Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 14:59 Birkir Snær lætur stuðningsmenn Liverpool heyra það á móti í orðastríði stuðningsmanna eftir leikinn. Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford. Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn. Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn.
Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira