Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 11:11 Margir hafa lagt leið sína að vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad, suður af miðborg Stokkhólms, til að minnast Einár. AP Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07