Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 12:09 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli. Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli.
Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00