Tom Brady sýndi að hann er með hjarta úr gulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 10:30 Tom Brady bætir mörg met í hverjum leik á þessu NFL tímabili. Getty/Cliff Welch/ Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallar um NFL-deildina í hverri viku og fer þá yfir leiki hverrar umferðar. Goðsögnin Tom Brady er oftar en ekki í sviðsljósinu og svo var einnig nú. Brady spilaði vissulega vel eins og hann hefur gert allt þetta tímabil en það voru hlutir utan vallar sem voru að stela fyrirsögnunum þegar kemur að besta NFL-leikmanni allra tíma. „Þetta var góð helgi fyrir níu ára strák sem heitir Noah Reeb. Noah litli, þetta er fallegt,“ sagði Andri Ólafsson en meðan voru sýndar myndir af því þegar Tom Brady kom til stráksins og gaf honum húfu. „Hann sigraðist á krabbameini í heila og hans hetja er Tom Brady. Sjáið þetta,“ sagði Andri. „Hann grét bara,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Brain cancer survivor and inspiring 10 year old, Noah Reeb, joined the crew to talk about his exchange with @Buccaneers @TomBrady #NoahStrong #InsideTheNFL @Edelman11 @PhilSimmsQB @BMarshall pic.twitter.com/COdfHQ66KM— Inside the NFL (@insidetheNFL) October 26, 2021 „Brady fann hann eftir að hafa sent sína sex hundruðustu snertimarkssendingu, gaf honum húfuna og tilfinningarnar leyna sér ekki. Hann var að mæta á sinn fyrsta NFL-leik,“ sagði Andri. Þeir sýndi skiltið hans Noah Reeb sem á stóð: Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. „Ég er með gæsahúð að horfa á þetta hérna,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekki alveg hættir að tala um Tom Brady. „Þetta var slæm helgi fyrir annan ágætan stuðningsmann Tampa Bay. Hérna er Tom Brady að skrá nafnið sitt enn á ný í söguna með snertimarki númer sex hundruð. Mike Evans skorar og tekur síðan boltann og fer með hann upp til stuðningsmannanna,“ sagði Andri en þeir fjölluðu um það að áhorfandi gaf frá sér sjötíu milljón króna bolta. Það má finna umfjöllunina um strákinn og svo þennan áhorfanda sem fékk boltann hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Tom Brady og stuðningsmennirnir NFL Lokasóknin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Brady spilaði vissulega vel eins og hann hefur gert allt þetta tímabil en það voru hlutir utan vallar sem voru að stela fyrirsögnunum þegar kemur að besta NFL-leikmanni allra tíma. „Þetta var góð helgi fyrir níu ára strák sem heitir Noah Reeb. Noah litli, þetta er fallegt,“ sagði Andri Ólafsson en meðan voru sýndar myndir af því þegar Tom Brady kom til stráksins og gaf honum húfu. „Hann sigraðist á krabbameini í heila og hans hetja er Tom Brady. Sjáið þetta,“ sagði Andri. „Hann grét bara,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Brain cancer survivor and inspiring 10 year old, Noah Reeb, joined the crew to talk about his exchange with @Buccaneers @TomBrady #NoahStrong #InsideTheNFL @Edelman11 @PhilSimmsQB @BMarshall pic.twitter.com/COdfHQ66KM— Inside the NFL (@insidetheNFL) October 26, 2021 „Brady fann hann eftir að hafa sent sína sex hundruðustu snertimarkssendingu, gaf honum húfuna og tilfinningarnar leyna sér ekki. Hann var að mæta á sinn fyrsta NFL-leik,“ sagði Andri. Þeir sýndi skiltið hans Noah Reeb sem á stóð: Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. „Ég er með gæsahúð að horfa á þetta hérna,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekki alveg hættir að tala um Tom Brady. „Þetta var slæm helgi fyrir annan ágætan stuðningsmann Tampa Bay. Hérna er Tom Brady að skrá nafnið sitt enn á ný í söguna með snertimarki númer sex hundruð. Mike Evans skorar og tekur síðan boltann og fer með hann upp til stuðningsmannanna,“ sagði Andri en þeir fjölluðu um það að áhorfandi gaf frá sér sjötíu milljón króna bolta. Það má finna umfjöllunina um strákinn og svo þennan áhorfanda sem fékk boltann hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Tom Brady og stuðningsmennirnir
NFL Lokasóknin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira