Lýðræði í utanríkismálum? Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. september 2021 09:30 Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun