Ole: Þeir sem eru að gagnrýna Ronaldo ættu bara að horfa á þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 10:30 Ole Gunnar Solskjaer fagnar Cristiano Ronaldo efir leikinn á Old Trafford í gær. AP/Dave Thompson Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn í Meistaradeildinni í gær að Cristiano Ronaldo hafi þar sýnt og sannað að gagnrýnendur hans séu á villigötum. Í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð þá skoraði Cristiano Ronaldo sigurmark Manchester liðsins í lokin en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum United liðsins í keppninni í ár. Who else? @Cristiano#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 20, 2021 Sigurmarkið á móti Atalanta í gærkvöldi skoraði Ronaldo með frábærum skalla á 81. mínútu og kórónaði með því endurkomu liðsins. United menn voru 2-0 undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. „Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir vinnusemi og að hann leggi sig ekki fram þá ætti sá hinn sami bara að horfa á þennan leik. Sjáið hvernig hann hljóp í kvöld,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég var mjög ánægður með það hvernig hann leiddi línuna. Við báðum hann um að hlaupa upp kantana, detta meira til baka og pressa meira af því að við vorum á heimavelli,“ sagði Solskjær. Yes! The Theater Of Dreams is on fire! We are alive! We are Man. United and we never give up! This is Old Trafford! pic.twitter.com/3rsmOBpS8H— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 20, 2021 „Hann var meira að segja kominn aftur í eigin markteig undir lokin til að komast fyrir skot þeirra og til að verjast en við fengum heldur betur að sjá hann spretta úr spori í kvöld,“ sagði Solskjær. „Hann gerði allt sem framherji getur gert, leiddi línuna, varðist og svo auðvitað var markið dæmi um það sem hann gerir betur en flestir,“ sagði Solskjær. Ronaldo er nú kominn með sex mörk í átta leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. "They never stopped believing, they kept on going.""Don't disrespect the players, they play for Man Utd."A passionate Ole Gunnar Solskjaer praised his players after yet another #UCL comeback at Old Trafford. @TheDesKelly pic.twitter.com/aF4PFY2ZAG— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 20, 2021 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð þá skoraði Cristiano Ronaldo sigurmark Manchester liðsins í lokin en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum United liðsins í keppninni í ár. Who else? @Cristiano#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 20, 2021 Sigurmarkið á móti Atalanta í gærkvöldi skoraði Ronaldo með frábærum skalla á 81. mínútu og kórónaði með því endurkomu liðsins. United menn voru 2-0 undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. „Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir vinnusemi og að hann leggi sig ekki fram þá ætti sá hinn sami bara að horfa á þennan leik. Sjáið hvernig hann hljóp í kvöld,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég var mjög ánægður með það hvernig hann leiddi línuna. Við báðum hann um að hlaupa upp kantana, detta meira til baka og pressa meira af því að við vorum á heimavelli,“ sagði Solskjær. Yes! The Theater Of Dreams is on fire! We are alive! We are Man. United and we never give up! This is Old Trafford! pic.twitter.com/3rsmOBpS8H— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 20, 2021 „Hann var meira að segja kominn aftur í eigin markteig undir lokin til að komast fyrir skot þeirra og til að verjast en við fengum heldur betur að sjá hann spretta úr spori í kvöld,“ sagði Solskjær. „Hann gerði allt sem framherji getur gert, leiddi línuna, varðist og svo auðvitað var markið dæmi um það sem hann gerir betur en flestir,“ sagði Solskjær. Ronaldo er nú kominn með sex mörk í átta leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. "They never stopped believing, they kept on going.""Don't disrespect the players, they play for Man Utd."A passionate Ole Gunnar Solskjaer praised his players after yet another #UCL comeback at Old Trafford. @TheDesKelly pic.twitter.com/aF4PFY2ZAG— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 20, 2021
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira