Íbúðaverð heldur áfram að hækka Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 10:07 Umframeftirspurn hefur verið eftir íbúðum í kjölfar vaxtalækkana. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar en þó er of snemmt að segja til um hvort farið sé að draga úr verðhækkunum á þeim markaði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar. Hækkunin á íbúðaverði telst þó veruleg hækkun í sögulegu samhengi. Íbúðaverð hækkað um 1,8% á mánuði að jafnaði frá því í mars á þessu ári. Er hækkunin núna milla mánaða því aðeins minni en sést hefur á árinu. Þó er enn talsvert í að fasteignamarkaðurinn komist í sama ástand og var fyrir faraldurinn. 33 prósent færri samningar undirritaðir en í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár voru 656 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í september. Það eru 33% færri samningar en voru undirritaðir í sama mánuði í fyrra og 11% færri en voru undirritaðir í september 2019. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem mælist samdráttur milli ára á fjölda seldra íbúða og því mögulega til marks um kólnun á markaðnum. Þó er varasamt að draga ályktanir út frá einstaka mánuðum og því enn óljóst hvert stefnir. Spá 14 prósent hækkun í ár Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að eftirspurn eftir íbúðum komi til með að dragast saman á næstu misserum, meðal annars vegna vaxtahækkana. Einnig muni það hafa áhrif að neysluvenjur og daglegt líf eigi enn eftir að komast að fullu í hefðbundið horf í kjölfar faraldursins sem muni líklega leiða til þess að eftirspurn verður dreifðari yfir hagkerfið. Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki að jafnaði um 14% milli ára í ár, 9% á næsta ári og svo 4% og 5% árin þar á eftir. Spáin byggir á þeirri forsendu að hægja muni á eftirspurn á næstu mánuðum, en einnig að íbúðauppbygging verði jöfn og stöðug á komandi misserum. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar en þó er of snemmt að segja til um hvort farið sé að draga úr verðhækkunum á þeim markaði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21,1% og fjölbýlis 15,2%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er sú minnsta síðan í febrúar. Hækkunin á íbúðaverði telst þó veruleg hækkun í sögulegu samhengi. Íbúðaverð hækkað um 1,8% á mánuði að jafnaði frá því í mars á þessu ári. Er hækkunin núna milla mánaða því aðeins minni en sést hefur á árinu. Þó er enn talsvert í að fasteignamarkaðurinn komist í sama ástand og var fyrir faraldurinn. 33 prósent færri samningar undirritaðir en í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár voru 656 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í september. Það eru 33% færri samningar en voru undirritaðir í sama mánuði í fyrra og 11% færri en voru undirritaðir í september 2019. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem mælist samdráttur milli ára á fjölda seldra íbúða og því mögulega til marks um kólnun á markaðnum. Þó er varasamt að draga ályktanir út frá einstaka mánuðum og því enn óljóst hvert stefnir. Spá 14 prósent hækkun í ár Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að eftirspurn eftir íbúðum komi til með að dragast saman á næstu misserum, meðal annars vegna vaxtahækkana. Einnig muni það hafa áhrif að neysluvenjur og daglegt líf eigi enn eftir að komast að fullu í hefðbundið horf í kjölfar faraldursins sem muni líklega leiða til þess að eftirspurn verður dreifðari yfir hagkerfið. Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki að jafnaði um 14% milli ára í ár, 9% á næsta ári og svo 4% og 5% árin þar á eftir. Spáin byggir á þeirri forsendu að hægja muni á eftirspurn á næstu mánuðum, en einnig að íbúðauppbygging verði jöfn og stöðug á komandi misserum.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51