Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 14:55 Samfylkingin hefur teflt Kristrúnu Frostadóttur fram sem helsta talsmanni sínum í efnahagsmálum í kosningabaráttunni. Hún var aðalhagfræðingur Kviku banka áður en hún sneri sér að stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. Viðskiptablaðið sagði frá því í gær að skattyfirvöld hefðu til skoðunar skattskil vegna áskriftarréttindakerfis Kviku banka sem deilur stæðu um hvort að skattleggja ætti sem laun eða fjármagnstekjur. Var rannsóknin sett í samhengi við Kristrúnu sem var aðalhagfræðingur bankans frá byrjun árs 2018. Komið hefur fram að nokkrir stjórnendur Kviku hafi nýtt sér kaupréttarhlunnindi sín og í sumum tilfellum hagnast um tugi milljóna á því að selja hlutabréf á markaðsvirði sem þeir fengu á sérstökum kjörum frá bankanum. Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, staðfestir við Vísi að bankinn hafi átt í samskiptum við skattayfirvöld út af gömlum áskriftarréttindum sem voru gefin út árið 2016 og eru ekki lengur í gildi. Tilkynnt var um ráðningu Kristrúnar til Kviku í desember árið 2017 og sagt að hún tæki við starfi aðalhagfræðings í janúar árið 2018. Hún hóf því störf að minnsta kosti heilu ári eftir að áskriftaréttindin sem skattyfirvöld spyrjast nú fyrir um voru gefin út. Morgunblaðið fylgdi í kjölfarið og sagði að Kristrún hefði gengið út úr Kviku með „tugi milljóna í vasanum“ í viðtali við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í dag. Kristrún lýsti umfjöllun blaðanna tveggja sem „uppgjöf og örvæntingu íhaldsins“ í röð tísta í dag og sakaði miðlana um að afbaka staðreyndir um persónulegan fjárhag sinn. „Samantekin ráð virðast nú vera hjá [Morgunblaðinu] og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri, gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum,“ tísti Kristún. Uppgjöf og örvænting íhaldsins. Samantekin ráð virðast nú vera hjá MBL og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri, gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum. 1/17— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) September 20, 2021 Hefði tapað öllu ef bréfin hefðu lækkað í verði Lýsir Kristrún því að hún hafi sett stóran hluta af persónulegum sparnaði sínum og eigimanns síns í réttindi fyrir hlut í bankanum þegar hún hóf störf hjá Kviku. Þeim hjónum hafi munað mikið um þá upphæð þar sem þau hafi haft lítið á milli handanna enda nýkomin úr námi og vinnu. Bendir hún á að þau hefðu tapað allri fjárfestingunni hefði verð á hlutabréfunum staðið í stað, hækkað hóflega eða lækkað. „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ tísti oddvitinn. Heldur Kristrún því fram að Viðskiptablaðið reyni að tengja saman tvö ólík mál þegar hún er nefnd í tengslum við rannsókn á Kviku. „Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera,“ segir Kristrún sem fullyrðir að hún hafi borgað sína skatta af fjárfestingunni. Það sé ekki í hennar höndum hversu mikinn skatt hún greiði af fjárfestingunni og þá sé hún ekki með hana í sérstöku félagi þar sem hún geti skammtað sér fjármagn. Yfirlýsingu Kristúnar í heild, sem hún birtir á samfélagsmiðlum, má sjá að neðan. Uppgjöf og örvænting íhaldsins. Samantekin ráð virðast nú vera hjá Mogganum og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri og gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum. Illa hefur gengið hjá þeim að svara málflutningi mínum og okkar í Samfylkingunni um lífskjarabreytingarnar sem eru vel gerlegar með jafnaðarmannastjórn og þá fara menn í örvæntingarkasti að snúa út úr og afbaka staðreyndir um minn persónulega fjárhag. Þeir hafa nákvæmlega ekkert efnislega fram að færa. Ég er víst ekki nógu mikill jafnaðarmaður vilja þeir halda fram. Ástæðan verandi sú að stuttu eftir að ég flutti heim úr námi og hóf störf í Kviku þá setti ég stóran hluta af persónulegum sparnaði mínum og mannsins míns í réttindi fyrir hlut í bankanum. Upphæð sem okkur munaði mjög mikið um. Þarna erum við hjónin nýkomin úr námi og vinnu, með lítið á milli handanna, en tókum þá ákvörðun um að leggja í þessa fjárfestingu. Ef verð á bréfum í bankanum hefði staðið í stað, eða jafnvel aðeins hækkað hóflega, hvað þá lækkað, hefðum við tapað allri fjárfestingunni. Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út, eins og margar fjárfestingar á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði. Viðskiptablaðið reynir í nýlegri umfjöllun í aðdraganda kosninga að tengja saman tvö ólík mál sem snúa að rannsókn á Kviku og mínum kaupum í bankanum. Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera. Ég hef borgað mína skatta af þessari fjárfestingu sem ég borgaði fyrir og er í raun ekki í stöðu til að ákvarða hversu mikla skatta ég greiði af því. Ég er nefnilega ekki með mínar fjárfestingar í sérstöku félagi þar sem ég skammta mér fjármagn. Hitt er að annað mál að einmitt vegna þess að ég hef sjálf átt auka fjármagn til að fjárfesta, veit ég hvernig fjármagn getur einmitt af sér meira fjármagn. Sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég er stuðningskona þess að fjármagn sé skattlagt meira. Aldrei myndi mér detta í hug að gera lítið úr mínum forréttindum. Ég er afsprengi velferðarsamfélags, það er ástæðan fyrir því að ég er nú í framboði fyrir jafnaðarmannaflokk. Því ég hef trú á mikilvægi stuðningskerfanna okkar. Ég hef einnig verið gríðarlega heppin í lífinu, kem frá sterkum félagslegum grunni þó fjármagnið hafi ekki flætt á mínu heimili. Og er mjög meðvituð um það. Slíkri velgengni þarf þó ekki að fylgja firring fyrir stöðu annarra. Jafnaðarmenn eru ekki á móti markaðnum, við viljum ekki leggja niður hlutabréfafjárfestingar eða koma í veg fyrir verðbréfafjárfestingar. Þetta er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í pólítík því ég var þreytt á því að hægri menn eigni sér atvinnu- og viðskiptalífið. Það er fáránleg afstaða. Mín reynsla á markaði hefur einmitt dýpkað skilning minn á eðli hans. Jafnaðarmenn skilja nefnilega að markaðir bresta, og að markaðurinn er langt í frá hlutlaus. Afleiðingar hans eru afleiðingar af þeim ramma sem við í samfélaginu sköpum. Við búum til leikreglurnar hér. Það er ákvörðun að skattleggja fjármagn minna en launatekjur, ekki náttúrulögmál. Aðgerðir gegn eignaójöfnuði fela ekki í sér eignaupptöku eða neikvæðni gagnvart fjárfestingum á markaði. Langt í frá. Þær snúast um að gæðunum sé skipt með réttlátum hætti. Einstaklingar sem hafa verið heppnir að áskotnast auka fjármagn til fjárfestinga geta hagnast mun meira en aðrir einmitt vegna þess að við höfum öll í þessu samfélagi greitt inn í sameiginlega sjóði sem undirbyggja rammann sem heldur utan um markaðshagkerfið þar sem umrætt fjármagn er ávaxtað. Þess vegna er nákvæmlega ekkert athugavert við að þeir aðilar sem eru í aðstöðu til að fjárfesta og njóta góðs af þessum ramma umfram annað fólk greiði fyrir þann umfram ábata – einfaldlega í samræmi við sín forréttindi. Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun, og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku. Ég ætla ekki að leggjast flöt fyrir þessu, þið getið gleymt því. Þetta styrkir mig og okkur í Samfylkingunni bara í þeirri trú að við séum á réttri braut. Íslenskir bankar Skattar og tollar Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Viðskiptablaðið sagði frá því í gær að skattyfirvöld hefðu til skoðunar skattskil vegna áskriftarréttindakerfis Kviku banka sem deilur stæðu um hvort að skattleggja ætti sem laun eða fjármagnstekjur. Var rannsóknin sett í samhengi við Kristrúnu sem var aðalhagfræðingur bankans frá byrjun árs 2018. Komið hefur fram að nokkrir stjórnendur Kviku hafi nýtt sér kaupréttarhlunnindi sín og í sumum tilfellum hagnast um tugi milljóna á því að selja hlutabréf á markaðsvirði sem þeir fengu á sérstökum kjörum frá bankanum. Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, staðfestir við Vísi að bankinn hafi átt í samskiptum við skattayfirvöld út af gömlum áskriftarréttindum sem voru gefin út árið 2016 og eru ekki lengur í gildi. Tilkynnt var um ráðningu Kristrúnar til Kviku í desember árið 2017 og sagt að hún tæki við starfi aðalhagfræðings í janúar árið 2018. Hún hóf því störf að minnsta kosti heilu ári eftir að áskriftaréttindin sem skattyfirvöld spyrjast nú fyrir um voru gefin út. Morgunblaðið fylgdi í kjölfarið og sagði að Kristrún hefði gengið út úr Kviku með „tugi milljóna í vasanum“ í viðtali við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í dag. Kristrún lýsti umfjöllun blaðanna tveggja sem „uppgjöf og örvæntingu íhaldsins“ í röð tísta í dag og sakaði miðlana um að afbaka staðreyndir um persónulegan fjárhag sinn. „Samantekin ráð virðast nú vera hjá [Morgunblaðinu] og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri, gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum,“ tísti Kristún. Uppgjöf og örvænting íhaldsins. Samantekin ráð virðast nú vera hjá MBL og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri, gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum. 1/17— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) September 20, 2021 Hefði tapað öllu ef bréfin hefðu lækkað í verði Lýsir Kristrún því að hún hafi sett stóran hluta af persónulegum sparnaði sínum og eigimanns síns í réttindi fyrir hlut í bankanum þegar hún hóf störf hjá Kviku. Þeim hjónum hafi munað mikið um þá upphæð þar sem þau hafi haft lítið á milli handanna enda nýkomin úr námi og vinnu. Bendir hún á að þau hefðu tapað allri fjárfestingunni hefði verð á hlutabréfunum staðið í stað, hækkað hóflega eða lækkað. „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ tísti oddvitinn. Heldur Kristrún því fram að Viðskiptablaðið reyni að tengja saman tvö ólík mál þegar hún er nefnd í tengslum við rannsókn á Kviku. „Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera,“ segir Kristrún sem fullyrðir að hún hafi borgað sína skatta af fjárfestingunni. Það sé ekki í hennar höndum hversu mikinn skatt hún greiði af fjárfestingunni og þá sé hún ekki með hana í sérstöku félagi þar sem hún geti skammtað sér fjármagn. Yfirlýsingu Kristúnar í heild, sem hún birtir á samfélagsmiðlum, má sjá að neðan. Uppgjöf og örvænting íhaldsins. Samantekin ráð virðast nú vera hjá Mogganum og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri og gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum. Illa hefur gengið hjá þeim að svara málflutningi mínum og okkar í Samfylkingunni um lífskjarabreytingarnar sem eru vel gerlegar með jafnaðarmannastjórn og þá fara menn í örvæntingarkasti að snúa út úr og afbaka staðreyndir um minn persónulega fjárhag. Þeir hafa nákvæmlega ekkert efnislega fram að færa. Ég er víst ekki nógu mikill jafnaðarmaður vilja þeir halda fram. Ástæðan verandi sú að stuttu eftir að ég flutti heim úr námi og hóf störf í Kviku þá setti ég stóran hluta af persónulegum sparnaði mínum og mannsins míns í réttindi fyrir hlut í bankanum. Upphæð sem okkur munaði mjög mikið um. Þarna erum við hjónin nýkomin úr námi og vinnu, með lítið á milli handanna, en tókum þá ákvörðun um að leggja í þessa fjárfestingu. Ef verð á bréfum í bankanum hefði staðið í stað, eða jafnvel aðeins hækkað hóflega, hvað þá lækkað, hefðum við tapað allri fjárfestingunni. Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út, eins og margar fjárfestingar á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði. Viðskiptablaðið reynir í nýlegri umfjöllun í aðdraganda kosninga að tengja saman tvö ólík mál sem snúa að rannsókn á Kviku og mínum kaupum í bankanum. Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera. Ég hef borgað mína skatta af þessari fjárfestingu sem ég borgaði fyrir og er í raun ekki í stöðu til að ákvarða hversu mikla skatta ég greiði af því. Ég er nefnilega ekki með mínar fjárfestingar í sérstöku félagi þar sem ég skammta mér fjármagn. Hitt er að annað mál að einmitt vegna þess að ég hef sjálf átt auka fjármagn til að fjárfesta, veit ég hvernig fjármagn getur einmitt af sér meira fjármagn. Sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég er stuðningskona þess að fjármagn sé skattlagt meira. Aldrei myndi mér detta í hug að gera lítið úr mínum forréttindum. Ég er afsprengi velferðarsamfélags, það er ástæðan fyrir því að ég er nú í framboði fyrir jafnaðarmannaflokk. Því ég hef trú á mikilvægi stuðningskerfanna okkar. Ég hef einnig verið gríðarlega heppin í lífinu, kem frá sterkum félagslegum grunni þó fjármagnið hafi ekki flætt á mínu heimili. Og er mjög meðvituð um það. Slíkri velgengni þarf þó ekki að fylgja firring fyrir stöðu annarra. Jafnaðarmenn eru ekki á móti markaðnum, við viljum ekki leggja niður hlutabréfafjárfestingar eða koma í veg fyrir verðbréfafjárfestingar. Þetta er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í pólítík því ég var þreytt á því að hægri menn eigni sér atvinnu- og viðskiptalífið. Það er fáránleg afstaða. Mín reynsla á markaði hefur einmitt dýpkað skilning minn á eðli hans. Jafnaðarmenn skilja nefnilega að markaðir bresta, og að markaðurinn er langt í frá hlutlaus. Afleiðingar hans eru afleiðingar af þeim ramma sem við í samfélaginu sköpum. Við búum til leikreglurnar hér. Það er ákvörðun að skattleggja fjármagn minna en launatekjur, ekki náttúrulögmál. Aðgerðir gegn eignaójöfnuði fela ekki í sér eignaupptöku eða neikvæðni gagnvart fjárfestingum á markaði. Langt í frá. Þær snúast um að gæðunum sé skipt með réttlátum hætti. Einstaklingar sem hafa verið heppnir að áskotnast auka fjármagn til fjárfestinga geta hagnast mun meira en aðrir einmitt vegna þess að við höfum öll í þessu samfélagi greitt inn í sameiginlega sjóði sem undirbyggja rammann sem heldur utan um markaðshagkerfið þar sem umrætt fjármagn er ávaxtað. Þess vegna er nákvæmlega ekkert athugavert við að þeir aðilar sem eru í aðstöðu til að fjárfesta og njóta góðs af þessum ramma umfram annað fólk greiði fyrir þann umfram ábata – einfaldlega í samræmi við sín forréttindi. Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun, og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku. Ég ætla ekki að leggjast flöt fyrir þessu, þið getið gleymt því. Þetta styrkir mig og okkur í Samfylkingunni bara í þeirri trú að við séum á réttri braut.
Uppgjöf og örvænting íhaldsins. Samantekin ráð virðast nú vera hjá Mogganum og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri og gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum. Illa hefur gengið hjá þeim að svara málflutningi mínum og okkar í Samfylkingunni um lífskjarabreytingarnar sem eru vel gerlegar með jafnaðarmannastjórn og þá fara menn í örvæntingarkasti að snúa út úr og afbaka staðreyndir um minn persónulega fjárhag. Þeir hafa nákvæmlega ekkert efnislega fram að færa. Ég er víst ekki nógu mikill jafnaðarmaður vilja þeir halda fram. Ástæðan verandi sú að stuttu eftir að ég flutti heim úr námi og hóf störf í Kviku þá setti ég stóran hluta af persónulegum sparnaði mínum og mannsins míns í réttindi fyrir hlut í bankanum. Upphæð sem okkur munaði mjög mikið um. Þarna erum við hjónin nýkomin úr námi og vinnu, með lítið á milli handanna, en tókum þá ákvörðun um að leggja í þessa fjárfestingu. Ef verð á bréfum í bankanum hefði staðið í stað, eða jafnvel aðeins hækkað hóflega, hvað þá lækkað, hefðum við tapað allri fjárfestingunni. Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út, eins og margar fjárfestingar á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði. Viðskiptablaðið reynir í nýlegri umfjöllun í aðdraganda kosninga að tengja saman tvö ólík mál sem snúa að rannsókn á Kviku og mínum kaupum í bankanum. Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera. Ég hef borgað mína skatta af þessari fjárfestingu sem ég borgaði fyrir og er í raun ekki í stöðu til að ákvarða hversu mikla skatta ég greiði af því. Ég er nefnilega ekki með mínar fjárfestingar í sérstöku félagi þar sem ég skammta mér fjármagn. Hitt er að annað mál að einmitt vegna þess að ég hef sjálf átt auka fjármagn til að fjárfesta, veit ég hvernig fjármagn getur einmitt af sér meira fjármagn. Sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég er stuðningskona þess að fjármagn sé skattlagt meira. Aldrei myndi mér detta í hug að gera lítið úr mínum forréttindum. Ég er afsprengi velferðarsamfélags, það er ástæðan fyrir því að ég er nú í framboði fyrir jafnaðarmannaflokk. Því ég hef trú á mikilvægi stuðningskerfanna okkar. Ég hef einnig verið gríðarlega heppin í lífinu, kem frá sterkum félagslegum grunni þó fjármagnið hafi ekki flætt á mínu heimili. Og er mjög meðvituð um það. Slíkri velgengni þarf þó ekki að fylgja firring fyrir stöðu annarra. Jafnaðarmenn eru ekki á móti markaðnum, við viljum ekki leggja niður hlutabréfafjárfestingar eða koma í veg fyrir verðbréfafjárfestingar. Þetta er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í pólítík því ég var þreytt á því að hægri menn eigni sér atvinnu- og viðskiptalífið. Það er fáránleg afstaða. Mín reynsla á markaði hefur einmitt dýpkað skilning minn á eðli hans. Jafnaðarmenn skilja nefnilega að markaðir bresta, og að markaðurinn er langt í frá hlutlaus. Afleiðingar hans eru afleiðingar af þeim ramma sem við í samfélaginu sköpum. Við búum til leikreglurnar hér. Það er ákvörðun að skattleggja fjármagn minna en launatekjur, ekki náttúrulögmál. Aðgerðir gegn eignaójöfnuði fela ekki í sér eignaupptöku eða neikvæðni gagnvart fjárfestingum á markaði. Langt í frá. Þær snúast um að gæðunum sé skipt með réttlátum hætti. Einstaklingar sem hafa verið heppnir að áskotnast auka fjármagn til fjárfestinga geta hagnast mun meira en aðrir einmitt vegna þess að við höfum öll í þessu samfélagi greitt inn í sameiginlega sjóði sem undirbyggja rammann sem heldur utan um markaðshagkerfið þar sem umrætt fjármagn er ávaxtað. Þess vegna er nákvæmlega ekkert athugavert við að þeir aðilar sem eru í aðstöðu til að fjárfesta og njóta góðs af þessum ramma umfram annað fólk greiði fyrir þann umfram ábata – einfaldlega í samræmi við sín forréttindi. Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun, og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku. Ég ætla ekki að leggjast flöt fyrir þessu, þið getið gleymt því. Þetta styrkir mig og okkur í Samfylkingunni bara í þeirri trú að við séum á réttri braut.
Íslenskir bankar Skattar og tollar Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira