Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjölmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 09:31 Kylian Mbappe veit ekki hvar hann spilar á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við PSG rennur út í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans. Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann. Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann.
Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira