Tími sósíalismans er kominn Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. september 2021 15:15 Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun