Fór upp að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að skjóta í sama horn og alltaf fyrir vítið mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2021 07:00 Ingvar virðist líða nokkuð vel á Meistaravöllum. Vísir/Hulda Margrét Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í 2-1 sigri Víkinga á KR í Frostaskjólinu í leik sem fór langleiðina með að tryggja Víking sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 30 ár. Ingvar mætti í hlaðvarpið Þungavigtin og ræddi þar við Kristján Óla Sigurðsson um magnað sumar Víkinga sem og ferilinn til þessa. Þar fór Ingvar yfir þennan örlagaríka dag þar sem pendúllinn sveiflaðist Víkingum í hag í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar. Svo var ég búinn að heyra í einhverju hlaðvarpi að Kjartan Henry (Finnbogason) væri orðin vítaskytta, hann sagði það allavega sjálfur. Ég var líka búinn að rýna í hann og skoða það því ég bjóst við að hann myndi taka vítið,“ sagði Ingvar í spjalli sínu við Kristján Óla. „Ég man að ég og Kári (Árnason) áttum þessa umræðu þar sem ég var að velta fyrir mér ef hann myndi taka aftur hvort hann myndi virkilega taka aftur í sama hornið. Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið.“ „Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa. Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu,“ sagði Ingvar að endingu. Bút úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ingvar mætti í hlaðvarpið Þungavigtin og ræddi þar við Kristján Óla Sigurðsson um magnað sumar Víkinga sem og ferilinn til þessa. Þar fór Ingvar yfir þennan örlagaríka dag þar sem pendúllinn sveiflaðist Víkingum í hag í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar. Svo var ég búinn að heyra í einhverju hlaðvarpi að Kjartan Henry (Finnbogason) væri orðin vítaskytta, hann sagði það allavega sjálfur. Ég var líka búinn að rýna í hann og skoða það því ég bjóst við að hann myndi taka vítið,“ sagði Ingvar í spjalli sínu við Kristján Óla. „Ég man að ég og Kári (Árnason) áttum þessa umræðu þar sem ég var að velta fyrir mér ef hann myndi taka aftur hvort hann myndi virkilega taka aftur í sama hornið. Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið.“ „Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa. Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu,“ sagði Ingvar að endingu. Bút úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56
Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25