„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 14:39 Birgir Jónsson og Drífa Snædal halda áfram að elda grátt silfur saman, nú í sjálfu Silfrinu. vísir/vilhelm Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. Þessi fullyrðing hans í Silfrinu varð Drífu tilefni til að birta tölvupóstinn í heild sinni á Facebook-síðu sinni í dag (hann má lesa neðst í fréttinni). Yfirskrift póstsins var: „Ákall um stuðning frá flugliðum Play“ Misjafnar meiningar um hlutleysi stéttarfélags Deilum ASÍ og Play virðist hvergi nærri lokið en ASÍ hefur sakað flugfélagið um að virða allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi að vettugi, með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið, sem ASÍ skilgreinir sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. Lægstu grunnlaun í samningunum séu lægri en grunnatvinnuleysisbætur og hefur ASÍ gengið svo langt að hvetja alla landsmenn til að sniðganga flugfélagið. Birgir sagði í Silfrinu í dag að gagnrýni ASÍ hafi upprunalega snúist um að Play greiddi starfsfólki sínu „þrælakjör“. Það hafi verið leiðrétt og síðan hafi barátta ASÍ gegn félaginu verið óljós og órökstudd. Hann hefur þvertekið fyrir að Play sé með ítök í Íslenska flugstéttarfélaginu. Hann sagði þá að ASÍ hefði að fyrra bragði sent flugliðum Play tölvupóst þar sem óskað væri eftir „hryllingssögum“. Segjast hafa fengið nafnlausar beiðnir um aðstoð „Eftir að hafa fengið fjölda skilaboða frá flugliðum og flugstjórum þar sem óskað var liðsinnis okkar ákváðum við, ég og formaður Flugfreyjufélagsins að senda póst á flugliða hjá Play,“ segir Drífa í færslu á Facebook í dag þar sem hún svarar Birgi. Pósturinn, sem bæði Drífa og Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ kvitta undir, hefst einmitt á sömu orðum en þar segir að ASÍ hafi borist „nokkur óundirrituð bréf frá fyrrum flugliðum WOW-air og núverandi flugliðum Play“ þar sem óskað væri eftir aðstoð ASÍ vegna starfsumhverfis og kjara. Megininntak póstsins er síðan hvatning til flugliðanna að vera óhræddir við að skipta um stéttarfélag og ganga í FFÍ svo hægt sé að mæta þessu ákalli. Þar er tekið fram að félagatöl stéttarfélaga séu trúnaðarmál og verði ekki gerð opinber. „Að öðru leyti förum við með öll samtöl og bréfaskipti sem trúnaðarmál, hvort sem fólk er félagar eða ekki nema annars sé óskað. Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ segir síðan í lok tölvupóstsins. Hvergi virðist hins vegar að finna nokkra beiðni um sögur frá starfsfólkinu af illri meðferð Play. Hér má lesa póstinn í heild sinni: Kæri flugliði, Okkur hafa borist nokkur óundirrituð bréf frá fyrrum flugliðum WOW-air og núverandi flugliðum Play þar sem óskað er liðsinnis okkar hjá ASÍ vegna starfsumhverfis og kjara. Eins og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum þá beittum við okkur mjög gegn því sem við teljum hafa verið ólöglegir samningar um kaup og kjör. Ástæða þess að við beittum okkur af hörku og munum halda því áfram er að rýrnun kjara á einu sviði getur hæglega smitast á önnur svið og um allan vinnumarkaðinn ef við stöndum ekki í lappirnar. Þessari gagnrýni hefur aldrei verið beint að flugliðum eða öðru starfsfólki Play. Við gerum okkur grein fyrir að þið eruð í erfiðri stöðu sem einstaklingar sem þurfa að treysta á vinnu og miðað við upplýsingar sem við búum yfir er fólk hrætt við að missa vinnuna eða verða fyrir enn frekari kjaraskerðingum. Okkar sýn er skýr; við krefjumst þess að gerðir séu kjarasamningar á félagslegum grunni, að þau sem eiga að vinna eftir samningunum komi að þeim og stéttarfélög séu óháð atvinnurekendum. Þessi barátta er í algleymi en hún ber betri árangur ef við náum auknu samtali við starfsfólk Play og það njóti milliliðalauss stuðnings frá alvöru stéttarfélagi með alvöru bakhjarl. Við viljum því hvetja þig til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands ef þú ert ekki nú þegar félagi þannig að við getum mætt ákalli um stuðning við kjarabætur til handa þér og öðru starfsfólki Play. Félagatöl stéttarfélaga eru trúnaðarmál og verða ekki gerð opinber, hins vegar býr það til félagslegan vettvang til framfara að tilheyra stéttarfélagi sem er óháð og getur beitt sér. Flestir flugliðar hjá Play hafa áður verið í Flugfreyjufélagi Íslands, byggt þar upp réttindi og notið góðs af þeim bakhjarl sem er að finna bæði hjá Flugfreyjufélaginu og ASÍ. Með inngöngu í Flugfreyjufélagið getur fólk endurvakið rétt sinn. Að öðru leyti förum við með öll samtöl og bréfaskipti sem trúnaðarmál, hvort sem fólk er félagar eða ekki nema annars sé óskað. Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti. Með stuðningskveðju, Drífa Snædal forseti ASÍ Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ Play Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. 24. ágúst 2021 11:40 Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. 26. júní 2021 12:23 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þessi fullyrðing hans í Silfrinu varð Drífu tilefni til að birta tölvupóstinn í heild sinni á Facebook-síðu sinni í dag (hann má lesa neðst í fréttinni). Yfirskrift póstsins var: „Ákall um stuðning frá flugliðum Play“ Misjafnar meiningar um hlutleysi stéttarfélags Deilum ASÍ og Play virðist hvergi nærri lokið en ASÍ hefur sakað flugfélagið um að virða allar stoðir í kjaraumhverfi launafólks á Íslandi að vettugi, með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið, sem ASÍ skilgreinir sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. Lægstu grunnlaun í samningunum séu lægri en grunnatvinnuleysisbætur og hefur ASÍ gengið svo langt að hvetja alla landsmenn til að sniðganga flugfélagið. Birgir sagði í Silfrinu í dag að gagnrýni ASÍ hafi upprunalega snúist um að Play greiddi starfsfólki sínu „þrælakjör“. Það hafi verið leiðrétt og síðan hafi barátta ASÍ gegn félaginu verið óljós og órökstudd. Hann hefur þvertekið fyrir að Play sé með ítök í Íslenska flugstéttarfélaginu. Hann sagði þá að ASÍ hefði að fyrra bragði sent flugliðum Play tölvupóst þar sem óskað væri eftir „hryllingssögum“. Segjast hafa fengið nafnlausar beiðnir um aðstoð „Eftir að hafa fengið fjölda skilaboða frá flugliðum og flugstjórum þar sem óskað var liðsinnis okkar ákváðum við, ég og formaður Flugfreyjufélagsins að senda póst á flugliða hjá Play,“ segir Drífa í færslu á Facebook í dag þar sem hún svarar Birgi. Pósturinn, sem bæði Drífa og Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ kvitta undir, hefst einmitt á sömu orðum en þar segir að ASÍ hafi borist „nokkur óundirrituð bréf frá fyrrum flugliðum WOW-air og núverandi flugliðum Play“ þar sem óskað væri eftir aðstoð ASÍ vegna starfsumhverfis og kjara. Megininntak póstsins er síðan hvatning til flugliðanna að vera óhræddir við að skipta um stéttarfélag og ganga í FFÍ svo hægt sé að mæta þessu ákalli. Þar er tekið fram að félagatöl stéttarfélaga séu trúnaðarmál og verði ekki gerð opinber. „Að öðru leyti förum við með öll samtöl og bréfaskipti sem trúnaðarmál, hvort sem fólk er félagar eða ekki nema annars sé óskað. Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ segir síðan í lok tölvupóstsins. Hvergi virðist hins vegar að finna nokkra beiðni um sögur frá starfsfólkinu af illri meðferð Play. Hér má lesa póstinn í heild sinni: Kæri flugliði, Okkur hafa borist nokkur óundirrituð bréf frá fyrrum flugliðum WOW-air og núverandi flugliðum Play þar sem óskað er liðsinnis okkar hjá ASÍ vegna starfsumhverfis og kjara. Eins og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum þá beittum við okkur mjög gegn því sem við teljum hafa verið ólöglegir samningar um kaup og kjör. Ástæða þess að við beittum okkur af hörku og munum halda því áfram er að rýrnun kjara á einu sviði getur hæglega smitast á önnur svið og um allan vinnumarkaðinn ef við stöndum ekki í lappirnar. Þessari gagnrýni hefur aldrei verið beint að flugliðum eða öðru starfsfólki Play. Við gerum okkur grein fyrir að þið eruð í erfiðri stöðu sem einstaklingar sem þurfa að treysta á vinnu og miðað við upplýsingar sem við búum yfir er fólk hrætt við að missa vinnuna eða verða fyrir enn frekari kjaraskerðingum. Okkar sýn er skýr; við krefjumst þess að gerðir séu kjarasamningar á félagslegum grunni, að þau sem eiga að vinna eftir samningunum komi að þeim og stéttarfélög séu óháð atvinnurekendum. Þessi barátta er í algleymi en hún ber betri árangur ef við náum auknu samtali við starfsfólk Play og það njóti milliliðalauss stuðnings frá alvöru stéttarfélagi með alvöru bakhjarl. Við viljum því hvetja þig til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands ef þú ert ekki nú þegar félagi þannig að við getum mætt ákalli um stuðning við kjarabætur til handa þér og öðru starfsfólki Play. Félagatöl stéttarfélaga eru trúnaðarmál og verða ekki gerð opinber, hins vegar býr það til félagslegan vettvang til framfara að tilheyra stéttarfélagi sem er óháð og getur beitt sér. Flestir flugliðar hjá Play hafa áður verið í Flugfreyjufélagi Íslands, byggt þar upp réttindi og notið góðs af þeim bakhjarl sem er að finna bæði hjá Flugfreyjufélaginu og ASÍ. Með inngöngu í Flugfreyjufélagið getur fólk endurvakið rétt sinn. Að öðru leyti förum við með öll samtöl og bréfaskipti sem trúnaðarmál, hvort sem fólk er félagar eða ekki nema annars sé óskað. Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti. Með stuðningskveðju, Drífa Snædal forseti ASÍ Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ
Kæri flugliði, Okkur hafa borist nokkur óundirrituð bréf frá fyrrum flugliðum WOW-air og núverandi flugliðum Play þar sem óskað er liðsinnis okkar hjá ASÍ vegna starfsumhverfis og kjara. Eins og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum þá beittum við okkur mjög gegn því sem við teljum hafa verið ólöglegir samningar um kaup og kjör. Ástæða þess að við beittum okkur af hörku og munum halda því áfram er að rýrnun kjara á einu sviði getur hæglega smitast á önnur svið og um allan vinnumarkaðinn ef við stöndum ekki í lappirnar. Þessari gagnrýni hefur aldrei verið beint að flugliðum eða öðru starfsfólki Play. Við gerum okkur grein fyrir að þið eruð í erfiðri stöðu sem einstaklingar sem þurfa að treysta á vinnu og miðað við upplýsingar sem við búum yfir er fólk hrætt við að missa vinnuna eða verða fyrir enn frekari kjaraskerðingum. Okkar sýn er skýr; við krefjumst þess að gerðir séu kjarasamningar á félagslegum grunni, að þau sem eiga að vinna eftir samningunum komi að þeim og stéttarfélög séu óháð atvinnurekendum. Þessi barátta er í algleymi en hún ber betri árangur ef við náum auknu samtali við starfsfólk Play og það njóti milliliðalauss stuðnings frá alvöru stéttarfélagi með alvöru bakhjarl. Við viljum því hvetja þig til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands ef þú ert ekki nú þegar félagi þannig að við getum mætt ákalli um stuðning við kjarabætur til handa þér og öðru starfsfólki Play. Félagatöl stéttarfélaga eru trúnaðarmál og verða ekki gerð opinber, hins vegar býr það til félagslegan vettvang til framfara að tilheyra stéttarfélagi sem er óháð og getur beitt sér. Flestir flugliðar hjá Play hafa áður verið í Flugfreyjufélagi Íslands, byggt þar upp réttindi og notið góðs af þeim bakhjarl sem er að finna bæði hjá Flugfreyjufélaginu og ASÍ. Með inngöngu í Flugfreyjufélagið getur fólk endurvakið rétt sinn. Að öðru leyti förum við með öll samtöl og bréfaskipti sem trúnaðarmál, hvort sem fólk er félagar eða ekki nema annars sé óskað. Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti. Með stuðningskveðju, Drífa Snædal forseti ASÍ Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ
Play Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. 24. ágúst 2021 11:40 Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. 26. júní 2021 12:23 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. 24. ágúst 2021 11:40
Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. 26. júní 2021 12:23