Að lofa góðu veðri Indriði Stefánsson skrifar 24. september 2021 07:45 Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun