Velkomin heim Heiða Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 14:30 Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun