„Auðvitað ekki eðlilegt að félagið eigi ekki heimavöll sem hægt er að spila á“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 10:01 Vonir standa til þess að KA-menn spili í síðasta sinn á Akureyrarvelli næsta sumar. Miðað við ástand vallarins síðustu misseri má fastlega búast við því að þeir geti ekki spilað alla sína heimaleiki á vellinum en síðasta sumar léku þeir fjóra leiki á Dalvík. vísir/Óskar Ófeigur Langri bið KA-manna eftir nýjum heimavelli lýkur ekki á næsta ári og útlit er því fyrir að félagið þurfi að leita á náðir Dalvíkinga líkt og á síðustu fótboltaleiktíð. Bæjaryfirvöld á Akureyri hyggjast þó koma til móts við KA með því að flýta framkvæmdum. Þetta segir Ingvar Már Gíslason, formaður KA, í samtali við Vísi. „Þetta er bara spurning um tímalínuna. Það eru allir sammála um með hvaða hætti á að gera hlutina,“ segir Ingvar. Leggja á nýjan heimavöll á svæðinu við KA-heimilið, gervigrasvöll, með stúku og kemur hann í stað Akureyrarvallar. „Liðið ætti að vera komið með fína og flotta aðstöðu árið 2023,“ segir Ingvar. Þjálfarinn svekktur og segir bæinn draga lappirnar Arnar Grétarsson, þjálfari knattspyrnuliðs KA, lýsti vonbrigðum sínum í viðtali við 433.is á dögunum með það hve seint gengi að byggja nýjan völl fyrir félagið. Honum hefði verið tjáð að nýr völlur yrði tilbúinn á næsta ári. „Þetta er stórt bæjarfélag og mér finnst það sorglegt hvað bæjaryfirvöld eru að draga lappirnar fram og til baka í þessu máli vegna þess að við búum til dæmis við allt aðrar aðstæður á veturna fyrir norðan heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Arnar. KA mátti ekki ganga í verkið Ingvar segir það hafa verið samkomulag KA og Akureyrarbæjar að KA myndi sjá um framkvæmdirnar við nýjan heimavöll. Það hafi verið ákveðið að frumkvæði KA þar sem félagið vildi drífa framkvæmdirnar af stað sem fyrst. Bærinn átti svo að taka við fullbúnum mannvirkjum gegn greiðslu árin 2023 og 2024. Lög frá árinu 2016 um opinber innkaup sveitarfélaga komu hins vegar í veg fyrir að hægt væri að vinna verkið svona. „Það var fullur vilji hjá okkur og bæjaryfirvöldum til að klára dæmið með þessum hætti en þetta strandaði á því að bænum er skylt að fara með þetta í opinbert útboð,“ segir Ingvar og bætir við: „Það eru auðvitað vonbrigði að ekki hafi verið hægt að keyra í gegn þá leið sem við stungum upp á og hefja framkvæmdir strax í haust. Þetta þýðir þá, ef við horfum bara á meistaraflokkinn, að KA-liðið er enn á hrakhólum og ekki með þá aðstöðu sem við myndum vilja sjá á næsta ári. Það er auðvitað hundleiðinlegt en samt veruleikinn sem blasir við.“ Svona kemur KA-svæðið til með að líta út árið 2023 ef allt gengur upp. Aðalvöllurinn er efst, eða nyrst, á mynd með gulri stúku fyrir áhorfendur á austurhlið. Stúkan verður á milli vallarins og KA-heimilisins sem er í rauðum lit. Á bláa reitnum, merktur B, verður tengibygging ætluð fyrir skrifstofur, búningsklefa, æfingarými og fleira. Viljayfirlýsingin sem Ingvar og bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir undirrituðu í ársbyrjun, um uppbyggingu á KA-svæðinu, stendur og nýtt deiliskipulag svæðisins var samþykkt í vor að sögn Ingvars. „Í stað þess að við gætum byrjað á þessu verkefni í haust þá stefnir í að þetta hefjist vonandi snemma á næsta ári. Tímalínunni sem að KA hafði teiknað upp seinkar um eitt ár en bærinn kemur til móts við okkur og færir sín upphaflegu plön fram um eitt ár,“ segir Ingvar. Útlit fyrir að leitað verði til Dalvíkinga aftur Á meðan að KA-menn hafa beðið eftir nýjum heimavelli á sínu svæði hefur Akureyrarvöllur, eða Greifavöllurinn eins og hann hefur heitið síðustu ár, drabbast niður. Í fyrra spilaði KA fjóra af ellefu heimaleikjum sínum á nýlegum gervigrasvelli Dalvíkinga, í Pepsi Max-deildinni. Þannig verður það væntanlega næsta sumar einnig: „Já, og það hefði líklega alltaf farið svo því mótið byrjar það snemma,“ segir Ingvar. Hann hljómar sæmilega þolinmóður þrátt fyrir allt en bendir þó á að með því að heimavöllur KA færist upp á svæði félagsins á Brekkunni ljúki 12-15 ára bið. Bið sem á sinn þátt í ástandinu á Akureyrarvelli. KA-menn áttu góðu gengi að fagna síðasta sumar og enduðu í 4. sæti, einu stigi frá því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Nái þeir Evrópusæti næsta sumar gætu Evrópuleikir verið spilaðir á nýja vellinum sem lagður verður við KA-heimilið.vísir/Hulda Margrét „Ef að menn hefðu ætlað sér að vera áfram á Akureyrarvelli þá hefði þurft að fjárfesta í þeim velli, laga hann til og bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og fleira. Það hefur legið fyrir í langan tíma hvað þyrfti að gera til að aðstaða KA yrði að einhverju sem menn telja eðlilegt og boðlegt á árinu 2021. Það er auðvitað ekki eðlilegt að félagið eigi ekki heimavöll sem hægt er að spila á. Þetta snýst líka um fleira; að við getum sinnt okkar starfsemi og hlutverki í samfélaginu með eðlilegum hætti. Ég skil það vel að menn séu ósáttir við hvernig þetta hefur gengið. Þetta hefur tekið rosalega langan tíma en ég get ekki annað en haft skilning á því. Bæjarfélagið þarf að hugsa vel um hvernig er staðið að svona verkefnum því það er verið að tala um mikla peninga,“ segir Ingvar. Pepsi Max-deild karla KA Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Þetta segir Ingvar Már Gíslason, formaður KA, í samtali við Vísi. „Þetta er bara spurning um tímalínuna. Það eru allir sammála um með hvaða hætti á að gera hlutina,“ segir Ingvar. Leggja á nýjan heimavöll á svæðinu við KA-heimilið, gervigrasvöll, með stúku og kemur hann í stað Akureyrarvallar. „Liðið ætti að vera komið með fína og flotta aðstöðu árið 2023,“ segir Ingvar. Þjálfarinn svekktur og segir bæinn draga lappirnar Arnar Grétarsson, þjálfari knattspyrnuliðs KA, lýsti vonbrigðum sínum í viðtali við 433.is á dögunum með það hve seint gengi að byggja nýjan völl fyrir félagið. Honum hefði verið tjáð að nýr völlur yrði tilbúinn á næsta ári. „Þetta er stórt bæjarfélag og mér finnst það sorglegt hvað bæjaryfirvöld eru að draga lappirnar fram og til baka í þessu máli vegna þess að við búum til dæmis við allt aðrar aðstæður á veturna fyrir norðan heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Arnar. KA mátti ekki ganga í verkið Ingvar segir það hafa verið samkomulag KA og Akureyrarbæjar að KA myndi sjá um framkvæmdirnar við nýjan heimavöll. Það hafi verið ákveðið að frumkvæði KA þar sem félagið vildi drífa framkvæmdirnar af stað sem fyrst. Bærinn átti svo að taka við fullbúnum mannvirkjum gegn greiðslu árin 2023 og 2024. Lög frá árinu 2016 um opinber innkaup sveitarfélaga komu hins vegar í veg fyrir að hægt væri að vinna verkið svona. „Það var fullur vilji hjá okkur og bæjaryfirvöldum til að klára dæmið með þessum hætti en þetta strandaði á því að bænum er skylt að fara með þetta í opinbert útboð,“ segir Ingvar og bætir við: „Það eru auðvitað vonbrigði að ekki hafi verið hægt að keyra í gegn þá leið sem við stungum upp á og hefja framkvæmdir strax í haust. Þetta þýðir þá, ef við horfum bara á meistaraflokkinn, að KA-liðið er enn á hrakhólum og ekki með þá aðstöðu sem við myndum vilja sjá á næsta ári. Það er auðvitað hundleiðinlegt en samt veruleikinn sem blasir við.“ Svona kemur KA-svæðið til með að líta út árið 2023 ef allt gengur upp. Aðalvöllurinn er efst, eða nyrst, á mynd með gulri stúku fyrir áhorfendur á austurhlið. Stúkan verður á milli vallarins og KA-heimilisins sem er í rauðum lit. Á bláa reitnum, merktur B, verður tengibygging ætluð fyrir skrifstofur, búningsklefa, æfingarými og fleira. Viljayfirlýsingin sem Ingvar og bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir undirrituðu í ársbyrjun, um uppbyggingu á KA-svæðinu, stendur og nýtt deiliskipulag svæðisins var samþykkt í vor að sögn Ingvars. „Í stað þess að við gætum byrjað á þessu verkefni í haust þá stefnir í að þetta hefjist vonandi snemma á næsta ári. Tímalínunni sem að KA hafði teiknað upp seinkar um eitt ár en bærinn kemur til móts við okkur og færir sín upphaflegu plön fram um eitt ár,“ segir Ingvar. Útlit fyrir að leitað verði til Dalvíkinga aftur Á meðan að KA-menn hafa beðið eftir nýjum heimavelli á sínu svæði hefur Akureyrarvöllur, eða Greifavöllurinn eins og hann hefur heitið síðustu ár, drabbast niður. Í fyrra spilaði KA fjóra af ellefu heimaleikjum sínum á nýlegum gervigrasvelli Dalvíkinga, í Pepsi Max-deildinni. Þannig verður það væntanlega næsta sumar einnig: „Já, og það hefði líklega alltaf farið svo því mótið byrjar það snemma,“ segir Ingvar. Hann hljómar sæmilega þolinmóður þrátt fyrir allt en bendir þó á að með því að heimavöllur KA færist upp á svæði félagsins á Brekkunni ljúki 12-15 ára bið. Bið sem á sinn þátt í ástandinu á Akureyrarvelli. KA-menn áttu góðu gengi að fagna síðasta sumar og enduðu í 4. sæti, einu stigi frá því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Nái þeir Evrópusæti næsta sumar gætu Evrópuleikir verið spilaðir á nýja vellinum sem lagður verður við KA-heimilið.vísir/Hulda Margrét „Ef að menn hefðu ætlað sér að vera áfram á Akureyrarvelli þá hefði þurft að fjárfesta í þeim velli, laga hann til og bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og fleira. Það hefur legið fyrir í langan tíma hvað þyrfti að gera til að aðstaða KA yrði að einhverju sem menn telja eðlilegt og boðlegt á árinu 2021. Það er auðvitað ekki eðlilegt að félagið eigi ekki heimavöll sem hægt er að spila á. Þetta snýst líka um fleira; að við getum sinnt okkar starfsemi og hlutverki í samfélaginu með eðlilegum hætti. Ég skil það vel að menn séu ósáttir við hvernig þetta hefur gengið. Þetta hefur tekið rosalega langan tíma en ég get ekki annað en haft skilning á því. Bæjarfélagið þarf að hugsa vel um hvernig er staðið að svona verkefnum því það er verið að tala um mikla peninga,“ segir Ingvar.
Pepsi Max-deild karla KA Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira