Tom Brady kastaði leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 11:01 Tom Brady gerði sér grein fyrir því að hann væri búinn að kasta frá sér sigrinum. AP/Butch Dill Dýrlingarnir frá New Orleans enduðu fjögurra leikja sigurgöngu NFL-meistaranna Tampa Bay Buccaneers í gær. Varaleikstjórnandi Saints tók upp hanskann í meiðslum byrjunarliðsmannsins en hann var ekki eini varamaðurinn sem leiddi sitt lið til sigurs í NFL-deildinni í gær. Það má segja að þetta hafi verið dagur varaleikstjórnandanna því New Orleans Saints, Dallas Cowboys, Seattle Seahawks og New York Jets unnu öll sigra þökk sé flottri frammistöðu leikstjórnanda sem fáir bjuggust við að sjá hjá þessum liðum í vetur. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu 36-27 á móti New Orleans Saints þar sem úrslitin réðust þegar Brady kastaði boltanum frá sér og varnarmenn Saints fóru upp völlinn og skoruðu snertimark. This angle of the @Saints interception is great!Just listen to that noise!!! pic.twitter.com/7GvPHGjdql— NFL UK (@NFLUK) October 31, 2021 Brady hafði áður farið fyrir endurkomu Buccaneers sem unnu upp sextán stiga forystu Saints en þarna kastaði hann endanlega frá sér leiknum. Jameis Winston, leikstjórnandi New Orleans Saints var að mæta sínum gömlu félögum í Tampa Bay og byrjaði leikinn vel áður en hann meiddist á hné í stöðunni 7-7. Bucs létu Winston róa þegar þeir fengu Brady sem gerði liðið að meisturum á fyrsta ári. Í forföllum Winston þá steig Trevor Siemian inn og hjálpaði sínu liði að ná 23-7 forystu. Brady og félagar komust aftur yfir í 27-26 en vallarmark færði Dýrlingunum aftur forystuna. Það bjuggust flestir við að sjá klassíska Brady sókn í lokin en hann kastaði þá leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu. COOPER TO COOPER.Cowboys take the lead! #DallasCowboys : #DALvsMIN on NBC : https://t.co/vo1pze9aC5 pic.twitter.com/CB4Ortl0MD— NFL (@NFL) November 1, 2021 Dak Prescott, aðalleikstjórnandi Dallas Cowboys, hitaði upp fyrir leikinn á móti Minnesota Vikings í nótt en var síðan ekki með vegna kálfameiðsla. Cooper Rush leiddi því Dallas sóknina og liðið vann samt Víkinga 20-16. Þetta var sjötti sigur Dallas liðsins í röð en sá fyrsti án Prescott. Rush hafði fyrir leikinn aðeins reynt þrjár sendingar á NFL-ferlinum en 24 af 40 sendingum hans heppnuðust í leiknum og hann átti tvær snertimarkssendingar. Úrslitin réðust þegar Rush fór upp allan völlinn og endaði á því að gefa snertimarkssendingu á útherjann Amari Cooper. For the 2nd time today, @GenoSmith3 hits @dkm14 for a #Seahawks TD! : #JAXvsSEA on CBS : NFL app pic.twitter.com/1Tz1FqG1Hp— NFL (@NFL) October 31, 2021 Seattle Seahawks liðið náði líka að vinna þrátt fyrir að leika án leikstjórnandans síns Russell Wilson. Seattle vann 31-7 sigur á Jacksonville Jaguars þar sem leikstjórnandinn Geno Smith átti flottan leik með tvær snertimarkssendingar og 20 af 24 sendingum heppnaðar. You already know who was getting the game ball... pic.twitter.com/Bq4PQ2tvLm— New York Jets (@nyjets) October 31, 2021 Fyrr um daginn hafði Mike White, varaleikstjórnandi New York Jets, leitt sitt lið til 34-31 sigurs á sjóðheitu liði Cincinnati Bengals. White kom fyrir Zach Wilson og hjálpaði Jets að vinna sinn annan leik á tímabilinu. Every touchdown from NFL RedZone in Week 8! pic.twitter.com/3qyBHfEbGA— NFL (@NFL) November 1, 2021 Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions NFL Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Sjá meira
Það má segja að þetta hafi verið dagur varaleikstjórnandanna því New Orleans Saints, Dallas Cowboys, Seattle Seahawks og New York Jets unnu öll sigra þökk sé flottri frammistöðu leikstjórnanda sem fáir bjuggust við að sjá hjá þessum liðum í vetur. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu 36-27 á móti New Orleans Saints þar sem úrslitin réðust þegar Brady kastaði boltanum frá sér og varnarmenn Saints fóru upp völlinn og skoruðu snertimark. This angle of the @Saints interception is great!Just listen to that noise!!! pic.twitter.com/7GvPHGjdql— NFL UK (@NFLUK) October 31, 2021 Brady hafði áður farið fyrir endurkomu Buccaneers sem unnu upp sextán stiga forystu Saints en þarna kastaði hann endanlega frá sér leiknum. Jameis Winston, leikstjórnandi New Orleans Saints var að mæta sínum gömlu félögum í Tampa Bay og byrjaði leikinn vel áður en hann meiddist á hné í stöðunni 7-7. Bucs létu Winston róa þegar þeir fengu Brady sem gerði liðið að meisturum á fyrsta ári. Í forföllum Winston þá steig Trevor Siemian inn og hjálpaði sínu liði að ná 23-7 forystu. Brady og félagar komust aftur yfir í 27-26 en vallarmark færði Dýrlingunum aftur forystuna. Það bjuggust flestir við að sjá klassíska Brady sókn í lokin en hann kastaði þá leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu. COOPER TO COOPER.Cowboys take the lead! #DallasCowboys : #DALvsMIN on NBC : https://t.co/vo1pze9aC5 pic.twitter.com/CB4Ortl0MD— NFL (@NFL) November 1, 2021 Dak Prescott, aðalleikstjórnandi Dallas Cowboys, hitaði upp fyrir leikinn á móti Minnesota Vikings í nótt en var síðan ekki með vegna kálfameiðsla. Cooper Rush leiddi því Dallas sóknina og liðið vann samt Víkinga 20-16. Þetta var sjötti sigur Dallas liðsins í röð en sá fyrsti án Prescott. Rush hafði fyrir leikinn aðeins reynt þrjár sendingar á NFL-ferlinum en 24 af 40 sendingum hans heppnuðust í leiknum og hann átti tvær snertimarkssendingar. Úrslitin réðust þegar Rush fór upp allan völlinn og endaði á því að gefa snertimarkssendingu á útherjann Amari Cooper. For the 2nd time today, @GenoSmith3 hits @dkm14 for a #Seahawks TD! : #JAXvsSEA on CBS : NFL app pic.twitter.com/1Tz1FqG1Hp— NFL (@NFL) October 31, 2021 Seattle Seahawks liðið náði líka að vinna þrátt fyrir að leika án leikstjórnandans síns Russell Wilson. Seattle vann 31-7 sigur á Jacksonville Jaguars þar sem leikstjórnandinn Geno Smith átti flottan leik með tvær snertimarkssendingar og 20 af 24 sendingum heppnaðar. You already know who was getting the game ball... pic.twitter.com/Bq4PQ2tvLm— New York Jets (@nyjets) October 31, 2021 Fyrr um daginn hafði Mike White, varaleikstjórnandi New York Jets, leitt sitt lið til 34-31 sigurs á sjóðheitu liði Cincinnati Bengals. White kom fyrir Zach Wilson og hjálpaði Jets að vinna sinn annan leik á tímabilinu. Every touchdown from NFL RedZone in Week 8! pic.twitter.com/3qyBHfEbGA— NFL (@NFL) November 1, 2021 Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions
Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions
NFL Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Sjá meira