Eirberg opnar í þrefalt stærra húsnæði Eirberg 30. september 2021 09:51 Glæsilegt verslunarrými og aukið vöruúrval. Nýja verslunin er á sama stað og sú gamla en í um þrefalt stærra rými en áður. Eirberg opnar nýja og endurbætta verslun á Stórhöfða 25 með pompi og prakt í dag, fimmtudaginn 30. September. Nýja verslunin er á sama stað og sú gamla en í um þrefalt stærra rými en áður. „Með þessari nýju verslun munu vörurnar njóta sín betur og hjálpa starfsfólki að veita persónulega og góða þjónustu. Verslunin var komin til ára sinna enda hafði hún verið starfræk í tvo áratugi á meðan vöruval hafði aukist jafnt og þétt samhliða aukinni vitund almennings á heilsueflingu og bættum lífsgæðum,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. Stóraukið vöruúrval Í nýrri verslun verður meðal annars úrval af umhverfisvænum útivistarfatnaði, hlaupafatnaði, hlaupa- og gönguskóm og stuðningshlífar. Lofthreinsi- og rakatæki, nuddtæki, jóga- og æfingavörur, undirföt og sundföt. heilsukoddar, þyngingarsængur, dagljós og snjalltengd heilsutæki auk ýmissa vara til setja upp þína eigin heilsulind heima við. Upplifun viðskiptavina mikilvæg Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem fagnar 21 ára afmæli nú um áramótin. Eirberg byggir vöruframboð sitt á faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að veita afbragðsþjónustu. „Verslanir Eirbergs njóta sérstöðu hvað vöruval og gæði snertir þar sem góð upplifun viðskiptavina er mikilvæg. Við leggjum áherslu á vörur sem efla heilsu og almenn lífsgæði; vörur fyrir útivist og umhverfisvænan lífsstíl; ásamt snjalltengdum búnaði og stuðningsvörum sem auðvelda daglegt líf og styðja heilsumarkmið einstaklinga,“ segir Kristinn. Nafnið sótt til lækningagyðju „Nafnið Eirberg er samsett orð sem kemur úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna,“ útskýrir Kristinn. Til gamans má geta að Lyfjaberg er yfirleitt sýnt sem stuðlaberg en þaðan fær systurfyrirtæki Eirbergs nafn sitt; Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Systurfyrirtækin eru bæði með aðsetur að Stórhöfða 25 en Stuðlaberg þjónustar stofnanir og fagfólk á heilbrigðissviði. „Sýningarsalur Stuðlabergs er staðsettur fyrir ofan verslun Eirbergs og því hæg heimatökin fyrir viðskiptavini og skjólstæðinga að skoða og prófa úrval hjálpartækja og búnað með sérfræðingum í velferðartækni. Hjúkrunarfræðingar Stuðlabergs sinna auk þess stóma- og þvagleggjaþjónustu fyrir viðskiptavini á skrifstofu fyrir ofan verslun.“ Nánari upplýsingar er að finna á eirberg.is. Verslun Heilsa Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Eirberg opnar nýja og endurbætta verslun á Stórhöfða 25 með pompi og prakt í dag, fimmtudaginn 30. September. Nýja verslunin er á sama stað og sú gamla en í um þrefalt stærra rými en áður. „Með þessari nýju verslun munu vörurnar njóta sín betur og hjálpa starfsfólki að veita persónulega og góða þjónustu. Verslunin var komin til ára sinna enda hafði hún verið starfræk í tvo áratugi á meðan vöruval hafði aukist jafnt og þétt samhliða aukinni vitund almennings á heilsueflingu og bættum lífsgæðum,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. Stóraukið vöruúrval Í nýrri verslun verður meðal annars úrval af umhverfisvænum útivistarfatnaði, hlaupafatnaði, hlaupa- og gönguskóm og stuðningshlífar. Lofthreinsi- og rakatæki, nuddtæki, jóga- og æfingavörur, undirföt og sundföt. heilsukoddar, þyngingarsængur, dagljós og snjalltengd heilsutæki auk ýmissa vara til setja upp þína eigin heilsulind heima við. Upplifun viðskiptavina mikilvæg Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem fagnar 21 ára afmæli nú um áramótin. Eirberg byggir vöruframboð sitt á faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að veita afbragðsþjónustu. „Verslanir Eirbergs njóta sérstöðu hvað vöruval og gæði snertir þar sem góð upplifun viðskiptavina er mikilvæg. Við leggjum áherslu á vörur sem efla heilsu og almenn lífsgæði; vörur fyrir útivist og umhverfisvænan lífsstíl; ásamt snjalltengdum búnaði og stuðningsvörum sem auðvelda daglegt líf og styðja heilsumarkmið einstaklinga,“ segir Kristinn. Nafnið sótt til lækningagyðju „Nafnið Eirberg er samsett orð sem kemur úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna,“ útskýrir Kristinn. Til gamans má geta að Lyfjaberg er yfirleitt sýnt sem stuðlaberg en þaðan fær systurfyrirtæki Eirbergs nafn sitt; Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Systurfyrirtækin eru bæði með aðsetur að Stórhöfða 25 en Stuðlaberg þjónustar stofnanir og fagfólk á heilbrigðissviði. „Sýningarsalur Stuðlabergs er staðsettur fyrir ofan verslun Eirbergs og því hæg heimatökin fyrir viðskiptavini og skjólstæðinga að skoða og prófa úrval hjálpartækja og búnað með sérfræðingum í velferðartækni. Hjúkrunarfræðingar Stuðlabergs sinna auk þess stóma- og þvagleggjaþjónustu fyrir viðskiptavini á skrifstofu fyrir ofan verslun.“ Nánari upplýsingar er að finna á eirberg.is.
Verslun Heilsa Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira