Magnús Þór fær atkvæðin okkar Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 13:00 Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Linda Heiðarsdóttir Jón Páll Haraldsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun