Kom út úr skápnum og fór á fyrsta stefnumót sitt í Fyrsta blikinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. október 2021 20:21 Catherine tók nokkur stór skref á þessu ári, meðal annars að fara á sitt allra fyrsta stefnumót. Í síðasta þætti raunveruleikaþáttarins Fyrsta blikið fengu áhorfendur að fylgjast með stefnumóti þeirra Catherine Soffíu og Kötlu. Catherine Soffía er 23 ára Skagamær en Katla býr í Reykjavík og er 21 árs. Þær stöllur eiga ýmislegt sameiginlegt, svo ekki sé meira sagt. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Fyrir utan það að hafa mætt með eins hálsfesti í bæði sófaviðtölin og á stefnumótið... Margt reyndist sameiginlegt með Kötlu og Catherine þegar spjallið hófst. Hafa þær báðar brennandi áhuga á tónlist, dansi og ýmiskonar listsköpun. Það var reyndar ekki allt. Fljótlega kom í ljós að báðar höfðu sótt um í fornám í Myndlistarskóla Reykjavíkur og viti menn, báðar komust inn. Svipurinn á Kötlu þegar þær komust að því að þær væru að verða bekkjasystur í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Skjáskot Einlægni og áhugi Tilvonandi bekkjarsysturnar áttu því ekki erfitt með að ræða saman um heima og geima og snertu þær á bæði fallegum og viðkvæmum málum og töluðu saman af mikilli virðingu og áhuga. Catherine segir einlægt frá baráttu sinni og andlegum erfiðleikum vegna kynhneigðar sinnar en einnig frá fallegri vegferð að hamingjunni eftir að hún uppgötvaði að hún væri lesbía. Rétt áður en tökur hófust á þættinum hafði Catherine „komið út“ ,eins og hún orðar það, fyrir fjölskyldu sinni og vinum og upplifði í kjölfarið mikinn létti og hamingju. Fallegt faðmlag frá mömmu fyrir stefnumótið. Hún tók svo það stóra og hugrakka skref að fara á sitt fyrsta stefnumót með annarri stelpu og það í Fyrsta blikinu. Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan eru bæði Katla og Catherine einstaklega glæsilegar á stefnumótinu og eflaust ekki mörg fyrstu stefnumót eins einlæg eins og þetta. Klippa: Fyrsta blikið - Kom út úr skápnum og fór á fyrsta stefnumótið í Fyrsta blikinu Þó svo að Katla og Catherine hafi ekki fundið ástarneistana kvikna á stefnumótinu náðu þær þó vel saman og eru í dag mjög góðar bekkjarsystur. Catherine segir þátttökuna í Fyrsta blikinu hafa gefið henni aukið sjálfstraust í ástarmálum og opnað alveg nýjar dyr. Katla er einstaklega áhugaverð og lítríkur karakter og segja ættingjar og vinir hana mikinn gleðigjafa. Katla og Catherine segjast báðar þakklátar fyrir reynsluna og fagnar Catherine því að hafa loks komið út úr skelinni. Báðar eru þær Katla og Catherine einhleypar í dag og báðar enn í leit að ástinni og ævintýrum. Lokaþáttur Fyrsta bliksins verður á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld klukkan 18:55 á Stöð 2 og munu áhorfendur fá að sjá þátt sem er örlítið ólíkur þeim fyrri. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Catherine Soffía er 23 ára Skagamær en Katla býr í Reykjavík og er 21 árs. Þær stöllur eiga ýmislegt sameiginlegt, svo ekki sé meira sagt. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Fyrir utan það að hafa mætt með eins hálsfesti í bæði sófaviðtölin og á stefnumótið... Margt reyndist sameiginlegt með Kötlu og Catherine þegar spjallið hófst. Hafa þær báðar brennandi áhuga á tónlist, dansi og ýmiskonar listsköpun. Það var reyndar ekki allt. Fljótlega kom í ljós að báðar höfðu sótt um í fornám í Myndlistarskóla Reykjavíkur og viti menn, báðar komust inn. Svipurinn á Kötlu þegar þær komust að því að þær væru að verða bekkjasystur í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Skjáskot Einlægni og áhugi Tilvonandi bekkjarsysturnar áttu því ekki erfitt með að ræða saman um heima og geima og snertu þær á bæði fallegum og viðkvæmum málum og töluðu saman af mikilli virðingu og áhuga. Catherine segir einlægt frá baráttu sinni og andlegum erfiðleikum vegna kynhneigðar sinnar en einnig frá fallegri vegferð að hamingjunni eftir að hún uppgötvaði að hún væri lesbía. Rétt áður en tökur hófust á þættinum hafði Catherine „komið út“ ,eins og hún orðar það, fyrir fjölskyldu sinni og vinum og upplifði í kjölfarið mikinn létti og hamingju. Fallegt faðmlag frá mömmu fyrir stefnumótið. Hún tók svo það stóra og hugrakka skref að fara á sitt fyrsta stefnumót með annarri stelpu og það í Fyrsta blikinu. Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan eru bæði Katla og Catherine einstaklega glæsilegar á stefnumótinu og eflaust ekki mörg fyrstu stefnumót eins einlæg eins og þetta. Klippa: Fyrsta blikið - Kom út úr skápnum og fór á fyrsta stefnumótið í Fyrsta blikinu Þó svo að Katla og Catherine hafi ekki fundið ástarneistana kvikna á stefnumótinu náðu þær þó vel saman og eru í dag mjög góðar bekkjarsystur. Catherine segir þátttökuna í Fyrsta blikinu hafa gefið henni aukið sjálfstraust í ástarmálum og opnað alveg nýjar dyr. Katla er einstaklega áhugaverð og lítríkur karakter og segja ættingjar og vinir hana mikinn gleðigjafa. Katla og Catherine segjast báðar þakklátar fyrir reynsluna og fagnar Catherine því að hafa loks komið út úr skelinni. Báðar eru þær Katla og Catherine einhleypar í dag og báðar enn í leit að ástinni og ævintýrum. Lokaþáttur Fyrsta bliksins verður á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld klukkan 18:55 á Stöð 2 og munu áhorfendur fá að sjá þátt sem er örlítið ólíkur þeim fyrri. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira