Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu smellir kossi á verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open. Getty/Al Bello Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við. Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við.
Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira