„Andartakið þar sem töfrarnir gerast eða fjandinn verður laus“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 09:01 Bjartmar gefur út nýja tónlist og heldur tónleika á Kiki. Jason Pietroski Tónlistarmaðurinn og leikarinn Bjartmar Þórðarson stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er nýlega útskrifaður sem CVT raddþjálfi og vinnur sem slíkur samhliða söng, leik, leikstjórn og skemmtun á ýmisskonar viðburðum. „Þetta er kærkomin tilbreyting frá veirutímum þar sem lítið var að gerast í skemmtanabransanum,“ segir Bjartmar sem nýtti tímann vel. Hann er með nýja og brakandi ferska plötu tilbúna til útgáfu, og mun fyrsta smáskífan af henni líta ljós nú í vikulok. Lagið, Danger Zone, er fyrsta lagið af EP-plötunni Secondhand Dream, en Bjartmar fékk bandarísku tónlistarkonuna og pródúserinn Zöe Ruth Erwin til liðs við sig við gerð hennar. Zöe er eflaust best þekkt sem forsprakki sveitarinnar Little Red Lung, ásamt því að hafa samið titillag kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Hún gaf sjálf út nýtt lag á dögunum og sólóplata hennar Shook lítur dagsins ljós þann 12. nóvember. „Tónlistinni á Secondhand Dream mætti best lýsa sem myrku og rafrænu indípoppi. Má greina áhrif frá níunda og tíunda áratugnum í tónlistinni, áhrif frá sveitum eins og Depeche Mode, Massive Attack og The Knife. Þó hefur tónlistin sinn eigin seiðandi og óvenjulega persónuleika,“ segir Bjartmar. „Danger Zone fjallar um berskjöldun, andartakið þar sem þú ert búinn að gera þig varnarlausan gagnvart ástinni eða listinni, andartakið þar sem töfrarnir gerast eða fjandinn verður laus.“ Jason Pietroski Eins og með fyrri verk Bjartmars eru textar plötunnar persónulegir, fjalla um hæðir og lægðir ástarinnar, að særa út drauga fortíðar og að byggja lífið og hamingjuna á eigin forsendum. Í tilefni af útgáfu nýju smáskífunnar heldur Bjartmar á útgáfutónleika á Kiki við Laugaveg, og verða þeir haldnir að kvöldi útgáfudags, þann 15.október klukkan 21. Þar mun hann einnig flytja efni af fyrstu EP-plötu sinni, Deliria, ásamt því að flytja hina taktföstu plötu sína og Bistro Boy, Broken, í heild sinni. Tónlist Tengdar fréttir ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári. 26. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er kærkomin tilbreyting frá veirutímum þar sem lítið var að gerast í skemmtanabransanum,“ segir Bjartmar sem nýtti tímann vel. Hann er með nýja og brakandi ferska plötu tilbúna til útgáfu, og mun fyrsta smáskífan af henni líta ljós nú í vikulok. Lagið, Danger Zone, er fyrsta lagið af EP-plötunni Secondhand Dream, en Bjartmar fékk bandarísku tónlistarkonuna og pródúserinn Zöe Ruth Erwin til liðs við sig við gerð hennar. Zöe er eflaust best þekkt sem forsprakki sveitarinnar Little Red Lung, ásamt því að hafa samið titillag kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Hún gaf sjálf út nýtt lag á dögunum og sólóplata hennar Shook lítur dagsins ljós þann 12. nóvember. „Tónlistinni á Secondhand Dream mætti best lýsa sem myrku og rafrænu indípoppi. Má greina áhrif frá níunda og tíunda áratugnum í tónlistinni, áhrif frá sveitum eins og Depeche Mode, Massive Attack og The Knife. Þó hefur tónlistin sinn eigin seiðandi og óvenjulega persónuleika,“ segir Bjartmar. „Danger Zone fjallar um berskjöldun, andartakið þar sem þú ert búinn að gera þig varnarlausan gagnvart ástinni eða listinni, andartakið þar sem töfrarnir gerast eða fjandinn verður laus.“ Jason Pietroski Eins og með fyrri verk Bjartmars eru textar plötunnar persónulegir, fjalla um hæðir og lægðir ástarinnar, að særa út drauga fortíðar og að byggja lífið og hamingjuna á eigin forsendum. Í tilefni af útgáfu nýju smáskífunnar heldur Bjartmar á útgáfutónleika á Kiki við Laugaveg, og verða þeir haldnir að kvöldi útgáfudags, þann 15.október klukkan 21. Þar mun hann einnig flytja efni af fyrstu EP-plötu sinni, Deliria, ásamt því að flytja hina taktföstu plötu sína og Bistro Boy, Broken, í heild sinni.
Tónlist Tengdar fréttir ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári. 26. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári. 26. ágúst 2020 12:00