Viltu svona samfélag? Árni Múli Jónasson skrifar 22. september 2021 12:45 Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum. Miðað við nágrannalönd Íslendinga eru óvenjumargir hér á landi sem telja að pólitísk sambönd skipti miklu máli fyrir tækifærin í lífinu. Ísland líkist meira Rússlandi en Norðurlöndunum hvað þetta viðhorf varðar. Þetta kemur fram í Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni sem kynnt verður í dag.“ Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu 28. janúar sl. niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Spillingarvísitala Íslands hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár og gerði það líka milli áranna 2019 og 2020. Danmörk er allra efst á listanum nú með 88 stig af 100 mögulegum (0 þýðir mikil spilling en 100 þýðir lítil spilling). Finnland og Svíþjóð eru þar í þriðja sæti með 85 stig og Noregur í sjöunda sæti með 84 stig. Ísland er hins vegar í 17. sæti á listanum með 75 stig en var með 78 stig á listanum árið 2019 og í 11. sæti þá. Niðurstaða mælingarinnar á Íslandi er því mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ísland er með öðrum orðum langspilltast allra Norðurlandanna. Svona er staðan hér á landi 13 árum eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu! Svona er nú staðan 5 árum eftir birtingu Panamaskjalanna þar sem íslenskir stjórnmálamenn og auðmenn vöktu heimsathygli fyrir mikinn vilja sinn til að fela auðinn í útlendum skattaskjólum! Hélstu að þetta yrði svona? Viltu svona samfélagi? Ef þú vilt ekki að íslenskt samfélag sé svona og verði svona áfram skaltu kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins, „Ráðumst að rótum spillingar“. Og ef þú hefur fengið miklu meira en nóg af þessu sukki og siðleysi geturðu látið það álit þitt í ljós með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti: Kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum. Miðað við nágrannalönd Íslendinga eru óvenjumargir hér á landi sem telja að pólitísk sambönd skipti miklu máli fyrir tækifærin í lífinu. Ísland líkist meira Rússlandi en Norðurlöndunum hvað þetta viðhorf varðar. Þetta kemur fram í Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni sem kynnt verður í dag.“ Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu 28. janúar sl. niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Spillingarvísitala Íslands hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár og gerði það líka milli áranna 2019 og 2020. Danmörk er allra efst á listanum nú með 88 stig af 100 mögulegum (0 þýðir mikil spilling en 100 þýðir lítil spilling). Finnland og Svíþjóð eru þar í þriðja sæti með 85 stig og Noregur í sjöunda sæti með 84 stig. Ísland er hins vegar í 17. sæti á listanum með 75 stig en var með 78 stig á listanum árið 2019 og í 11. sæti þá. Niðurstaða mælingarinnar á Íslandi er því mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ísland er með öðrum orðum langspilltast allra Norðurlandanna. Svona er staðan hér á landi 13 árum eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu! Svona er nú staðan 5 árum eftir birtingu Panamaskjalanna þar sem íslenskir stjórnmálamenn og auðmenn vöktu heimsathygli fyrir mikinn vilja sinn til að fela auðinn í útlendum skattaskjólum! Hélstu að þetta yrði svona? Viltu svona samfélagi? Ef þú vilt ekki að íslenskt samfélag sé svona og verði svona áfram skaltu kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins, „Ráðumst að rótum spillingar“. Og ef þú hefur fengið miklu meira en nóg af þessu sukki og siðleysi geturðu látið það álit þitt í ljós með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti: Kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun