Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 07:01 Sturlaugur er yfirbruggmeistari hjá Borg brugghúsi. stöð2 Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“ Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“
Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira