Fleiri börn í sárri fátækt fá tækifæri til betra lífs Heimsljós 6. október 2021 09:13 Hjálparstarf kirkjunnar Styrkurinn gerir Hjálparstarfi kirkjunnar kleift að bæta lífsskilyrði munaðarlausra barna og fólks með HIV/alnæmi. Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrk til að halda áfram þróunarsamvinnu í sveitahéruðum í Rakai- og Lyantonde-umdæmum í Úganda. Styrkurinn gerir samtökunum kleift að starfa áfram með staðbundnu hjálparsamtökunum RACOBAO að því að bæta lífsskilyrði munaðarlausra barna og fólks með HIV/alnæmi sem býr við örbirgð og er útsett fyrir misnotkun og félagslegri útilokun. Að sögn Bjarna Gíslasonar framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar er markmiðið með starfinu að fólkið hafi bjargráð og aukið þolgæði gagnvart sjúkdómnum og neikvæðum afleiðingum hans. „Stuðningurinn skiptir gríðarlegu máli. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið húsaskjól og aukið aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fá þær tækifæri til að hefja ræktun. Með ræktun verður fæða þeirra fjölbreyttari. Með fjölbreyttari fæðu verður heilsan betri og með tekjum af sölu afurða aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn á unglingsaldri. Og þannig verður vítahringur sárafátæktar rofinn,“ segir Bjarni. Styrkur ráðuneytisins, rúmar 65 milljónir króna, svarar til 80 prósent af kostnaði við verkefnið næstu fjögur árin eða til loka árs 2025. Á þeim tíma verða múrsteinshús reist fyrir 32 fjölskyldur með um 130 börn, auk þess sem sem vatnssöfnunartankar, útikamrar og eldaskálar verða reistir við hlið húsanna. Ráðgjafar vinna með fjölskyldunum sem fá fræðslu um smitleiðir HIV og annarra sjúkdóma. Auk þess fá áttatíu fjölskyldur geitur, verkfæri og útsæði til ræktunar svo þær geti bætt fæðuöryggi sitt og afkomumöguleika. Öll aðstoðin er veitt í samráði við íbúana á svæðinu. Samstarf Hjálparstarfs kirkjunnar og RACOBAO (Rakai Community Based AIDS Organization) nær aftur um 20 ár. Í skýrslu samtakanna um starfið fyrri hluta ársins 2021 kemur fram að COVID-19 hafi haft neikvæð áhrif á líf fólks í Úganda eins og annars staðar en fyrstu tilfellin í landinu voru greind í mars 2020. Takmarkanir vegna faraldursins hafa haft slæm áhrif á afkomu bænda sem lifa af sölu landbúnaðarafurða þar sem mörkuðum var lokað og bannað var að flytja fólk, dýr og afurðir milli svæða. Fátækt hefur því aukist á verkefnasvæðinu vegna heimsfaraldursins sem og kynbundið ofbeldi og vanræksla barna. Þrátt fyrir faraldurinn og samkomutakmarkanir hefur RACOBAO tekist að halda starfinu áfram af fullum krafti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrk til að halda áfram þróunarsamvinnu í sveitahéruðum í Rakai- og Lyantonde-umdæmum í Úganda. Styrkurinn gerir samtökunum kleift að starfa áfram með staðbundnu hjálparsamtökunum RACOBAO að því að bæta lífsskilyrði munaðarlausra barna og fólks með HIV/alnæmi sem býr við örbirgð og er útsett fyrir misnotkun og félagslegri útilokun. Að sögn Bjarna Gíslasonar framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar er markmiðið með starfinu að fólkið hafi bjargráð og aukið þolgæði gagnvart sjúkdómnum og neikvæðum afleiðingum hans. „Stuðningurinn skiptir gríðarlegu máli. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið húsaskjól og aukið aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fá þær tækifæri til að hefja ræktun. Með ræktun verður fæða þeirra fjölbreyttari. Með fjölbreyttari fæðu verður heilsan betri og með tekjum af sölu afurða aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn á unglingsaldri. Og þannig verður vítahringur sárafátæktar rofinn,“ segir Bjarni. Styrkur ráðuneytisins, rúmar 65 milljónir króna, svarar til 80 prósent af kostnaði við verkefnið næstu fjögur árin eða til loka árs 2025. Á þeim tíma verða múrsteinshús reist fyrir 32 fjölskyldur með um 130 börn, auk þess sem sem vatnssöfnunartankar, útikamrar og eldaskálar verða reistir við hlið húsanna. Ráðgjafar vinna með fjölskyldunum sem fá fræðslu um smitleiðir HIV og annarra sjúkdóma. Auk þess fá áttatíu fjölskyldur geitur, verkfæri og útsæði til ræktunar svo þær geti bætt fæðuöryggi sitt og afkomumöguleika. Öll aðstoðin er veitt í samráði við íbúana á svæðinu. Samstarf Hjálparstarfs kirkjunnar og RACOBAO (Rakai Community Based AIDS Organization) nær aftur um 20 ár. Í skýrslu samtakanna um starfið fyrri hluta ársins 2021 kemur fram að COVID-19 hafi haft neikvæð áhrif á líf fólks í Úganda eins og annars staðar en fyrstu tilfellin í landinu voru greind í mars 2020. Takmarkanir vegna faraldursins hafa haft slæm áhrif á afkomu bænda sem lifa af sölu landbúnaðarafurða þar sem mörkuðum var lokað og bannað var að flytja fólk, dýr og afurðir milli svæða. Fátækt hefur því aukist á verkefnasvæðinu vegna heimsfaraldursins sem og kynbundið ofbeldi og vanræksla barna. Þrátt fyrir faraldurinn og samkomutakmarkanir hefur RACOBAO tekist að halda starfinu áfram af fullum krafti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent