Lítil og meðalstór fyrirtæki vænta mikils af nýjum stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 28. september 2021 12:30 Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun