„Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að fá samþykki á ný“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að hljóta samþykki á ný, segir aðjúnkt við Háskóla Íslands. Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands telur að til að samfélagið viðurkenni viðtöl við gerendur í fjölmiðlum á borð við það sem kom fram í Kveik í gær, þurfi þeir að sýna auðmýkt og iðrun. „Reynsluheimur gerenda er mjög ólíkur eftir því hvaða félagslegu stöðu þeir hafa. Við sjáum það mjög skýrt í þeim Metoo-málum sem hafa komið fram og ég hef líka séð í mínum rannsóknum. Eftir því sem samfélagsleg staða viðkomandi er hærri er fallið hærra ef brotið kemst upp. En að sama skapi hefur einstaklingur með háa stöðu meira rými til að tjá sig. Þar að leiðandi eykst líka meðvitund samfélagsins um þetta tiltekna brot, þannig að það er það sem við erum að horfa á eftir þetta viðtal í gær,“ segir Katrín sem hefur rannsakað viðhorf gerenda í kynferðisafbrotamálum. Aðspurð um hvort þjóðfélagsstaða gerenda skipti þá máli varðandi hvenær þeir eigi afturkvæmt t.d. í atvinnu svarar Katrín. „Það fer eftir því hvert ferð viðkomandi er heitið. Eru t.d. mannréttindi að gerendur komist aftur í sömu forréttindastöðu og þeir voru í fyrir? Eða er aðeins verið að tala um að einstaklingur komist aftur á vinnumarkaðinn? Þá þarf líka að huga að því hvað við viljum að brotamaðurinn geri til að eiga afturkvæmt. Til að samfélagið sé tilbúið að hleypa geranda til baka þarf hann að taka ábyrgð á gjörðum sínum . Þá er mikilvægt að hann viðurkenni sársauka þolanda og gleymi ekki þeim þætti þegar hann er að ræða sína hlið málanna,“ segir Katrín. Hún segir að í slíkum málum sé alltaf farið fram á það sama. „ Krafan er alltaf eins. Krafa þolenda er að gerandi axli ábyrgð á trúverðugan máta,“ segir hún. Tími þolenda en gerendur þurfi líka að fá að komast að Aðspurð um hvort henni finnist sú reiði sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum eftir viðtalið í Kveik eigi rétt á sér svarar hún. „Núna er tími þolenda. Þolendur hafa haft orðið og eiga að hafa það eftir aldalanga þögn. Þannig að það er erfitt að opna samtalið sem gerandi. Ég vil ekki tjá mig um þetta einstaka mál en þetta snýst alltaf um að gerandinn á ábyrgan og trúverðugan máta taki ábyrgð á gjörðum sínum og skilji að ábyrgðinni fylgir sársauki. Katrín segir umræðu um þessi mál vandmeðfarna. „Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að feta okkur áfram með. Því ef við hleypum ekki gerendum aftur til baka í samfélagið þá stíga þeir ekki fram. Það þarf að skapa nýja orðræðu, sem annars vegar ber virðingu fyrir reynslu þolenda og þörf þeirra fyrir réttlæti. Og hins vegar, krefur gerendur til að taka raunverulega ábyrgð án þess að þeir leiti í afsakanir. Því við viljum að gerendur geti stigið fram því það gagnast samfélaginu og baráttunni gegn ofbeldinu. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að það gagnast bæði þolendum og gerendum að leyfa gerendum að komast að í umræðunni. Þannig fá þeir tækifæri til að bera ábyrgð og það er það sem þolendur sækjast eftir MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands telur að til að samfélagið viðurkenni viðtöl við gerendur í fjölmiðlum á borð við það sem kom fram í Kveik í gær, þurfi þeir að sýna auðmýkt og iðrun. „Reynsluheimur gerenda er mjög ólíkur eftir því hvaða félagslegu stöðu þeir hafa. Við sjáum það mjög skýrt í þeim Metoo-málum sem hafa komið fram og ég hef líka séð í mínum rannsóknum. Eftir því sem samfélagsleg staða viðkomandi er hærri er fallið hærra ef brotið kemst upp. En að sama skapi hefur einstaklingur með háa stöðu meira rými til að tjá sig. Þar að leiðandi eykst líka meðvitund samfélagsins um þetta tiltekna brot, þannig að það er það sem við erum að horfa á eftir þetta viðtal í gær,“ segir Katrín sem hefur rannsakað viðhorf gerenda í kynferðisafbrotamálum. Aðspurð um hvort þjóðfélagsstaða gerenda skipti þá máli varðandi hvenær þeir eigi afturkvæmt t.d. í atvinnu svarar Katrín. „Það fer eftir því hvert ferð viðkomandi er heitið. Eru t.d. mannréttindi að gerendur komist aftur í sömu forréttindastöðu og þeir voru í fyrir? Eða er aðeins verið að tala um að einstaklingur komist aftur á vinnumarkaðinn? Þá þarf líka að huga að því hvað við viljum að brotamaðurinn geri til að eiga afturkvæmt. Til að samfélagið sé tilbúið að hleypa geranda til baka þarf hann að taka ábyrgð á gjörðum sínum . Þá er mikilvægt að hann viðurkenni sársauka þolanda og gleymi ekki þeim þætti þegar hann er að ræða sína hlið málanna,“ segir Katrín. Hún segir að í slíkum málum sé alltaf farið fram á það sama. „ Krafan er alltaf eins. Krafa þolenda er að gerandi axli ábyrgð á trúverðugan máta,“ segir hún. Tími þolenda en gerendur þurfi líka að fá að komast að Aðspurð um hvort henni finnist sú reiði sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum eftir viðtalið í Kveik eigi rétt á sér svarar hún. „Núna er tími þolenda. Þolendur hafa haft orðið og eiga að hafa það eftir aldalanga þögn. Þannig að það er erfitt að opna samtalið sem gerandi. Ég vil ekki tjá mig um þetta einstaka mál en þetta snýst alltaf um að gerandinn á ábyrgan og trúverðugan máta taki ábyrgð á gjörðum sínum og skilji að ábyrgðinni fylgir sársauki. Katrín segir umræðu um þessi mál vandmeðfarna. „Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að feta okkur áfram með. Því ef við hleypum ekki gerendum aftur til baka í samfélagið þá stíga þeir ekki fram. Það þarf að skapa nýja orðræðu, sem annars vegar ber virðingu fyrir reynslu þolenda og þörf þeirra fyrir réttlæti. Og hins vegar, krefur gerendur til að taka raunverulega ábyrgð án þess að þeir leiti í afsakanir. Því við viljum að gerendur geti stigið fram því það gagnast samfélaginu og baráttunni gegn ofbeldinu. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að það gagnast bæði þolendum og gerendum að leyfa gerendum að komast að í umræðunni. Þannig fá þeir tækifæri til að bera ábyrgð og það er það sem þolendur sækjast eftir
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05