Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 13:31 Yfirvöld í Lúxemborg kyrrsettu innistæðu á bankareikning ákærða. Getty/Jorg Greuel Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. Er ákærða gert að sök að hafa í október og desember árið 2014 dregið sér rúmlega 251 þúsund evrur af söluandvirði fasteignar í Lúxemborg. Var um að ræða hluta af óútgreiddum hlutum fimm sameigenda ákærða að fasteigninni. Fram kemur í ákærunni að ákærði hafi haft umrædda upphæð í vörslu á bankareikningi sínum eftir að sameigendurnir veittu honum skriflegt umboð til að fara með ráðstöfun fjármunanna og útdeilingu söluandvirðis. Fékk allt söluandvirðið Í samræmi við undirritað söluuppgjör millifærði lögbókandaskrifstofa söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum kostnaði til lögmannsstofu. Hún millifærði svo samkvæmt fyrirmælum ákærða eftirstöðvarnar, samtals 447.036 evrur, inn á bankareikning ákærða í Lúxemborg. Samkvæmt söluuppgjörinu nam hlutur hans 41.910 evrum af þeirri fjárhæð sem rann inn á bankareikning hans. „Ákærði greiddi ekkert af þessum fjármunum til brotaþola heldur dró sér af samanlögðum hlutum þeirra í eftirstöðvum söluandvirðis fasteignarinnar [251.568 evrur] með heimildarlausri ráðstöfun hennar í eigin þágu, nánar tiltekið með samtals fimm millifærslum sem ákærði lét starfsfólk bankans framkvæma,“ segir í ákæru héraðssaksóknara. Innistæða kyrrsett í Lúxemborg Að sögn héraðssaksóknara kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg innistæðu á bankareikningi ákærða í desember 2014 og var kyrrsetningin staðfest með dómi héraðsdómstóls í Lúxemborg í janúar 2016. Var ákærða þá gert að greiða brotaþolum 429.854 evrur. Á grundvelli dómsins leystu brotaþolar í júlí 2016 til sín allar eftirstöðvar innstæðu á bankareikningi ákærða, 152.998 evrur, sem var að öllu leyti tilkomin vegna söluandvirðis fasteignarinnar. Í kjölfarið hafi brotaþolar hafið innheimtutilraunir á Íslandi til að fá eftirstöðvar kröfu sinnar. Líka ákærður fyrir seinni tilraun til fjárdrátts Hinum ákærða er sömuleiðis gert að sök að hafa gert tilraun til fjárdráttar í janúar 2015 þegar hann reyndi að láta starfsfólk Banque de Luxembourg millifæra 65 þúsund evrur út af reikningi sínum inn á bankareikning skráðan undir öðru nafni. Starfsmaður bankans hafnaði að framkvæma færsluna með vísan til kyrrsetninga yfirvalda í Lúxemborg. Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir umboðssvik. Lúxemborg Dómsmál Efnahagsbrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Er ákærða gert að sök að hafa í október og desember árið 2014 dregið sér rúmlega 251 þúsund evrur af söluandvirði fasteignar í Lúxemborg. Var um að ræða hluta af óútgreiddum hlutum fimm sameigenda ákærða að fasteigninni. Fram kemur í ákærunni að ákærði hafi haft umrædda upphæð í vörslu á bankareikningi sínum eftir að sameigendurnir veittu honum skriflegt umboð til að fara með ráðstöfun fjármunanna og útdeilingu söluandvirðis. Fékk allt söluandvirðið Í samræmi við undirritað söluuppgjör millifærði lögbókandaskrifstofa söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum kostnaði til lögmannsstofu. Hún millifærði svo samkvæmt fyrirmælum ákærða eftirstöðvarnar, samtals 447.036 evrur, inn á bankareikning ákærða í Lúxemborg. Samkvæmt söluuppgjörinu nam hlutur hans 41.910 evrum af þeirri fjárhæð sem rann inn á bankareikning hans. „Ákærði greiddi ekkert af þessum fjármunum til brotaþola heldur dró sér af samanlögðum hlutum þeirra í eftirstöðvum söluandvirðis fasteignarinnar [251.568 evrur] með heimildarlausri ráðstöfun hennar í eigin þágu, nánar tiltekið með samtals fimm millifærslum sem ákærði lét starfsfólk bankans framkvæma,“ segir í ákæru héraðssaksóknara. Innistæða kyrrsett í Lúxemborg Að sögn héraðssaksóknara kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg innistæðu á bankareikningi ákærða í desember 2014 og var kyrrsetningin staðfest með dómi héraðsdómstóls í Lúxemborg í janúar 2016. Var ákærða þá gert að greiða brotaþolum 429.854 evrur. Á grundvelli dómsins leystu brotaþolar í júlí 2016 til sín allar eftirstöðvar innstæðu á bankareikningi ákærða, 152.998 evrur, sem var að öllu leyti tilkomin vegna söluandvirðis fasteignarinnar. Í kjölfarið hafi brotaþolar hafið innheimtutilraunir á Íslandi til að fá eftirstöðvar kröfu sinnar. Líka ákærður fyrir seinni tilraun til fjárdrátts Hinum ákærða er sömuleiðis gert að sök að hafa gert tilraun til fjárdráttar í janúar 2015 þegar hann reyndi að láta starfsfólk Banque de Luxembourg millifæra 65 þúsund evrur út af reikningi sínum inn á bankareikning skráðan undir öðru nafni. Starfsmaður bankans hafnaði að framkvæma færsluna með vísan til kyrrsetninga yfirvalda í Lúxemborg. Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir umboðssvik.
Lúxemborg Dómsmál Efnahagsbrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira