íslenskum miðaldabókmenntum. Sjálfur talar hann nokkuð góða íslensku enda kveðst hann lesa jafnmikla íslensku og ensku í starfi sínu. Það tekur hann þó dágóðan tíma að mynda setningar því honum til mikils ama eru fáir í nærumhverfi hans við Klettafjöll í Colorado sem hann getur rætt við á íslensku til að æfa talmálið. Ekki beint kúreki Crawford býr á nokkuð afskekktu svæði og tekur upp flest sín myndbönd með fallegt fjallalandslagið í Colorado í bakgrunni. Hann er oftar en ekki með kúrekahatt á meðan hann þylur upp alls kyns kenningar um íslenska miðaldatexta. En er hann kúreki? Tja, hann skilur vel að það sé eðlilegt að Íslendingar líti svo á hann en bendir á að í heimalandinu sé það heiti sérstakt starfsheiti. „Í þeim skilningi er ég alls ekki kúreki og væri aldrei kallaður það hér. En hér ganga nú bara allir um með svona hatta, það er tískan hér,“ segir hann.
Handritasafn Árna Magnússonar Bandaríkin Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira