Réttarhöld hafin í milljóna króna skaðabótamáli vegna Ischgl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2021 14:09 Frá Ischgl í Austurríki sem iðaði af lífi þegar kórónuveirufaraldurinn fór á fullt. Fólk frá öllum hornum Evrópu skemmti sér saman og hélt svo heim, margir hverjir smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/EPA Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið. Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33