Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Heimsljós 2. nóvember 2021 10:20 Frá Búrúndí. UNICEF Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að hamfarahlýnun grafi undan réttindum barna á hverjum einasta degi. „Nánast hvert einasta barn í heiminum verður nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Um það bil 1 milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi,“ segir í frétt frá UNICEF. Samtökin eru áberandi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem fer nú í Glasgow í Skotlandi. UNICEF vill tryggja að loftlagskrísan verði viðurkennd sem krísa fyrir framtíð allra barna. Um 20 ungir loftslagsaðgerðarsinnar eru staddir á ráðstefnunni á vegum UNICEF, margir hverjir frá löndum sem hafa orðið illa úti vegna áhrifa hamfarahlýnunar. „COP26 verður að vera COP fyrir börnin,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Framtíð milljarða barna veltur á því að þjóðarleiðtogar taki afgerandi ákvarðanir um losun gróðurhúsalofttegunda og stýri okkur af þeirri braut sem við erum á núna.“ UNICEF hefur lengi sett umhverfismálin í forgang og birti í ágúst síðastliðnum skýrsluna ‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index’. Þar kynnti UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins. „Börn bera enga ábyrgð á hækkandi hitastigi á heimsvísu en það eru þau sem munu bera mestan skaða af,“ segir UNICEF og undirstrikar að niðurstöður COP26 komi til með að móta líf allra barna. Því skorar UNICEF á þjóðarleiðtoga og fyrirtæki að tryggja eftirfarandi: Auka fjárfestingu til loftslagsaðgerða: Til þess að vernda börn, samfélög og þá hópa sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum hamfarahlýnunar þá verður að aðlaga mikilvæga þjónustu að þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar, þar á meðal vatns- og hreinlætiskerfi, heilbrigðisþjónustu og skóla. Efnameiri ríki verða að stórauka árleg framlög sín til loftslagsaðgerða og aðlögunar þar sem núverandi loforð eru langt í frá nægileg; Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda: Til þess að afstýra verstu áhrifum hamfarahlýnunar þarf yfirgripsmiklar og brýnar aðgerðir. Lönd verða að skuldbinda sig til að minnka losun sina um að minnsta kosti 45% fyrir árið 2030 til þess að koma í veg fyrir að hitastig hækki um meira en 1,5 gráður; Tryggja þátttöku ungmenna í öllum innlendum og alþjóðlegum loftslagsviðræðum og ákvörðunum, þar með talið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). Börn og ungmenni verða að vera þátttakendur í öllum ákvörðunum er snúa að loftslagsmálum; Veita börnum fræðslu um loftslagsmál sem er gagnleg fyrir aðlögun þeirra og undirbúning undir áhrif hamfarahlýnunar. Börn og ungmenni munu þurfa að kljást við hinar hrikalegu afleiðingar hamfarahlýnunar og vatnsóöryggis þó að þau beri minnsta ábyrgð. Okkur ber skylda til að hjálpa öllum börnum og komandi kynslóðum; Tryggja sjálfbæra og jafna uppbyggingu eftir COVID-19 svo hæfni komandi kynslóða til að takast á við og bregðast við hamfarahlýnun verði ekki skert. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að hamfarahlýnun grafi undan réttindum barna á hverjum einasta degi. „Nánast hvert einasta barn í heiminum verður nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Um það bil 1 milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi,“ segir í frétt frá UNICEF. Samtökin eru áberandi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem fer nú í Glasgow í Skotlandi. UNICEF vill tryggja að loftlagskrísan verði viðurkennd sem krísa fyrir framtíð allra barna. Um 20 ungir loftslagsaðgerðarsinnar eru staddir á ráðstefnunni á vegum UNICEF, margir hverjir frá löndum sem hafa orðið illa úti vegna áhrifa hamfarahlýnunar. „COP26 verður að vera COP fyrir börnin,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Framtíð milljarða barna veltur á því að þjóðarleiðtogar taki afgerandi ákvarðanir um losun gróðurhúsalofttegunda og stýri okkur af þeirri braut sem við erum á núna.“ UNICEF hefur lengi sett umhverfismálin í forgang og birti í ágúst síðastliðnum skýrsluna ‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index’. Þar kynnti UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins. „Börn bera enga ábyrgð á hækkandi hitastigi á heimsvísu en það eru þau sem munu bera mestan skaða af,“ segir UNICEF og undirstrikar að niðurstöður COP26 komi til með að móta líf allra barna. Því skorar UNICEF á þjóðarleiðtoga og fyrirtæki að tryggja eftirfarandi: Auka fjárfestingu til loftslagsaðgerða: Til þess að vernda börn, samfélög og þá hópa sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum hamfarahlýnunar þá verður að aðlaga mikilvæga þjónustu að þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar, þar á meðal vatns- og hreinlætiskerfi, heilbrigðisþjónustu og skóla. Efnameiri ríki verða að stórauka árleg framlög sín til loftslagsaðgerða og aðlögunar þar sem núverandi loforð eru langt í frá nægileg; Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda: Til þess að afstýra verstu áhrifum hamfarahlýnunar þarf yfirgripsmiklar og brýnar aðgerðir. Lönd verða að skuldbinda sig til að minnka losun sina um að minnsta kosti 45% fyrir árið 2030 til þess að koma í veg fyrir að hitastig hækki um meira en 1,5 gráður; Tryggja þátttöku ungmenna í öllum innlendum og alþjóðlegum loftslagsviðræðum og ákvörðunum, þar með talið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). Börn og ungmenni verða að vera þátttakendur í öllum ákvörðunum er snúa að loftslagsmálum; Veita börnum fræðslu um loftslagsmál sem er gagnleg fyrir aðlögun þeirra og undirbúning undir áhrif hamfarahlýnunar. Börn og ungmenni munu þurfa að kljást við hinar hrikalegu afleiðingar hamfarahlýnunar og vatnsóöryggis þó að þau beri minnsta ábyrgð. Okkur ber skylda til að hjálpa öllum börnum og komandi kynslóðum; Tryggja sjálfbæra og jafna uppbyggingu eftir COVID-19 svo hæfni komandi kynslóða til að takast á við og bregðast við hamfarahlýnun verði ekki skert. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent