Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2021 12:01 Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun