Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 15:50 Frá æfingasvæði Þróttar í Laugardalnum í dag. Þetta hlið er opið en önnur lokuð. Vísir/Atli Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. „Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“ Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
„Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26