Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Eitt eftirsóknarvert sæti í boði (6.-8. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 11:01 Afturelding, HK og Haukar verða væntanlega í neðsta hluta Olís-deildar kvenna. vísir/daníel/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum laugardaginn 18. september. Fyrst tökum við fyrir liðin sem verða í botnbaráttunni en um leið í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Neðsta liðið fellur, liðið í sjöunda og næstneðsta sæti fer í umspil um að halda sér uppi en 6. sætið gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Afturelding endurheimti sæti sitt í Olís-deildinni á síðasta tímabili en hætt er við að veturinn verði erfiður í Mosfellsbænum. Haukum var spáð slæmu gengi fyrir síðasta tímabili en spiluðu vel úr sínum spilum og komust í úrslitakeppnina. HK missti hins vegar að sæti í úrslitakeppninni og þurfti að fara í umspil við Gróttu. HK-ingar hafa lítinn áhuga á að endurtaka þann leik. Afturelding í 8. sæti: Langur vetur í Mosfellsbænum Afturelding er komin aftur í Olís-deildina eftir eins árs fjarveru.afturelding Afturelding féll úr Olís-deildinni tímabilið 2019-20 en komst aftur upp í fyrstu tilraun. Mosfellingar unnu reyndar ekki Grill 66 deildina en markmiðið að endurheimta Olís-deildarsætið náðist. Síðast þegar Afturelding var í Olís-deildinni vann liðið bara einn leik af nítján og fékk aðeins þrjú stig. Hætt er við að árangurinn í vetur verði litlu betri. Mosfellingar virðast því miður vera með langslakasta lið deildarinnar og nær ómögulegt er að sjá þá halda sér uppi. Afturelding sótti nokkra leikmenn fyrir tímabilið en missti skyttuna öflugu, Önumariu Gugic. Mikið mun mæða á markverðinum Evu Dís Sigurðardóttur og leikstjórnandanum Katrínu Helgu Davíðsdóttur, markahæsta leikmanni Aftureldingar á síðasta tímabili. Guðmundur Helgi Pálsson er þjálfari Aftureldingar en hann tók við liðinu af Haraldi Þorvarðarsyni um mitt tímabilið 2019-20. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2020-21: B-deild (2. sæti) 2019-20: 8. sæti 2018-19: B-deild (1. sæti) 2017-18: B-deild (9. sæti) 2016-17: B-deild (6. sæti) 2015-16: 13. sæti 2014-15: Ekki með 2013-14: 12. sæti 2012-13: 10. sæti 2011-12: Ekki með Telma Rut Frímannsdóttir er ekki bara frambærileg handboltakona heldur einnig ein fremsta karatekona landsins.vísir/daníel Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sylvía Blöndal frá FH Ólöf Marín Hlynsdóttir frá ÍR Lovísa Líf Helenudóttir frá HK Ragna Sif Úlfarsdóttir frá Noregi Katrín Hallgrímsdóttir frá Víkingi Elín Krista Sigurðardóttir frá Selfossi Farnar: Anamaria Gugic til Ítalíu Birna Lára Guðmundsdóttir hætt Andra Ósk Þorkelsdóttir hætt Margrét Ýr Björnsdóttir til HK Ásdís Birta Alexandersdóttir Lykilmaðurinn Eva Dís Sigurðardóttir er í algjöru lykilhlutverki hjá Aftureldingu.afturelding Eva Dís Sigurðardóttir er einn efnilegasti markvörður landsins og er kominn á radarinn hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Péturssyni. Hann valdi hana í landsliðið síðasta vetur þrátt fyrir að hún væri að spila í Grill 66 deildinni. Mikið mun mæða á Evu Dís í vetur og hún ræður miklu um það hvernig Aftureldingu reiðir af. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Aftureldingar. Klippa: Afturelding 8. sæti HK í 7. sæti: Þynnri hópur en hæfileikarnir til staðar Hornamaðurinn Tinna Sól Björgvinsdóttir hefur verið viðloðandi landsliðið að undanförnu.vísir/hulda margrét Eftir gott tímabil 2019-20, þar sem HK lenti í 4. sæti, tók liðið skref aftur á bak í fyrra þrátt fyrir að vera með sterkari leikmannahóp. HK-ingar unnu aðeins fjóra leiki af fjórtán og þurftu að fara í umspil um að halda sér uppi. Hópurinn hjá HK hefur veikst umtalsvert í sumar en nokkrir leikmenn hafa lagt skóna á hilluna. Þeirra á meðal eru Kristín Guðmundsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir. Brotthvarf hinnar síðarnefndu skilur HK eftir án örvhentrar skyttu. Þá er landsliðskonan Sigríður Hauksdóttir meidd og verður frá um óákveðinn tíma. Skarð hennar verður vandfyllt. HK spilar mjög ákafan varnarleik með síbrotakonuna Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur fremsta í flokki en markvarslan hefur ekki verið nógu góð síðustu ár. HK-ingar eru með nokkra unga og hæfileikaríka leikmenn eins og Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur, Þóru Maríu Sigurjónsdóttur og Söru Katrínu Gunnarsdóttur sem var markahæst í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og valinn besti sóknarmaður hennar. HK verður væntanlega í hörkubaráttu við Hauka um að ná 6. sætinu mikilvæga. Ljóst er að innbyrðis leikir þessara liða munu skipta miklu þegar talið verður upp úr kössunum. Gengi HK undanfarinn áratug 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit 2011-12: 5. sæti+sex liða úrslit Sara Katrín Gunnarsdóttir gæti slegið í gegn í vetur.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 22,5 (6. sæti) Mörk á sig - 25,0 (7. sæti) Hlutfallsvarsla - 26,8% (7. sæti) Skotnýting - 53,1% (5. sæti) Tapaðir boltar - 12,3 (7. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Margrét Ýr Björnsdóttir frá Aftureldingu Farnar: Kristín Guðmundsdóttir hætt Lovísa Líf Helenudóttir til Aftureldingar Hafdís Shizuka Iura hætt Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hætt Heiðrún Berg Sverrisdóttir hætt Díana Kristín Sigmarsdóttir hætt Alexandra Von Gunnarsdóttir hætt Lykilmaðurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er í hópi bestu ungu leikmanna Olís-deildarinnar.vísir/bára Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var ein af stjörnum þarsíðasta tímabils og var þriðji markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar þegar hún sleit krossband í febrúar 2020. Hún sneri aftur um mitt síðasta tímabil og skoraði 34 mörk í níu leikjum. Jóhanna verður núna með frá byrjun og verður í risastóru hlutverki í sóknarleik HK. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika HK. Klippa: HK 7. sæti Haukar í 6. sæti: Sterkari en í fyrra en hverju skilar það? Rakel Sigurðardóttir fagnar á meðan Sara Odden hleypur til baka.vísir/hulda margrét Haukar þóttu ekki líklegir til afreka á síðasta tímabili enda höfðu þeir misst sterka leikmenn. En reynsluboltinn Gunnar Gunnarsson barði í brestina, Haukar enduðu í 6. sæti og komust í úrslitakeppnina. Færeyski markvörðurinn Annika Fríðheim Petersen reyndist Haukum vel og þá skutust ungir leikmenn á borð við Elínu Klöru Þorkelsdóttur fram á sjónarsviðið og stimpluðu sig inn í Olís-deildina. Haukar hafa fengið ágætan liðsstyrk í sumar og leikmannahópurinn er sterkari en á síðasta tímabili. Haukar fengu meðal annars Ástu Björt Júlíusdóttur frá ÍBV og líklega er ekkert lið deildarinnar jafn vel sett með örvhentar skyttur með hana og Bertu Rut Harðardóttur. Þá fengu Haukar markvörðinn Margréti Einarsdóttur frá Val og færeysku skyttuna Natösju Hammer. Þess má geta að gamla stórskyttan, Hans Guðmundsson, er afi hennar. Haukar ættu að komast í úrslitakeppnina en það er erfitt að sjá þá fara mikið ofar en í 5. sætið. En þetta er lið í sókn. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit 2011-12: 8. sæti Hin sautján ára Elín Klara Þorkelsdóttir er afar lofandi leikmaður.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 23,3 (5. sæti) Mörk á sig - 24,0 (5. sæti) Hlutfallsvarsla - 33,1 (4. sæti) Skotnýting - 52,1% (6. sæti) Tapaðir boltar - 11,6 (6. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá ÍBV Margrét Einarsdóttir frá Val Ólöf Maren Bjarnadóttir frá KA/Þór Gunnhildur Pétursdóttir heim úr námi Anna Lára Davíðsdóttir frá Gróttu Natasja Hammer frá Kyndli Farnar: Silja Möller til Neistans Ólöf Maren Bjarnadóttir til ÍBV (á láni) Lykilmaðurinn Annika Fríðheim Petersen (til vinstri) ásamt löndu sinni, Natöshu Hammer.haukar Færeysku miðin hafa reynst gjöful fyrir íslensk félög og Annika Fríðheim Petersen átti afar gott tímabil í marki Hauka á síðasta tímabili. Til marks um það voru aðeins þrjú lið voru með betri hlutfallsmarkvörslu en Haukar í fyrra. Annika, sem er landsliðsmarkvörður Færeyja, þarf að halda uppteknum hætti frá því á síðasta tímabili ef Haukar ætla að taka skref fram á við. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Hauka. Klippa: Haukar 6. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Afturelding HK Haukar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Fyrst tökum við fyrir liðin sem verða í botnbaráttunni en um leið í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Neðsta liðið fellur, liðið í sjöunda og næstneðsta sæti fer í umspil um að halda sér uppi en 6. sætið gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Afturelding endurheimti sæti sitt í Olís-deildinni á síðasta tímabili en hætt er við að veturinn verði erfiður í Mosfellsbænum. Haukum var spáð slæmu gengi fyrir síðasta tímabili en spiluðu vel úr sínum spilum og komust í úrslitakeppnina. HK missti hins vegar að sæti í úrslitakeppninni og þurfti að fara í umspil við Gróttu. HK-ingar hafa lítinn áhuga á að endurtaka þann leik. Afturelding í 8. sæti: Langur vetur í Mosfellsbænum Afturelding er komin aftur í Olís-deildina eftir eins árs fjarveru.afturelding Afturelding féll úr Olís-deildinni tímabilið 2019-20 en komst aftur upp í fyrstu tilraun. Mosfellingar unnu reyndar ekki Grill 66 deildina en markmiðið að endurheimta Olís-deildarsætið náðist. Síðast þegar Afturelding var í Olís-deildinni vann liðið bara einn leik af nítján og fékk aðeins þrjú stig. Hætt er við að árangurinn í vetur verði litlu betri. Mosfellingar virðast því miður vera með langslakasta lið deildarinnar og nær ómögulegt er að sjá þá halda sér uppi. Afturelding sótti nokkra leikmenn fyrir tímabilið en missti skyttuna öflugu, Önumariu Gugic. Mikið mun mæða á markverðinum Evu Dís Sigurðardóttur og leikstjórnandanum Katrínu Helgu Davíðsdóttur, markahæsta leikmanni Aftureldingar á síðasta tímabili. Guðmundur Helgi Pálsson er þjálfari Aftureldingar en hann tók við liðinu af Haraldi Þorvarðarsyni um mitt tímabilið 2019-20. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2020-21: B-deild (2. sæti) 2019-20: 8. sæti 2018-19: B-deild (1. sæti) 2017-18: B-deild (9. sæti) 2016-17: B-deild (6. sæti) 2015-16: 13. sæti 2014-15: Ekki með 2013-14: 12. sæti 2012-13: 10. sæti 2011-12: Ekki með Telma Rut Frímannsdóttir er ekki bara frambærileg handboltakona heldur einnig ein fremsta karatekona landsins.vísir/daníel Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sylvía Blöndal frá FH Ólöf Marín Hlynsdóttir frá ÍR Lovísa Líf Helenudóttir frá HK Ragna Sif Úlfarsdóttir frá Noregi Katrín Hallgrímsdóttir frá Víkingi Elín Krista Sigurðardóttir frá Selfossi Farnar: Anamaria Gugic til Ítalíu Birna Lára Guðmundsdóttir hætt Andra Ósk Þorkelsdóttir hætt Margrét Ýr Björnsdóttir til HK Ásdís Birta Alexandersdóttir Lykilmaðurinn Eva Dís Sigurðardóttir er í algjöru lykilhlutverki hjá Aftureldingu.afturelding Eva Dís Sigurðardóttir er einn efnilegasti markvörður landsins og er kominn á radarinn hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Péturssyni. Hann valdi hana í landsliðið síðasta vetur þrátt fyrir að hún væri að spila í Grill 66 deildinni. Mikið mun mæða á Evu Dís í vetur og hún ræður miklu um það hvernig Aftureldingu reiðir af. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Aftureldingar. Klippa: Afturelding 8. sæti HK í 7. sæti: Þynnri hópur en hæfileikarnir til staðar Hornamaðurinn Tinna Sól Björgvinsdóttir hefur verið viðloðandi landsliðið að undanförnu.vísir/hulda margrét Eftir gott tímabil 2019-20, þar sem HK lenti í 4. sæti, tók liðið skref aftur á bak í fyrra þrátt fyrir að vera með sterkari leikmannahóp. HK-ingar unnu aðeins fjóra leiki af fjórtán og þurftu að fara í umspil um að halda sér uppi. Hópurinn hjá HK hefur veikst umtalsvert í sumar en nokkrir leikmenn hafa lagt skóna á hilluna. Þeirra á meðal eru Kristín Guðmundsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir. Brotthvarf hinnar síðarnefndu skilur HK eftir án örvhentrar skyttu. Þá er landsliðskonan Sigríður Hauksdóttir meidd og verður frá um óákveðinn tíma. Skarð hennar verður vandfyllt. HK spilar mjög ákafan varnarleik með síbrotakonuna Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur fremsta í flokki en markvarslan hefur ekki verið nógu góð síðustu ár. HK-ingar eru með nokkra unga og hæfileikaríka leikmenn eins og Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur, Þóru Maríu Sigurjónsdóttur og Söru Katrínu Gunnarsdóttur sem var markahæst í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og valinn besti sóknarmaður hennar. HK verður væntanlega í hörkubaráttu við Hauka um að ná 6. sætinu mikilvæga. Ljóst er að innbyrðis leikir þessara liða munu skipta miklu þegar talið verður upp úr kössunum. Gengi HK undanfarinn áratug 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit 2011-12: 5. sæti+sex liða úrslit Sara Katrín Gunnarsdóttir gæti slegið í gegn í vetur.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 22,5 (6. sæti) Mörk á sig - 25,0 (7. sæti) Hlutfallsvarsla - 26,8% (7. sæti) Skotnýting - 53,1% (5. sæti) Tapaðir boltar - 12,3 (7. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Margrét Ýr Björnsdóttir frá Aftureldingu Farnar: Kristín Guðmundsdóttir hætt Lovísa Líf Helenudóttir til Aftureldingar Hafdís Shizuka Iura hætt Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hætt Heiðrún Berg Sverrisdóttir hætt Díana Kristín Sigmarsdóttir hætt Alexandra Von Gunnarsdóttir hætt Lykilmaðurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er í hópi bestu ungu leikmanna Olís-deildarinnar.vísir/bára Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var ein af stjörnum þarsíðasta tímabils og var þriðji markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar þegar hún sleit krossband í febrúar 2020. Hún sneri aftur um mitt síðasta tímabil og skoraði 34 mörk í níu leikjum. Jóhanna verður núna með frá byrjun og verður í risastóru hlutverki í sóknarleik HK. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika HK. Klippa: HK 7. sæti Haukar í 6. sæti: Sterkari en í fyrra en hverju skilar það? Rakel Sigurðardóttir fagnar á meðan Sara Odden hleypur til baka.vísir/hulda margrét Haukar þóttu ekki líklegir til afreka á síðasta tímabili enda höfðu þeir misst sterka leikmenn. En reynsluboltinn Gunnar Gunnarsson barði í brestina, Haukar enduðu í 6. sæti og komust í úrslitakeppnina. Færeyski markvörðurinn Annika Fríðheim Petersen reyndist Haukum vel og þá skutust ungir leikmenn á borð við Elínu Klöru Þorkelsdóttur fram á sjónarsviðið og stimpluðu sig inn í Olís-deildina. Haukar hafa fengið ágætan liðsstyrk í sumar og leikmannahópurinn er sterkari en á síðasta tímabili. Haukar fengu meðal annars Ástu Björt Júlíusdóttur frá ÍBV og líklega er ekkert lið deildarinnar jafn vel sett með örvhentar skyttur með hana og Bertu Rut Harðardóttur. Þá fengu Haukar markvörðinn Margréti Einarsdóttur frá Val og færeysku skyttuna Natösju Hammer. Þess má geta að gamla stórskyttan, Hans Guðmundsson, er afi hennar. Haukar ættu að komast í úrslitakeppnina en það er erfitt að sjá þá fara mikið ofar en í 5. sætið. En þetta er lið í sókn. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit 2011-12: 8. sæti Hin sautján ára Elín Klara Þorkelsdóttir er afar lofandi leikmaður.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 23,3 (5. sæti) Mörk á sig - 24,0 (5. sæti) Hlutfallsvarsla - 33,1 (4. sæti) Skotnýting - 52,1% (6. sæti) Tapaðir boltar - 11,6 (6. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá ÍBV Margrét Einarsdóttir frá Val Ólöf Maren Bjarnadóttir frá KA/Þór Gunnhildur Pétursdóttir heim úr námi Anna Lára Davíðsdóttir frá Gróttu Natasja Hammer frá Kyndli Farnar: Silja Möller til Neistans Ólöf Maren Bjarnadóttir til ÍBV (á láni) Lykilmaðurinn Annika Fríðheim Petersen (til vinstri) ásamt löndu sinni, Natöshu Hammer.haukar Færeysku miðin hafa reynst gjöful fyrir íslensk félög og Annika Fríðheim Petersen átti afar gott tímabil í marki Hauka á síðasta tímabili. Til marks um það voru aðeins þrjú lið voru með betri hlutfallsmarkvörslu en Haukar í fyrra. Annika, sem er landsliðsmarkvörður Færeyja, þarf að halda uppteknum hætti frá því á síðasta tímabili ef Haukar ætla að taka skref fram á við. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Hauka. Klippa: Haukar 6. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: B-deild (2. sæti) 2019-20: 8. sæti 2018-19: B-deild (1. sæti) 2017-18: B-deild (9. sæti) 2016-17: B-deild (6. sæti) 2015-16: 13. sæti 2014-15: Ekki með 2013-14: 12. sæti 2012-13: 10. sæti 2011-12: Ekki með
Komnar: Sylvía Blöndal frá FH Ólöf Marín Hlynsdóttir frá ÍR Lovísa Líf Helenudóttir frá HK Ragna Sif Úlfarsdóttir frá Noregi Katrín Hallgrímsdóttir frá Víkingi Elín Krista Sigurðardóttir frá Selfossi Farnar: Anamaria Gugic til Ítalíu Birna Lára Guðmundsdóttir hætt Andra Ósk Þorkelsdóttir hætt Margrét Ýr Björnsdóttir til HK Ásdís Birta Alexandersdóttir
2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit 2011-12: 5. sæti+sex liða úrslit
Mörk skoruð - 22,5 (6. sæti) Mörk á sig - 25,0 (7. sæti) Hlutfallsvarsla - 26,8% (7. sæti) Skotnýting - 53,1% (5. sæti) Tapaðir boltar - 12,3 (7. sæti)
Komnar: Margrét Ýr Björnsdóttir frá Aftureldingu Farnar: Kristín Guðmundsdóttir hætt Lovísa Líf Helenudóttir til Aftureldingar Hafdís Shizuka Iura hætt Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hætt Heiðrún Berg Sverrisdóttir hætt Díana Kristín Sigmarsdóttir hætt Alexandra Von Gunnarsdóttir hætt
2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit 2011-12: 8. sæti
Mörk skoruð - 23,3 (5. sæti) Mörk á sig - 24,0 (5. sæti) Hlutfallsvarsla - 33,1 (4. sæti) Skotnýting - 52,1% (6. sæti) Tapaðir boltar - 11,6 (6. sæti)
Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá ÍBV Margrét Einarsdóttir frá Val Ólöf Maren Bjarnadóttir frá KA/Þór Gunnhildur Pétursdóttir heim úr námi Anna Lára Davíðsdóttir frá Gróttu Natasja Hammer frá Kyndli Farnar: Silja Möller til Neistans Ólöf Maren Bjarnadóttir til ÍBV (á láni)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Afturelding HK Haukar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira