Líklegt að hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 10:44 Gera má ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á. vísir/vilhelm Ekkert lát hefur verið á hækkunum íbúðaverðs en staðan er önnur á leigumarkaði þar sem hóflegri verðhækkanir hafa mælst. Þá hefur leiguverð í einhverjum tilfellum lækkað samkvæmt nýjum samningum. Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira