Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Snorri Másson skrifar 21. september 2021 18:48 Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar og Andrés Jónsson almannatengill. Vísir Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur. Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur.
Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55
„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47
Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38