100 dagar til jóla: „Það eru gestirnir sem koma með jólin til mín“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2021 15:04 Bráðum koma blessuð jólin. Slagorð Ikea hefur löngum verið „Jólin þín byrja í Ikea“. Síðustu ár hafa jólin komið í Ikea í október en nágranninn Costco hefur nú þegar hafið sölu á einstaka jólavöru og þar geta jólabörn nú þegar fest kaup á mannhæðarháum hnotubrjót, jólaljósum og gjafapappír. „Við erum farin að undirbúa jólin og eins og á hverju ári þá er þetta að fara í gang á svipuðum tíma en þegar fer að líða á október, þá færumst við í jólabúning,“ segir Guðný. Jólavarningurinn er nú þegar farinn að berast í vöruhúsið en fer ekki upp í versluninni fyrr en í október og þá fara sömuleiðis hið vinsæla jólasmákökudeig í sölu. Í dag eru hundrað dagar til jóla. Vafalaust má skipta landsmönnum í tvo hópa eftir því hvort þeir eru byrjaðir að huga að og jafnvel hlakka til jóla, eða ekki. Fjöldi framleiðenda og smásöluaðila hefur hins vegar staðið í undirbúningi allt frá því í janúar, enda að mörgu að huga fyrir hátíðirnar. Söknuðu hangikjötslyktarinnar Flestir þeir sem Vísir ræddi við voru á því að jólin í fyrra hefðu verið afar sérstök vegna kórónuveirufaraldursins og sóttvarnaaðgerða til að hamla útbreiðslu SARS-CoV-2. Margir hlakka til þess að sjá geithafurinn fara upp við Ikea.Vísir/Vilhelm „Þau voru náttúrlega bara mjög skrýtin því við vorum með lokaða búð alveg til 10. desember,“ segir Guðný. Þá var veitingastaðurinn lokaður öll jólin. „Og hann er stór hluti af jólastemningunni því þá er jólamatur á matseðlinum og við fáum hangikjötslyktina í húsið. En nú stefnir í að aðstæður verði betri, að veitingastaðurinn verði opinn og að við fáum fleiri tækifæri til að leyfa jólunum að njóta sín í öllum hornum hússins. Við bara krossum fingur, því við bara söknuðum þess í fyrr og þetta var allt hálfskrýtið.“ Undir þetta tekur Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá innflutningsfyrirtækinu Innnes. „Við höfum lært það í þessum heimsfaraldri að það er ekkert sjálfsagt að hlutirnir gangi upp,“ segir hann. Slagorð Íslendinga; „Þetta reddast,“ eigi ekki alltaf við. „Heimsfaraldurinn hefur hægt á öllu. Það sem tók kannski þrjár vikur tekur sex vikur núna og það sem tók sex vikur tekur enn lengri tíma.“ Þannig hófu menn hjá Innnes undirbúningin fyrir jólavertíðina 2021 skömmu eftir áramót en Páll segir erlenda birgja þurfa að fá pantanir í tíma til að geta keypt hráefni og umbúðir, svo eitthvað sé nefnt. Um þessar mundir sé verið að ganga frá sendingum til landsins og tryggja að þær berist í tíma. „Eitthvað sem er ekki hægt að selja“ Í Jólagarðinum á Akureyri er hátíð allan ársins hring en Benedikt Ingi Grétarsson, annar eigenda garðsins, segir mestu breytinguna fyrir jól verða á gestunum sjálfum. Jólagarðurinn hefur verið starfræktur í meira en 25 ár.Vísir/Magnús Hlynur „Þegar þú kemur á sumrin eða á veturna þegar jólin eru búin eða það er langt í næstu jól þá ertu meira að sækja þér afþreyingu eða tilbreytingu, en þegar þú kemur og það eru hundrað dagar til jóla þá er það með öðru hugarfari,“ segir hann. „Þá ertu kominn til að sækja eitthvað sem er ekki hægt að selja.“ Benedikt á þarna við hinn sérstaka jólaanda sem margir upplifa í aðdraganda hátíðarinnar en hann segist einnig finna fyrir því að fólk sem kvíðir jafnvel jólunum leiti í Jólagarðinn til að upplifa stemninguna áður en stressið hellist yfir. „Ég hef alltaf sagt það í seinni tíð að það eru gestirnir sem koma með jólin til mín. Krakkarnir eru orðnir yfirspenntir þegar desember nálgast... Það er svolítið erfitt að lýsa þessu; þeir og fullorðna fólki... Þetta verður allt annað. Fullorðna fólkið er margt að leita að þessari ró sem er hérna og þessum anda, sem ekki allir finna.“ Sumarið í fyrra var metár í Jólagarðinum og Benedikt segir að sér hafi þótt vænt um það að heyra Íslendingana lýsa því hvað þeir væru ánægðir að geta ferðast og upplifað eitthvað skemmtilegt án þess að þurfa að fara fyrst út á flugvöll. Og í aðdraganda jóla, þegar sóttvarnareglur gerðu það að verkum að fólk beið í garðinum eftir að komast inn í jólahúsið, hefði það í langflestum tilfellum bara beðið rólegt og notið umhverfisins. Sykurskert jól? Gunnar segir að þrátt fyrir mikla sölu á sykurlausum drykkjum séu klassíska maltið og appelsínið svívinsælt. „Það eru nú bara einu sinni jól...“ „Við byrjum að skipuleggja jólin strax á eftir nýliðin jól, það er nú bara þannig,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar. „Það tekur tíma að fá aðföngin og ef við erum að gera breytingar þá geta þær tekið langan tíma. Jólin eru tími þar sem hefðirnar skipta miklu máli, þannig að við erum ekki að gera miklar breytingar á vörulínunni en það er alltaf eitthvað.“ Malt og appelsín njóta alltaf vinsælda en Gunnar segir sykurskerta gosdrykki nú telja um tvo þriðju af allri gosdrykkjasölu og því þarf ef til vill ekki að koma á óvart að sykurskert útgáfa jólablandsins og Gull Lite jólabjór hafi notið mikilla vinsælda um síðustu jól. „Það er auðvitað gríðarleg flóra í jólabjórunum og heilmikið fjör í kringum hann. Hlutdeild annarra bjóra minnkar mjög mikið á þessum tíma og jólabjórinn á svolítið sviðið,“ segir Gunnar, sem segir vöruþróunina gríðarlega mikla og mörg smærri brugghús að koma sterk inn. Von er á malt og appelsín í verslanir fyrstu vikuna í október og Gunnar segir vonir standa til þess að margumræddur dósaskortur muni ekki hafa áhrif á jólavertíðina. „Öll skipulagning miðar að því að Íslendingar fái jóladrykkina sína. Og mér sýnist það vera að takast. En þetta er svona smá aukastress,“ segir hann. Vegna kórónuveirufaraldursins neyddist Ölgerðin í fyrra til að fella niður hinn svokallaða J-dag, þegar Jóla-Tuborg fer á kranann hjá vertum. „Það er spurning hvernig þetta verður núna, hvernig samkomutakmarkanirnar verða, en við erum að minnsta kosti að skipuleggja þetta og búa okkur undir daginn,“ segir Gunnar. Fengu kvartanir þegar þau fóru til Tene Húsið er eitt fallegasta skreytta húsið á Selfossi, ef ekki á landinu.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við fluttum í húsið fyrir 21 ári og ætli við höfum ekki skreytt það svona í 15 ár,“ segir Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir, sem á eitt mest og best skreytta „jólahúsið“ á Selfossi. Sólveig, sem er jafnan kölluð Lóló, viðurkennir að vera þegar farin að huga að því að skreyta húsið en það gerist þó ekki fyrr en í nóvember, helgina áður en kveikt er á jólaljósunum í bænum. „Krakkarnir koma austur og það koma allir að hjálpa. Þá skellum við í pönnukökur eða erum með góðan mat,“ segir hún. „Þetta er mjög skipulagt; þegar við göngum frá þá reynum við að hafa þetta þannig. Þetta er stundum svolítið dúllerí fyrir okkur að ganga frá í nokkra daga á eftir en að hengja upp tekur einn dag.“ Þegar menn eru jafn duglegir að skreyta hús sín og Lóló og fjölskylda þarf að huga að því í aðdraganda jóla að allar perur séu í lagi og annað skraut. „Við reynum yfirleitt að kaupa í janúar ef það vantar eitthvað,“ segir Lóló. Skreytingarnar séu yfirleitt svipaðar en ein grundvallarbreyting orðið á. „Við erum komin í LED núna. Og notum dimmer til að fara betur með perurnar,“ útskýrir hún. Lóló segir nokkra pressu að eiga jólahús. Þemað hjá Lóló í fyrra var antíkbleikt.Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir „Það eru smá kröfur gerðar til okkar. Einhvern tímann fórum við til Tenerife yfir jólin með alla fjölskylduna og þá settum við bara upp einföld ljós. Þá fengum við kvartanir,“ segir hún og hlær. Spurð að því hvernig það hafi verið að upplifa jól á Tene segir Lóló fjölskylduna hafa kunnað ágætlega við að prófa eitthvað nýtt. Þau hafi hins vegar saknað hefðbundins aðfangadags. Í fyrra breytti Lóló aftur til og var með antíkbleikt þema innanhúss. Þá skreyttu fallegar bóndarósir jólatréð. „Það var ógeðslega flott,“ segir Lóló og gerir ráð fyrir að endurtaka leikinn í ár. En hvað þótti krökkunum? „Þau elskuðu það því mömmu fannst það flott,“ segir hún. Börnin komi heim í hreiðrið hver jól. „Það vilja allir vera heima á jólunum.“ Jól Jólaskraut Jólamatur Jóladrykkir Verslun IKEA Costco Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Við erum farin að undirbúa jólin og eins og á hverju ári þá er þetta að fara í gang á svipuðum tíma en þegar fer að líða á október, þá færumst við í jólabúning,“ segir Guðný. Jólavarningurinn er nú þegar farinn að berast í vöruhúsið en fer ekki upp í versluninni fyrr en í október og þá fara sömuleiðis hið vinsæla jólasmákökudeig í sölu. Í dag eru hundrað dagar til jóla. Vafalaust má skipta landsmönnum í tvo hópa eftir því hvort þeir eru byrjaðir að huga að og jafnvel hlakka til jóla, eða ekki. Fjöldi framleiðenda og smásöluaðila hefur hins vegar staðið í undirbúningi allt frá því í janúar, enda að mörgu að huga fyrir hátíðirnar. Söknuðu hangikjötslyktarinnar Flestir þeir sem Vísir ræddi við voru á því að jólin í fyrra hefðu verið afar sérstök vegna kórónuveirufaraldursins og sóttvarnaaðgerða til að hamla útbreiðslu SARS-CoV-2. Margir hlakka til þess að sjá geithafurinn fara upp við Ikea.Vísir/Vilhelm „Þau voru náttúrlega bara mjög skrýtin því við vorum með lokaða búð alveg til 10. desember,“ segir Guðný. Þá var veitingastaðurinn lokaður öll jólin. „Og hann er stór hluti af jólastemningunni því þá er jólamatur á matseðlinum og við fáum hangikjötslyktina í húsið. En nú stefnir í að aðstæður verði betri, að veitingastaðurinn verði opinn og að við fáum fleiri tækifæri til að leyfa jólunum að njóta sín í öllum hornum hússins. Við bara krossum fingur, því við bara söknuðum þess í fyrr og þetta var allt hálfskrýtið.“ Undir þetta tekur Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá innflutningsfyrirtækinu Innnes. „Við höfum lært það í þessum heimsfaraldri að það er ekkert sjálfsagt að hlutirnir gangi upp,“ segir hann. Slagorð Íslendinga; „Þetta reddast,“ eigi ekki alltaf við. „Heimsfaraldurinn hefur hægt á öllu. Það sem tók kannski þrjár vikur tekur sex vikur núna og það sem tók sex vikur tekur enn lengri tíma.“ Þannig hófu menn hjá Innnes undirbúningin fyrir jólavertíðina 2021 skömmu eftir áramót en Páll segir erlenda birgja þurfa að fá pantanir í tíma til að geta keypt hráefni og umbúðir, svo eitthvað sé nefnt. Um þessar mundir sé verið að ganga frá sendingum til landsins og tryggja að þær berist í tíma. „Eitthvað sem er ekki hægt að selja“ Í Jólagarðinum á Akureyri er hátíð allan ársins hring en Benedikt Ingi Grétarsson, annar eigenda garðsins, segir mestu breytinguna fyrir jól verða á gestunum sjálfum. Jólagarðurinn hefur verið starfræktur í meira en 25 ár.Vísir/Magnús Hlynur „Þegar þú kemur á sumrin eða á veturna þegar jólin eru búin eða það er langt í næstu jól þá ertu meira að sækja þér afþreyingu eða tilbreytingu, en þegar þú kemur og það eru hundrað dagar til jóla þá er það með öðru hugarfari,“ segir hann. „Þá ertu kominn til að sækja eitthvað sem er ekki hægt að selja.“ Benedikt á þarna við hinn sérstaka jólaanda sem margir upplifa í aðdraganda hátíðarinnar en hann segist einnig finna fyrir því að fólk sem kvíðir jafnvel jólunum leiti í Jólagarðinn til að upplifa stemninguna áður en stressið hellist yfir. „Ég hef alltaf sagt það í seinni tíð að það eru gestirnir sem koma með jólin til mín. Krakkarnir eru orðnir yfirspenntir þegar desember nálgast... Það er svolítið erfitt að lýsa þessu; þeir og fullorðna fólki... Þetta verður allt annað. Fullorðna fólkið er margt að leita að þessari ró sem er hérna og þessum anda, sem ekki allir finna.“ Sumarið í fyrra var metár í Jólagarðinum og Benedikt segir að sér hafi þótt vænt um það að heyra Íslendingana lýsa því hvað þeir væru ánægðir að geta ferðast og upplifað eitthvað skemmtilegt án þess að þurfa að fara fyrst út á flugvöll. Og í aðdraganda jóla, þegar sóttvarnareglur gerðu það að verkum að fólk beið í garðinum eftir að komast inn í jólahúsið, hefði það í langflestum tilfellum bara beðið rólegt og notið umhverfisins. Sykurskert jól? Gunnar segir að þrátt fyrir mikla sölu á sykurlausum drykkjum séu klassíska maltið og appelsínið svívinsælt. „Það eru nú bara einu sinni jól...“ „Við byrjum að skipuleggja jólin strax á eftir nýliðin jól, það er nú bara þannig,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar. „Það tekur tíma að fá aðföngin og ef við erum að gera breytingar þá geta þær tekið langan tíma. Jólin eru tími þar sem hefðirnar skipta miklu máli, þannig að við erum ekki að gera miklar breytingar á vörulínunni en það er alltaf eitthvað.“ Malt og appelsín njóta alltaf vinsælda en Gunnar segir sykurskerta gosdrykki nú telja um tvo þriðju af allri gosdrykkjasölu og því þarf ef til vill ekki að koma á óvart að sykurskert útgáfa jólablandsins og Gull Lite jólabjór hafi notið mikilla vinsælda um síðustu jól. „Það er auðvitað gríðarleg flóra í jólabjórunum og heilmikið fjör í kringum hann. Hlutdeild annarra bjóra minnkar mjög mikið á þessum tíma og jólabjórinn á svolítið sviðið,“ segir Gunnar, sem segir vöruþróunina gríðarlega mikla og mörg smærri brugghús að koma sterk inn. Von er á malt og appelsín í verslanir fyrstu vikuna í október og Gunnar segir vonir standa til þess að margumræddur dósaskortur muni ekki hafa áhrif á jólavertíðina. „Öll skipulagning miðar að því að Íslendingar fái jóladrykkina sína. Og mér sýnist það vera að takast. En þetta er svona smá aukastress,“ segir hann. Vegna kórónuveirufaraldursins neyddist Ölgerðin í fyrra til að fella niður hinn svokallaða J-dag, þegar Jóla-Tuborg fer á kranann hjá vertum. „Það er spurning hvernig þetta verður núna, hvernig samkomutakmarkanirnar verða, en við erum að minnsta kosti að skipuleggja þetta og búa okkur undir daginn,“ segir Gunnar. Fengu kvartanir þegar þau fóru til Tene Húsið er eitt fallegasta skreytta húsið á Selfossi, ef ekki á landinu.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við fluttum í húsið fyrir 21 ári og ætli við höfum ekki skreytt það svona í 15 ár,“ segir Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir, sem á eitt mest og best skreytta „jólahúsið“ á Selfossi. Sólveig, sem er jafnan kölluð Lóló, viðurkennir að vera þegar farin að huga að því að skreyta húsið en það gerist þó ekki fyrr en í nóvember, helgina áður en kveikt er á jólaljósunum í bænum. „Krakkarnir koma austur og það koma allir að hjálpa. Þá skellum við í pönnukökur eða erum með góðan mat,“ segir hún. „Þetta er mjög skipulagt; þegar við göngum frá þá reynum við að hafa þetta þannig. Þetta er stundum svolítið dúllerí fyrir okkur að ganga frá í nokkra daga á eftir en að hengja upp tekur einn dag.“ Þegar menn eru jafn duglegir að skreyta hús sín og Lóló og fjölskylda þarf að huga að því í aðdraganda jóla að allar perur séu í lagi og annað skraut. „Við reynum yfirleitt að kaupa í janúar ef það vantar eitthvað,“ segir Lóló. Skreytingarnar séu yfirleitt svipaðar en ein grundvallarbreyting orðið á. „Við erum komin í LED núna. Og notum dimmer til að fara betur með perurnar,“ útskýrir hún. Lóló segir nokkra pressu að eiga jólahús. Þemað hjá Lóló í fyrra var antíkbleikt.Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir „Það eru smá kröfur gerðar til okkar. Einhvern tímann fórum við til Tenerife yfir jólin með alla fjölskylduna og þá settum við bara upp einföld ljós. Þá fengum við kvartanir,“ segir hún og hlær. Spurð að því hvernig það hafi verið að upplifa jól á Tene segir Lóló fjölskylduna hafa kunnað ágætlega við að prófa eitthvað nýtt. Þau hafi hins vegar saknað hefðbundins aðfangadags. Í fyrra breytti Lóló aftur til og var með antíkbleikt þema innanhúss. Þá skreyttu fallegar bóndarósir jólatréð. „Það var ógeðslega flott,“ segir Lóló og gerir ráð fyrir að endurtaka leikinn í ár. En hvað þótti krökkunum? „Þau elskuðu það því mömmu fannst það flott,“ segir hún. Börnin komi heim í hreiðrið hver jól. „Það vilja allir vera heima á jólunum.“
Jól Jólaskraut Jólamatur Jóladrykkir Verslun IKEA Costco Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira