Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir árangur flokksins nú í þessum kosningum meðal annars byggjast á því að hann sé maður orða sinna. Og hann hefur sagt að eðlilegast væri, ef stjórnin héldi velli, að stjórnarflokkarnir settust niður með það fyrir augum að leggja drög að áframhaldandi samstarfi. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. Sigurður Ingi var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi sem nú er í beinni útsendingu á Vísi. Hann var þar ásamt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar. Þáttastjórnandi reyndi að fá þá til að tjá sig um hvað verði nú eftir að niðurstaða kosninganna liggur fyrir, hvað varðar stjórnarmynstur. „Ég skal ekki segja um það. Ég ætla að leyfa mér að gleðjast framan af degi. En eitt af því sem gerir að við erum að ná þessum sigri heim í dag og nótt er að ég er vanur að standa við það sem ég segi. Ég sagði að ef ríkisstjórnin héldi væri eðlilegasti hluti að við þar settumst niður. Auðvitað er ekki sama hlutfall milli flokka en það samtal er milli okkar þriggja.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að þeir flokkar sem hafa verið í stjórnarandstöðu; Samfylking, Píratar og Viðreisn, þurfi að fara í innri skoðun.Vísir/vilhelm Kristján benti Sigurði Inga á að þetta væri ekki þeirra einkamál, um væri að ræða ríkisstjórn þjóðarinnar en formaður Framsóknarflokksins sagði að þetta riði eftir sem áður á því hvernig þeim tækist að skrúfa þetta saman. Stjórnarandstaðan verður að skoða sinn gang Logi sagði klárt að stjórnarandstaðan hafi ætlað sér meira. En fólk kaus það sem það hafði. Þjóð sem hafði búið við samkomutakmarkanir í eitt og hálft ár og baráttu við veiru vildi hafa hlutina eins og þeir voru. „Áberandi að þessir flokkar á miðjunni eru ekki að ná í gegn, flokkar sem hafa talað fyrir verulegum breytingum. Svo er framhaldssagan einhvern veginn á þá leið að félagshyggjuöflin í landinu þurfa að velta því fyrir sér hvernig þetta á að vera í framtíðinni. Svo það séu einhver átök og umræða um leiðir.“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist hafa notfært sér skoðanakannanir til að undirstrika að þetta væru valkostirnir: Ríkisstjórnin áfram eða stjórnarandstaðan.Vísir/Vilhelm Bjarni, spurður um hvað hafi gerst á síðustu dögum, þegar kannanir sýndu allt annað. Stjórnina fallna og Sósíalista inni? Bjarni sagðist hugsi með kannanir en þeim beri að taka sem slíkum. Og þær hafi líklega hjálpað stjórnarflokkunum. Kannanir hjálpuðu stjórnarflokkunum „Þær hjálpuðu til við að draga fram þessa valkosti. Ég eyddi síðustu dögum í að benda á að það væri að teiknast upp staða. Að ekki bæri að kollvarpa ástandinu og mér sýnist það hafa hlotið hljómgrunn,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann það hafa verið sárt að vaka lengi og bíða eftir tölum. „Og vona og vona að allt fari á bestu leið en missa stórlax í löndun, Brynjar Níelsson, sem datt út í síðustu tölum.“ Sjálfstæðisflokkurinn er annars að halda sínu vel og þetta hafi verið spennandi kosninganótt. En niðurstaðan er skýr: „Ég var ófeiminn við að segja það fyrir fram að mér þætti eðlilegt að flokkar sem hafa starfað saman í fjögur ár myndu láta reyna á áframhaldandi samstarf og smám saman varð þetta kosning um stjórnina eða ekki.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar er farið vandlega yfir stöðuna: Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 „Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26. september 2021 09:40 Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Sigurður Ingi var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi sem nú er í beinni útsendingu á Vísi. Hann var þar ásamt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar. Þáttastjórnandi reyndi að fá þá til að tjá sig um hvað verði nú eftir að niðurstaða kosninganna liggur fyrir, hvað varðar stjórnarmynstur. „Ég skal ekki segja um það. Ég ætla að leyfa mér að gleðjast framan af degi. En eitt af því sem gerir að við erum að ná þessum sigri heim í dag og nótt er að ég er vanur að standa við það sem ég segi. Ég sagði að ef ríkisstjórnin héldi væri eðlilegasti hluti að við þar settumst niður. Auðvitað er ekki sama hlutfall milli flokka en það samtal er milli okkar þriggja.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að þeir flokkar sem hafa verið í stjórnarandstöðu; Samfylking, Píratar og Viðreisn, þurfi að fara í innri skoðun.Vísir/vilhelm Kristján benti Sigurði Inga á að þetta væri ekki þeirra einkamál, um væri að ræða ríkisstjórn þjóðarinnar en formaður Framsóknarflokksins sagði að þetta riði eftir sem áður á því hvernig þeim tækist að skrúfa þetta saman. Stjórnarandstaðan verður að skoða sinn gang Logi sagði klárt að stjórnarandstaðan hafi ætlað sér meira. En fólk kaus það sem það hafði. Þjóð sem hafði búið við samkomutakmarkanir í eitt og hálft ár og baráttu við veiru vildi hafa hlutina eins og þeir voru. „Áberandi að þessir flokkar á miðjunni eru ekki að ná í gegn, flokkar sem hafa talað fyrir verulegum breytingum. Svo er framhaldssagan einhvern veginn á þá leið að félagshyggjuöflin í landinu þurfa að velta því fyrir sér hvernig þetta á að vera í framtíðinni. Svo það séu einhver átök og umræða um leiðir.“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist hafa notfært sér skoðanakannanir til að undirstrika að þetta væru valkostirnir: Ríkisstjórnin áfram eða stjórnarandstaðan.Vísir/Vilhelm Bjarni, spurður um hvað hafi gerst á síðustu dögum, þegar kannanir sýndu allt annað. Stjórnina fallna og Sósíalista inni? Bjarni sagðist hugsi með kannanir en þeim beri að taka sem slíkum. Og þær hafi líklega hjálpað stjórnarflokkunum. Kannanir hjálpuðu stjórnarflokkunum „Þær hjálpuðu til við að draga fram þessa valkosti. Ég eyddi síðustu dögum í að benda á að það væri að teiknast upp staða. Að ekki bæri að kollvarpa ástandinu og mér sýnist það hafa hlotið hljómgrunn,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann það hafa verið sárt að vaka lengi og bíða eftir tölum. „Og vona og vona að allt fari á bestu leið en missa stórlax í löndun, Brynjar Níelsson, sem datt út í síðustu tölum.“ Sjálfstæðisflokkurinn er annars að halda sínu vel og þetta hafi verið spennandi kosninganótt. En niðurstaðan er skýr: „Ég var ófeiminn við að segja það fyrir fram að mér þætti eðlilegt að flokkar sem hafa starfað saman í fjögur ár myndu láta reyna á áframhaldandi samstarf og smám saman varð þetta kosning um stjórnina eða ekki.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar er farið vandlega yfir stöðuna:
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 „Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26. september 2021 09:40 Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15
„Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26. september 2021 09:40
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31